Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga

Markmið geðhjúkrunar er að veita örugga og árangursríka hjúkrun sem byggð er á þekkingu og umhyggju fyrir sjúklingnum og fjölskyldu hans. Mikilvægt er að einstaklingar með geðröskun fái meðferð án tafar og verði virkir þátttakendur ásamt fjölskyldu sinni í allri ákvarðanatöku og meðferð. Geðhjúkrun byggir að miklu leyti á samstarfi og samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir til að tryggja samfellda og samhæfða umönnun og eftirmeðferð. Virkt samstarf við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra er því lykill að allri geðhjúkrun. Rannsóknir eru undirstaða faglegrar þróunar í geðhjúkrun.

Störf við geðhjúkrun eru fjölbreytileg og felast að miklu leyti í samskiptum við skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra. Störf við geðhjúkrun byggja að miklu leyti á teymisvinnu sérfræðinga. Hugtök eins og stuðningur, samskipti, samstarf og fræðsla eru lykilhugtök í geðhjúkrun.

Geðhjúkrunarfræðingar eru lausnarmiðaðir í úrlausnum flókinna vandamála af geðrænum- og félagslegum toga. Geðhjúkrunarfræðingar sérhæfa sig í mismunandi meðferðarformum sem þeir nýta í starfi. Geðhjúkrun felur í sér lausn flókinna samskipta- og ágreiningmála. 

Hjúkrunarfræðingar sinna geðhjúkrun inni á sjúkrastofnunum, störfum þar sem mikil áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum og fræðslu víða í þjóðfélaginu. Mikil áhersla er lögð á að hjúkrunarfræðingar fylgist með og komi á framfæri nýjungum í hjúkrun.

 

 

  

 

       

Ársskýrsla

 

Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir
formaður

Helga Vala Árnadóttir
varaformaður

Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir
gjaldkeri

Fanney Hrund Þorsteinsdóttir
ritari

Amalía Sörensdóttir
meðstjórnandi

Gísli Kort Kristófersson
meðstjórnandi

Rannsóknir eru undirstaða faglegrar þróunar í geðhjúkrun. Hér koma dæmi um nokkrar rannsóknir og þróunarverkefni sem unnið hefur verið að innan geðhjúkrunar:

Reynsla foreldra af því að eiga son eða dóttur með jaðarpersónuleikaröskun. Linda Kristmundsdóttir

Könnun á þörf fyrir geðhjúkrunarráðgjöf. Ásta Snorradóttir og Rannveig Þöll Þórsdóttir

Lýsing á svefnerfiðleikum kvenna og áhrif dáleiðslumeðferðar á þá. Ingibjörg Davíðsdóttir.

Rannsókn á áhrifum mismunandi þjónustu fyrir börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Kristín Kristmundsdóttir, Sólveig Guðlaugsdóttir og Páll Magnússon.

Þróunarverkefni varðandi hugræna atferlishópmeðferð fyrir þunglynda unglinga sem göngudeildarúrræði á barna- og unglingageðdeild. Linda Kristmundsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Haukur Haraldsson.

Reynsla foreldra af þjónustu legudeilda BUGL. Páll Biering, Helga Jörgensdóttir, Linda Kristmundsdóttir, Sigurbjörg Marteinsdóttir og Þórdís Rúnarsdóttir.

Lýsingar einstaklinga á áfallareynslu og áhrifum dáleiðslumeðferðar á úrvinnsluferlið. Sigurlína Hilmarsdóttir.

Könnun á þjálfunarnámskeiðum fyrir foreldra ofvirkra barna á barnadeild BUGL. Sólveig Guðlaugsdóttir.

Tilraunaverkefni varðandi stuðning við fjölskyldur ofvirkra barna. Vilborg G. Guðnadóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir.

Skýringalíkön unglingaofbeldis. Páll Biering.

Aðstandendur geðsjúkra. Eydís Sveinbjarnardóttir.

Geðhjúkrunarfræðingar starfa víða úti í samfélaginu við forvarnir. Sem dæmi má nefna að geðhjúkrunarfræðingar starfa með Landlæknisembættinu og heilbrigðisyfirvöldum við að marka stefnu í málefnum geðsjúkra. Mikið forvarnarstarf er unnið með félagssamtökum eins og Geðhjálp en geðhjúkrunarfræðingar hafa verið virkir í samstarfi við þau samtök. Geðhjúkrunarfræðingar hafa einnig verið virkir við að þróa forvarnarstarf í skólum og öðrum vinnustöðum um land allt.

Hjúkrunarfræðingar geta sinnt geðhjúkrun hvar sem er. Öll störf við hjúkrun fela í sér geðhjúkrun. Starfsvettvangurinn er þó aðallega inni á geðdeildum Landspítala- háskólasjúkrahúss og geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Geðhjúkrunarfræðingar hafa verið eftirsóttur starfskraftur á sviðum þar sem mikið reynir á mannleg samskipti. Dæmi um vinnustaði þar sem geðhjúkrunarfræðingar hafa verið að störfum: Athvörf fyrir geðsjúka, heilsugæslustöðvar, Félagsþjónustan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Heilbrigðisráðuneytið, Menntamálaráðuneytið, Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra, lyfjafyrirtæki auk starfa við kennslu.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála