Fara á efnissvæði

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs félagsins hins vegar.

  • Trúnaðarmenn

    Listi yfir trúnaðarmenn eftir vinnustöðum hjúkrunarfræðinga

    Sjá nánar
  • Réttindi og kosning trúnaðarmanna

    Tilkynningar um kosningu o.fl.

    Sjá nánar
  • Trúnaðarmannaráð

    Trúnaðarmannaráð er ráðgefandi fyrir starfsfólk Fíh og samninganefnd

    Sjá nánar
  • Trúnaðarmannanámskeið

    Upplýsingar um næsta námskeið

    Sjá nánar

Mikilvægur tengiliður fyrir þig

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs félagsins hins vegar. Trúnaðarmaður miðlar upplýsingum um kjara- og réttindamál til félagsfólks á hverri starfseiningu og stendur vörð um réttindi og skyldur. Fyrirspurnum og kvörtunum kemur hann í farveg innan stofnunar og/eða til kjara- og réttindasviðs félagsins.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur mikla áherslu á að trúnaðarmenn leiti til félagsins með erindi og ágreiningsefni sem upp koma á vinnustað svo hægt sé að aðstoða við lausn þeirra.

Trúnaðarmenn eftir vinnustöðum hjúkrunarfræðinga

Leit í kjarasamningum

Kjarasamningaleitin gerir þér kleift að leita með einföldum hætti í gildandi kjarasamningum, til dæmis til að sjá hvar tiltekin lykilhugtök koma fyrir, eins og orlof, veikindi og vinnutími.

Opna leit í kjarasamningum