Fara á efnissvæði

Styrkir og sjóðir

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga starfrækir, eða hefur aðkomu að, níu sjóðum sem ætlaðir eru hjúkrunarfræðingum. Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um þá alla og hvernig hægt er að nýta sér þá.

  • Orlofssjóður

    Orlofssjóður býður sjóðfélögum upp á orlofshúsnæði og afslætti í gegnum gjafabréf.

    Sjá nánar
  • Starfsmenntunarsjóður

    Starfsmenntunarsjóður veitir sjóðfélögum styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna.

    Sjá nánar
  • Styrktarsjóður

    Styrktarsjóður veitir sjóðfélögum fjárhagsaðstoð í veikinda- og slysatilvikum, styður og eflir félagsmenn vegna endurhæfingar ásamt heilbrigðisforvörnum.

    Sjá nánar
  • Vísindasjóður

    Vísindasjóður skiptist í A og B hluta. A-hluti styrkir endur- og símenntun sjóðsfélaga. B-hluti styrkir rannsóknir og fræðaskrif sjóðsfélaga.

    Sjá nánar
  • Rannsókna- og vísindasjóður

    Rannsókna- og vísindasjóður styrkir hjúkrunarfræðinga til rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum hér á landi.

    Sjá nánar
  • Minningarsjóðir

    Minningarsjóður Hans Adolfs Hjartarsonar og Minningarsjóður Kristínar Thoroddsen styrkja hjúkrunarfræðinga í starfi og námi.

    Sjá nánar
  • Spurt og svarað

    Svör við ýmsum spurningum

    Sjá nánar

Orlofssjóður

Sjóðsfélagar orlofssjóðs eru hjúkrunarfræðingar sem greiða í orlofssjóð, og byggir sjóðurinn á punktakerfi. Sjóðsfélagar ávinna sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð á ári, og geta nýtt sér þá svo lengi sem punktaeign sé nægjanleg fyrir viðskiptum.

Sjá nánar

Fæðingarstyrkur

Fæðingastyrkur er meðal þeirra styrkja sem hægt er að sækja í styrktarsjóð. Fæðingastyrkur er að hámarki kr. 250.000 til foreldris vegna hvers barns. Upphæð styrksins ákvarðast af starfshlutfalli.

Sjá nánar