Hjúkrun 2025
Hjúkrun 2025 var haldin af Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Háskólanum á Akureyri, Sjúkrahúsi Akureyrar, Háskóla Íslands, Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ráðstefnan Hjúkrun er uppskeruhátíð hjúkrunarfræðinga, þar sem við komum saman til að fagna því sem áunnist hefur í faginu, deila nýjustu þekkingu og hvetja hvert annað áfram.
Rúmlega 500 hjúkrunarfræðingar af öllu landinu komu saman á Hjúkrun 2025, er það metþáttaka á ráðstefnuna og var uppselt þar sem ekki var hægt að koma fleirum fyrir inn í menningarhúsið Hof.
Ráðstefnan heppnaðist mjög vel og var mikil fjölbreytni í bæði erindum og veggspjöldum. Gæði þeirra endurspegla þá miklu grósku sem á sér nú stað í framþróun hjúkrunar hér á landi.
Myndir






Fleiri myndum verður bætt við á næstu dögum.