Frí og leyfi
Bakvaktarfrí
Er 80 klst., miðast við 1200 stundir á bakvakt og fyrnist um áramót. Heimilt er að semja við starfsmann um greiðslu í stað fría, greiðslan miðast við tímakaup í dagvinnu. Leyfið má veita hvenær árs sem er, ekki er heimilt að flytja það milli ára.Frítökuréttur
Fyrnist ekki, má fá greitt að þriðjungi. Við starfslok er ótekinn áunninn frítökuréttur greiddur í dagvinnu að fullu.
Helgidagafrí
Ávinnsla hætti maí 2021. Hafi fríið ekki verið tekið innan 14 mánaða skal greiða eftirstöðvar þess sem hlutfall af mánaðarlaunum 1. apríl ár hvert.
Geðdeildarfrí (gildir fyrir þá sem voru í vinnu á geðdeildum fyrir árið 2008)
Er 64 stundir á ári miðað við fullt starf, fyrnist ekki og ávinnsla miðast við almanaksárið.
Launalaust leyfi
Engin ávinnsla réttinda.Hjúkrunarfræðingur á rétt á að lágmarki 10 dögum til sí- og endurmenntunar á hverju ári miðað við fullt starf. Hann hefur rétt á leyfi til að stunda endurmenntun/framhaldsnám enda sé það í samræmi við endurmenntunar-/starfsþróunaráætlun viðkomandi stofnunar. Þó getur uppsafnaður réttur aldrei orðið meiri en 6 mánuðir og greiðist ekki út við starfslok.
Heimilt er að veita skemmri eða lengri námsleyfi á skemmra eða lengra árabili.
Allir hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá hinu opinbera ávinna sér 30 daga/20 klst. á mánuði í orlof óháð aldri. Einnig eiga allir rétt á 30 daga sumarorlofi á sumarorlofstíma og þar af 15 daga samfellda að lágmarki.
SA
Almennt
24 dagar
Eftir 5 ár í sömu starfsgrein
25 dagar
Eftir 5 ár hjá sama atvinnurekanda
27 dagar
Eftir 10 ár hjá sama atvinnurekanda
30 dagar- Orlofsárið er 1. maí – 30. apríl. Sumarorlofstími 1. maí – 15. september.
- Hvenær orlof er tekið er samkomulagsatriði stjórnanda og starfsmanns.
- Ákvörðun um sumarorlof skal liggja fyrir 31. mars og tilkynnt starfsmanni með sannanlegum hætti
- Flutningur orlofs milli ára er óheimill, sbr. þó grein 4.6.2 og 4.6.3
- Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að skriflegri beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%.
- Ef starfsmaður tekur ekki orlof eða hluta af orlofi, að skriflegri beiðni yfirmanns, getur orlofið geymst til næsta orlofsárs, enda hafi starfsmaður ekki lokið orlofstöku á orlofsárinu. Sama gildir um starfsmann í fæðingarorlofi. Í slíkum tilvikum getur uppsafnað orlof þó aldrei orðið meira en 60 dagar.
- Veikindi í orlofi skal tilkynna yfirmanna án tafar þar sem tími í veikindum telst ekki til orlofs.
Sérstakir frídagar
Nýársdagur
Skírdagur
Föstudagurinn langi
Laugardagur fyrir páska
Páskadagur
Annar í páskum
Sumardagurinn fyrsti
1. maí
Uppstigningardagur
Hvítasunnudagur
Annar í hvítasunnu
17. júní
Frídagur verslunarmanna
Aðfangadagur eftir kl. 12.00
Jóladagur
Annar í jólum
Gamlársdagur eftir kl. 12.00Stórhátíðardagar
Nýársdagur
Föstudagurinn langi
Páskadagur
Hvítasunnudagur
17. júní
Aðfangadagur eftir kl. 12.00
Jóladagur
Gamlársdagur eftir kl. 12.00
Sérstakir frídagar greiðast á 55% álagi frá kl. 08-24 og á 75% álagi frá kl. 00-08 en stórhátíðardagar greiðast á 90% álagi að undanskildum aðfangadegi frá kl. 16-00, jólanótt frá kl. 00-08, gamlárskvöldi frá kl. 16-00 og nýársnótt frá kl. 00-08 sem greiðast á 120% álagi.
Sjá nánar á betrivinnutimi.isStarfsmanni er heimilt, með samkomulagi við vinnuveitanda, að safna frídögum vegna yfirvinnu, á þann hátt að yfirvinnutímar komi til uppsöfnunar og frítöku, tími á móti tíma á dagvinnulaunum, en yfirvinnuálagið er greitt við næstu reglulegu útborgun.
Samkomulag skal vera um töku frísins og það skipulagt þannig að sem minnst röskun verði á starfsemi stofnunar. Frí samkvæmt framansögðu, vegna undanfarandi almanaksárs, sem ekki hefur verið nýtt fyrir 15. apríl ár hvert, eða við starfslok, skal greitt út á dagvinnutaxta viðkomandi starfsmanns við næstu reglulegu útborgun.Ef hvorki er er greitt yfirvinnuálag né yfirvinna er þumalputtareglan um söfnun frídaga sú að hver unnin yfirvinnutími er reiknaður sem 1,8 klst. í frítöku.
Almennt er ekki skylt að verða við ósk starfsmanns um launalaust leyfi frá störfum í þjónustu ríkisins.
Í grein 10.2.1 í kjarasamning segir að: Starfsmaður skal eiga rétt á launalausu leyfi í hæfilegan tíma ef honum býðst tækifæri og/eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni tengdu starfi hans. Slíkt leyfi skal tekið í samráði við yfirmann stofnunar.
Í verklagsreglum stofnana má oft finna samantekt eins og þessa:
Einungis er veitt launalaust leyfi, þegar til þess liggja ríkar ástæður sem starfsmanni ber að tilgreina. Þær ástæður, sem helst koma til álita, eru framlenging á fæðingarorlofi, leyfi til náms sem nýtist í starfi, sérstakar fjölskylduástæður og aðrar ástæður sem til þessara má jafna. Ef starfsmaður hyggst ráða sig í aðra vinnu til lengri tíma en þriggja mánaða skal að jafnaði ekki veita launalaust leyfi. Einnig er heimilt að gera kröfu um að áður er að launalaust leyfi er veitt sé búið að nýta önnur áunnin frí.
Starfsmaður ávinnur sér ekki réttindi á meðan hann er í launalausu leyfi.
Fæðingar- og foreldraorlof
Þunguð kona getur átt rétt á allt að tveggja mánaða lengingu á fæðingarorlofi. Þessi lenging getur komið til þegar móðir er veik á meðgöngu, hefur fullnýtt veikindarétt sinn hjá vinnuveitanda og meira en mánuður er í áætlaðan fæðingardag.
Með umsókn um lengingu fæðingarorlofs þarf að fylgja:- læknisvottorð sérfræðilæknis sem rökstyðja skal þörf fyrir framlengingu
- staðfesting vinnuveitanda og/eða Vinnumálastofnunar, eftir því sem við á, þar sem fram kemur hvenær umsækjandi hætti störfum, hvenær launagreiðslur féllu niður og hvenær veikindaréttur var fullnýttur.
Mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði eru 80% af meðaltali heildarlauna yfir tólf mánaða tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns. Í reglum Fæðingarorlofssjóðs eru bæði lágmarks- og hámarks greiðslur og hægt er að nálgast upplýsingar á vef Fæðingarorlofssjóðs.
Á umsóknareyðublaði um fæðingarorlofsgreiðslur er hægt að óska eftir því að greitt sé til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og þar með tryggt að áunnin réttindi viðkomandi hjá stéttarfélagi haldist óbreytt meðan á fæðingarorlofi standi, s.s. réttur til úthlutunar úr styrktarsjóði, orlofssjóði, starfsmenntunarsjóði og vísindasjóði ef við á. Þá á viðkomandi áfram rétt á annarri þjónustu.
Hjúkrunarfræðingar geta sótt um fæðingarstyrk inni á Mínum síðum.
Foreldrar sem eru starfandi á íslenskum vinnumarkaði eiga rétt á fjögurra mánaða launalausu foreldraorlofi.
Rétturinn fellur niður við 8 ára aldur barns. Hvort foreldri um sig á sjálfstæðan rétt til foreldraorlofs sem er ekki framseljanlegur.
Foreldraorlofsrétturinn skiptist þannig að hvort foreldri um sig á sjálfstæðan og óframseljanlegan rétt til fjögurra mánaða orlofs til að annast barn sitt (2 x fjóra mánuði fyrir hvert barn).
Þau réttindi sem starfsmaður hefur þegar áunnið sér eða er að ávinna sér á upphafsdegi foreldraorlofs haldast óbreytt til loka orlofsins ásamt þeim breytingum sem kunna að hafa orðið á áunnum réttindum á grundvelli laga eða kjarasamninga.Óheimilt er að segja starfsmanni upp störfum sem tilkynnt hefur um fæðingarorlof eða er í slíku orlofi nema til þess liggi skriflegar rökstuddar ástæður sem mega með engum hætti tengjast töku fæðingarorlofs eða fyrirhuguðu fæðingarorlofi.
Dæmi um slíka ástæðu getur meðal annars verið ef starf viðkomandi er lagt niður meðan á fæðingarorlofi stendur.Fæðingarorlof reiknast til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, s.s. orlofstöku og lengingar á orlofi samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar og uppsagnarfrests. Opinberir starfsmenn ávinna sér bæði orlofsrétt og rétt til orlofslauna í fæðingarorlofi.
Starfsmaður í fæðingarorlofi á rétt til greiðslu orlofs- og desemberuppbótar.Á vefsvæði Fæðingarorlofssjóðs er að finna frávik sem geta komið upp á meðgöngu eða fæðingu og kalla á breytingar á töku fæðingarorlofs: http://www.faedingarorlof.is/rettindi-foreldra-a-innlendum-vinnumarkadi/
Hvíldartími
- 11 klukkustunda samfelld lágmarkshvíld á hverju 24 klukkustunda tímabili
- Einn hvíldardagur á viku í beinu framhaldi af daglegri lágmarkshvíld, þ.e.a.s. 35 klst. samfelld hvíld
- Hámarksvinnutími á viku skal ekki vera meira 48 virkar vinnustundir að yfirvinnu meðtalinni
Vinnutíma skal haga þannig að á 24 klst. tímabili skal starfsmaður fá að minnsta kosti 11 klst. samfellda hvíld.
Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími á 24 klst. tímabili fari fram yfir 13 klst.
Starfsmaður á rétt á að minnsta kosti 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en 6 klst.Á hverju 7 daga tímabili skal starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan hvíldardag sem tengist beint daglegum hvíldartíma og skal við það miðað að vikan hefjist á mánudegi. Starfsmaður á þannig að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku.
Að svo miklu leyti sem því verður við komið, skal vikulegur hvíldardagur vera á sunnudegi og starfsmaður fá frí á þeim degi. Þó má stofnun með samkomulagi við starfsmenn sína fresta vikulegum hvíldardegi þar sem sérstakar ástæður gera slík frávik nauðsynleg, þannig að í stað vikulegs hvíldardags komi tveir samfelldir hvíldardagar á hverjum tveimur vikum. Þetta ákvæði á við um vaktavinnumenn sem vinna helgarvaktir.
Sé sérstök þörf á að skipuleggja vinnu þannig að vikulegum hvíldardegi sé frestað, skal haga töku hvíldardaga þannig að teknir séu tveir hvíldardagar saman (11+24+24 tímar).
Vaktaskipti. Heimilt er að víkja frá reglunni um 11 klukkustunda hvíld og stytta hvíldartíma niður í allt að 8 klst. á skipulegum vaktaskiptum. Þetta á t.d. við þegar starfsmaður skiptir af morgunvakt yfir á næturvakt samkvæmt skipulagi vaktskrár. Ekki á að nýta þetta úrræði nema í undantekningartilvikum og mikilvægt er að haga skipulagi vaktakerfis þannig að skipti milli mismunandi tegunda vakta séu sem sjaldnast á vaktahring.
Sérstakar aðstæður. Heimilt er að stytta samfellda lágmarkshvíld í allt að 8 klst. þegar upp koma ófyrirséð atvik, bjarga þarf verðmætum eða almannaheill krefst þess að haldið verði uppi nauðsynlegri heilbrigðis- eða öryggisþjónustu. Ef þessu fráviki er beitt skal starfsmaður fá samsvarandi hvíld í staðinn og í beinu framhaldi af slíkri vinnulotu skal starfsmaður fá 11 klst. hvíld á óskertum launum.
Truflun á starfsemi vegna ytri aðstæðna. Víkja má frá hvíldartímaákvæðum ef ytri aðstæður, svo sem veður eða önnur náttúruöfl, slys, orkuskortur eða bilanir í vélum, krefjast þess. Það gildir eingöngu ef koma þarf í veg fyrir verulegt tjón þar til regluleg starfsemi hefur komist á að nýju. Þetta er undantekning og rétt er að kalla annan starfsmann til vinnu til að leysa af starfsmann sem hefur ekki náð tilskilinni hvíld ef þess er nokkur kostur.
Hafi stjórnandi metið það svo að brýn nauðsyn sé til að starfsmaður mæti til vinnu áður en 11 klst. lágmarkshvíld er náð, skapast frítökuréttur, 1,5 klst. (í dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem hvíldin skerðist.
Ávinnsla frítökuréttar einskorðast ekki við heilar stundir.Starfsmaður á ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en að aflokinni 11 klst. hvíld nema hann hafi sérstaklega verið beðinn um það. Mæti starfsmaður eigi að síður áður en hann hefur náð hvíldinni, ávinnur hann sér ekki frítökurétt.
Samfelld hvíld rofin með útkalli – frítökuréttur miðað við lengsta hlé. Ef hvíld er rofin einu sinni eða oftar innan 24 stunda tímabils miðað við skipulagt/venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, skal bæta það sem vantar upp á að 11 klst. hvíld náist, miðað við lengsta hlé innan vinnulotu, með frítökurétti, 1,5 klst. (dagvinnu) fyrir hverja klukkustund sem vantar upp á 11 klst. hvíld.Vinna umfram 16 klst. Hafi starfsmaður unnið samtals meira en 16 klst. á einum sólarhring, þ.e. hverjum 24 klst., miðað við skipulagt venjubundið upphaf vinnudags starfsmanns, án þess að ná 8 klst. samfelldri hvíld, skal starfsmaður undantekningarlaust fá 11 klst. samfellda hvíld að lokinni vinnu, án frádráttar á þeim launum sem hann annars hefði fengið. Frítökuréttur, 1,5 klst. (dagvinna), safnast upp fyrir hverja klst. sem unnin var umfram 16 klst.
Aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnu umfram 24 klst. Í þeim sérstöku undantekningartilvikum að starfsmaður vinni samfellt fullar 24 stundir, skal frítökuréttur aukast þannig að hver heil stund umfram 24 veitir frítökurétt sem er 1,8% lengri en sá frítökuréttur sem næsta stund á undan gaf.
Regla þessi er sjálfstæð í þeim skilningi að hún tengist ekki meginreglunni um daglegan hvíldartíma heldur er henni ætlað að sporna gegn óhóflegu vinnuálagi.
Frítaka skal veitt í samráði við starfsmann enda sé uppsafnaður frítökuréttur að minnsta kosti fjórar stundir og skal frítaka ekki veitt í styttri lotum en það. Leitast skal við að veita frí svo fljótt sem auðið er eða með reglubundnum hætti til að koma í veg fyrir að frí safnist upp.
Heimilt er að greiða 1/3 hluta frítökuréttar í dagvinnu, óski starfsmaðurinn þess.
Við starfslok er áunninn frítökuréttur greiddur í dagvinnu að fullu.
Uppsafnaður frítökuréttur skal koma fram á launaseðli og hann skal veittur í hálfum eða heilum dögum.
Laun
Launaröðun ræðst af nokkrum þáttum eins og til dæmis starfsheiti, starfsaldri, menntun og vinnufyrirkomulagi. Launaröðun er ákveðin í stofnanasamningi.
Kjarasamningar eru tvenns konar, annars vegar miðlægirkjarasamningar og stofnanasamningar sem eru hluti af miðlægum kjarasamningum.
Í miðlægum kjarasamningum er samið um launahækkanir, launatöflur, algilda kafla eins og um vinnutíma, orlof, veikindi og réttindamál. Hjúkrunarfræðingar geta kosið um miðlæga kjarasamninga.
Stofnanasamningar eru hluti af miðlægum kjarasamningum og er sérstakur samningur milli stofnunar og viðkomandi stéttarfélags um aðlögun tiltekinna þátta hins miðlæga kjarasamnings að þörfum stofnunar með hliðsjón af sérstöðu starfa og verkefna hverrar stofnunar. Í þeim samningum eru ákvæði um launaröðun, starfsheiti og persónubundna þætti. Um þá gildir friðarskylda og er ekki kosið um þá. Slíkir samningar eru gerðir í kjölfar miðlægra samninga, þegar forsendur samningsins breytast eða að jafnaði á tveggja ára fresti.
Nánari upplýsingar um stofnanasamninga er að finna á vef fjármálaráðuneytisins og síðunni stofnanasamningar.is
Heilbrigðisstofnanir hjá ríkinu með stofnanasamninga
Landspítali
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
Heilbrigðisstofnun Austurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Sjúkrahúsið á Akureyri
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands
Stofnanasamningar eru hjá heilbrigðisstofnunum hjá ríkinu og SFV en ekki hjá Reykjavíkurborg eða SNS.Vaktaálag reiknast af dagvinnukaupi, sbr. gr. 1.4.1. og skal vera með eftirfarandi hætti:
33,33%
kl. 17:00-24:00 mánudaga til fimmtudaga
55%
kl. 17:00-24:00 föstudaga
65%
kl. 00:00-08:00 þriðjudagdaga til föstudaga
75%
kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
90%
kl. 00:00-24:00 stórhátíðardaga, sbr. gr. 2.1.4.3
120%
kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
kl. 00:00 - 08:00 á jóladag og nýársdagBrot úr klst. greiðist hlutfallslega.
Greiðsla fyrir bakvaktir skal reiknast af dagvinnukaupi, sbr. gr. 1.4.1. og skal vera með eftirfarandi hætti:
33,33%
kl. 17:00-24:00 mánudaga til fimmtudaga
45%
kl. 17:00-24:00 föstudaga
45%
kl. 00:00-08:00 mánudaga33,33%
kl. 00:00-08:00 þriðjudagdaga til föstudaga
45%
kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga
90%
kl. 00:00-24:00 stórhátíðardaga, sbr. gr. 2.1.4.3
120%
kl. 16:00 - 24:00 á aðfangadag og gamlársdag
kl. 00:00 – 08:00 á jóladag og nýársdagBrot úr klst. greiðist hlutfallslega.
Tímakaup í dagvinnu er 0,632% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi.
Yfirvinna er greidd með tímakaupi, sem skiptist í yfirvinnu 1 og yfirvinnu 2. Yfirvinna 2 er greidd fyrir vinnu utan dagvinnumarka sem og á dagvinnutíma fyrir vinnu umfram 40 klst í dagvinnu og 38,92 klst í vaktavinnu.
- Tímakaup yfirvinnu 1 er 0,9385% af mánaðarlaunum
- Tímakaup yfirvinnu 2 er 1,0385% af mánaðarlaunum
- Útköll á bakvöktum eru greidd með yfirvinnu 2
- Föst yfirvinna er greidd með yfirvinnu 2
- Yfirvinna sem unnin er á stórhátíðum er greidd með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum
Hvenær sólarhrings Yfirvinna 1 eða 2
Mánud. - föstud. kl. 08.00 - 17.00 -Yfirvinna 1 (0,9385% af mánaðarlaunum)
Mánud. - föstud. kl. 17:00 - 18:00 - Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)
Laugard/sunnud./sérstakir frídagar - Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)
Tímakaup yfirvinnu umfram 40 stundir á viku - Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)
Föst yfirvinna (merkt slík í launakerfi) - Yfirvinna 2 (1,0385% af mánaðarlaunum)Útkall á virkum dögum á tímabilinu kl. 08:00-24:00
Þegar starfsmaður er kallaður til vinnu sem ekki er í beinu framhaldi af daglegri vinnu hans, skal greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 3 klst., nema reglulegur vinnutími hans hefjist innan þriggja klst. frá því hann fór til vinnu en þá greiðist yfirvinna frá upphafi útkalls fram til þess að reglulegur vinnutími hefst. Ljúki útkalli áður en 3 klst. eru liðnar frá lokum hinnar daglegu vinnu, skal greiða yfirvinnu fyrir tímann frá lokum hinnar daglegu vinnu til loka útkalls.Útkall milli kl. 00:00 og 08:00 og á almennum og sérstökum frídögum
Ef útkall hefst á tímabilinu kl. 00:00-08:00 frá mánudegi til föstudags, kl. 17:00-24:00 á föstudegi eða á almennum eða sérstökum frídögum skv. gr. 2.1.4.1 og 2.1.4.2, skal greitt yfirvinnukaup fyrir að minnsta kosti 4 klst. nema reglulegur vinnutími hefjist innan 3 ½ klst. frá því að útkall hófst en í þeim tilvikum skal greiða ½ klst. til viðbótar við unninn tíma.Aukavakt um nótt/helgi
Taki starfsmaður vakt umfram vinnuskyldu, með minna en 24. klst. fyrirvara á tímabilinu kl. 17:00-24:00 á föstudögum, kl. 24:00-08:00 mánudaga til föstudaga, kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga, sbr. gr. 2.1.4.2 miðað við 8 klst. vakt, skal greiða breytingargjald sem nemur 1,3% af mánaðarlaunum í hverjum launaflokki og þrepi og hlutfallslega fyrir lengri eða styttri vaktir.Starfsmenn sem ekki hafa aðgang að matstofu en ættu að hafa það eða matstofa er lokuð skulu fá það bætt með fæðispeningum.
Skilyrði fyrir fæðispeningum:
- Vinnuskylda þarf að vera hálf staða á viku
- Starfsmaður hafi vinnuskyldu á föstum vinnustað frá kl. 11:00 - 14:00 að frádregnu matarhléi
- Matarhlé aðeins 30 mínútur
Ekki þarf að fela starfsmanni sérstaklega að gegna starfi yfirmanns nema að fjarvera yfirmannsins vari lengur en 5 daga samfellt.
Sé aðalstarf starfsmanns launað sem staðgengilsstarf bera starfsmanninum laun eftir flokki yfirmannsins gegni hann starfi hans:- Lengur en 4 vikur samfellt
- Hafi hann gegnt starfi yfirmanns lengur en 6 vikur af hverjum 12 mánuðum
- Starfsmanni sem ekki er í stöðu staðgengils en er falið að gegna störfum hans í forföllum skal taka laun skv. launaflokki hins forfallaða starfsmanns
Launatengd gjöld eru greiðslur sem vinnuveitandi greiðir ofan á laun starfsmanns:
- Orlofssjóður 0.25% af heildarlaunum
- Starfsmenntunarsjóður, 0.22% af heildarlaunum
- Vísindasjóður, 1.5% af grunnlaunum
- Styrktarsjóður. 0.75% af heildarlaunum
- Endurhæfingarsjóður 0,13% af heildarlaunum
- Mótframlag launagreiðanda í lífeyrissjóð 11,5%
- Viðbótarlífeyrissparnaður, 2% af heildarlaunum
- Tryggingargjald af heildarlaunum 6,1%
- Tryggingagjald af lífeyrissjóðsframlagi 6,1%
- Tryggingagjald af séreignarframlagi 6,1%
Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.
Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða (13 vikna) samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum.
Nánar um orlofsuppbótHjúkrunarfræðingar skulu fá greidda desemberuppbót 1. desember ár hvert miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Hafi hjúkrunarfræðingur gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfhlutfall á framangreindu tímabili, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár.
Hjúkrunarfræðingur sem látið hefur af starfi verður þó að hafa skilað minnst 3 mánaða (13 vikna) starfi til að fá greidda desemberuppbót.- Ferðakostnaður er greiddur samkvæmt reikningi
- Auknar álagsgreiðslur vegna brottfarar- og komutíma vegna ferða erlendis sem farnar eru að frumkvæði vinnuveitanda.
- Vinni starfsmaður fjarri leiðum almenningsvagna skal vinnuveitandi sjá honum fyrir ferðum til og frá vinnustað eða greiða honum ferðakostnað. Slíkar ferðir teljast til vinnutíma.
- Hefjist vinnutími starfsmanns, eða sé hann kallaður til vinnu á þeim tíma sem almenningsvagnar ganga ekki skal honum séð fyrir ferð eða greiddur ferðakostnaður, sama gildir um lok vinnutíma.
Starfsmenn eru ekki skyldugir til að leggja til áhöld nema að sérstaklega sé um það samið.
- Einkennis- og hlífðarföt, starfsmönnum skal séð fyrir slíku sér að kostnaðarlausu
- Þar sem þess er krafist, vegna sérstakra meðferðarúrræða, að starfsmaður noti eigin fatnað í stað vinnuslopps eða álíka hlífðarfatnaðar frá vinnuveitanda skal starfsmaður fá greidda sérstaka fatapeninga að upphæð 3.800 kr. á mánuði miðað við fullt starf í dagvinnu. Greiðsla þessi skal breytast á þriggja mánaða fresti í samræmi við breytingu fataliðar í vísitölu neysluverðs.
Auk mánaðarlauna er heimilt að greiða önnur laun er starfinu fylgja með mánaðarlegri greiðslu. Önnur laun geta verið vegna reglubundinnar yfirvinnu og starfstengds álags sem ekki verður mælt í tíma. Önnur laun geta m.a. komið í stað yfirvinnukaupsskv. gr. 1.5.
Lögfræðiaðstoð
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) veitir félagsmönnum lögfræðiaðstoð vegna mála tengdum kjarasamningsbrotum og réttindum í starfi.
Til að eiga rétt á lögfræðiaðstoð þarf viðkomandi að hafa verið félagsmaður með fulla aðild í að lágmarki þrjá mánuði. Undantekningar frá þessari reglu eru háðar endanlegu mati kjara- og réttindasviðs sem metur hvert einstaka tilfelli eftir eðli málsins og fordæmisgildi. Vafatilfelli eru metin sérstaklega.
Fíh veitir félagsmönnum aðstoð í málefnum sem við koma m.a. launum, starfsréttindum og kjarasamningum. Þessi málefni geta verið til dæmis vegna uppsagnar, ráðningarkjara, bóta, vinnuslysa, afturköllun á hjúkrunarleyfi og sakamál tengt starfi.
Starfsmenn Fíh reyna eftir fremsta megni að leysa réttindamál félagsmanna gagnvart vinnuveitanda/deiluaðila án aðkomu lögmanns. Ef ekki næst samkomulag eða ásættanleg lausn á málinu á þeim vettvangi fer sviðstjóri kjara -og réttindasviðs með málið til lögfræðings Fíh. Sviðstjóri kjara- og réttindasviðs metur, ásamt lögfræðingi Fíh og stjórn Fíh, hvort höfðað verði mál fyrir dómstólum.
Fíh greiðir kostnað vegna málaferla tengdum kjara- og réttindamálum sem er stofnað til fyrir félagsmenn. Ef höfða þarf mál fyrir dómstólum er málskostnaður greiddur af Fíh og er málshöfðunin leidd af lögmanni sem starfar fyrir Fíh.
Fíh greiðir ekki kostnað félagsmanna ef viðkomandi hefur hafnað lögfræðiaðstoð frá Fíh eða ákveðið að velja sér annan lögfræðing.
Ef ákveðið hefur verið að höfða mál fyrir hönd félagsmanns fyrir dómstólum skrifar viðkomandi undir samkomulag um rekstur dómsmáls í þágu félagsmanns og greiðslufyrirkomulag vegna málskostnaðar í því sambandi.
Ráðningarsamningur
Vinnuveitanda er ekki heimilt að þrýsta á starfsmann að skrifa undir breytingar á ráðningarsamningi.
Gott er að fá að taka gögnin með sér og ráðfæra sig við einhverja aðra sem þekkingu hafa á málinu.
Kjara- og réttindasvið Fíh veitir hjúkrunarfræðingum ráðleggingar og aðstoð.Bundið er í lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur opinberra starfamanna (42. gr.) að gera skuli skriflegan ráðningarsamning á milli vinnuveitanda og starfsmanns við ráðningu í starf.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á ráðningarsamningi:- Nafn, heimilisfang og kennitala stofnunar
- Nafn, heimilisfang og kennitala starfsmanns
- Vinnustaður
- Starfsheiti, stutt útlistun á umfangi og ábyrgðarsviði
- Launakjör – nauðsynlegt að vísa í kjarasamning svo að laun taki samningsbundnum hækkunum (á við um einkamarkað)
- Forsendur launaröðunar, vísa í ákvæði stofnanasamnings
- Vinnutími (dagvinna, vaktavinna, fastar næturvaktir, bakvaktir)
- Starfshlutfall
- Ráðning, þ.e. tímabundin eða ótímabundin
- Upphaf ráðningar og starfslok ef ráðning er tímabundin
- Gagnkvæmur uppsagnarfrestur
- Lífeyrissjóður og viðbótarlífeyrissparnaður
- Stéttarfélag
Ef um ráðningu á einkamarkað er að ræða er gott nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram:
- Hvaða kjarasamningi taka launin mið af
- Orlofsréttur – hægt er að vísa í kjarasamning (þ.e. tekur laun skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við...)
- Réttur til launa í veikindum – hægt er að vísa í kjarasamning (réttur til launa í veikindum byggist á reglugerð nr.411/1989)
Starfsfólki er ráðlagt að skrifa ekki undir ráðningarsamning/breytingartilkynningu nema fyrir liggi undirskrift yfirmanns og handhafa ráðningarvalds.
Ef vinnuveitandi gerir breytingar eftir að undirskrift starfsmanns liggur fyrir er erfitt að sanna hvernig samningur var fyrir breytingu.
Ef breyting er gerð skriflega þurfa báðir að kvitta fyrir breytingunni.
Veikindi og andlát
Starfstími Fjöldi daga
0 - 3 mánuðir 14 dagar
Næstu 3 mánuðir 35 dagarEftir 6 mánuði 19 dagar
Eftir 1 ár 133 dagar
Eftir 7 ár 175 dagar
Við framantalinn rétt bætist auk þess réttur til mánaðarlauna í 13 vikur eða 91 dagur ef óvinnufærni stafar af vinnuslysi eða atvinnusjúkdómi.
Eftir 12 ár í starfi eru það 273 dagar og eftir 18 ár í starfi 360 dagar.
Réttur eftirlaunaþega í tímavinnu er einn mánuður einu sinni á ári.
Ávinnsla nær yfir vinnu hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum sem reknar eru fyrir almannaféLaunagreiðslur í veikindum:
Laun skv. vinnuskýrslu fyrstu viku en eftir það meðaltal álags og yfirvinnu.
Ef um er að ræða veikindi eftir slys í vinnu eða slys á leið til vinnu, eru laun óbreytt frá upphafi veikinda.Veikindi vegna barna (yngri en 13 ára):
Hámark 12 dagar (96 klst.)
Sami réttur á við um börn undir 16 ára aldri þegar upp koma alvarleg tilvik sem leiða til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag.Starfsmaður á ekki kjarasamningsbundinn rétt til launa í forföllum frá vinnu vegna veikinda maka eða annarra nákominna.
Réttur vegna þessa er ekki kjarasamningsbundinn hjá ríki, Reykjavíkurborg eða SFV. Hins vegar hafa margar stofnanir sett sér verklagsreglur vegna þessa.
Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um að starfsmaður eigi, ef nauðsyn krefur, rétt á allt að hálfs mánaðar fríi á mánaðarlaunum við andlát nákomins ættingja/aðstandanda.
Föst laun starfsmanns skulu greidd næstu 3 mánuði eftir andlátsmánuð. Hafi starfsmaður ekki tæmt rétt sinn til launa í veikindum er andlátsmánuður einnig greiddur.
Beri andlát að vegna vinnuslyss þarf að huga að ákvæðum kjarasamninga um dánarslysabætur.
Vinnutími
Dagvinna skal unnin á tímabilinu kl. 08:00-17:00 frá mánudegi til föstudags. Þar er vinnutímaskipulagi háttað á þrjá vegu:
Dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutímaStarfsmenn semja um að vinna ákveðinn fjölda stunda á tímabili, t.d. viku. Þannig getur starfsmaður fleytt vinnustundum á milli daga.
Dagvinnumenn með fastan vinnutímaStarfsmenn vinna ákveðinn fjölda stunda hvern dag og hafa ekki sveigju í vinnuskilum eins og dagvinnumenn með sveigjanlegan vinnutíma. Starfsmenn þurfa að byrja og enda vinnu sína á fyrir fram ákeðnum tíma.
Dagvinnumenn með breytilegan vinnutíma Starfsmenn eru með fastan vinnutíma, með möguleika á vinnu utan dagvinnumarka upp að vissu marki og fá þá greitt vaktaálag.
Fullt starf í dagvinnu eru 40 stundir á viku þ.e.a.s. 173 stundir á mánuði.
Matartími er 30 mín á tímabilinu 11.30-13.30, ekki hluti vinnutíma.
Kaffitímar eru tveir, 15 mín/ 20 mín og teljast til vinnutíma.
Heimilt er að stytta vinnuvikuna um allt að 4 klukkustundir á viku eða úr 40 í 36 virkar stundir.
Við hámarks styttingu (4 stundir) verður grein 1.3 um matar- og kaffitíma á dagvinnutímabili óvirk. Við lágmarks styttingu (13 mínútur á dag eða 65 mínútur á viku) haldast matar- og kaffitímar óbreyttir samkvæmt kjarasamningi.
Nánar um styttingu vinnuviku í dagvinnuVaktavinnumenn vinna tví- og þrískiptar vaktir og fá greitt vaktaálag samkvæmt kjarasamningi. Vaktavinnufólk á ekki rétt á matar- og kaffitímum.
Fullt starf í vaktavinnu er 156 stundir á mánuði þ.e.a.s. 36 stundir á viku.
Vorið 2021 styttist vinnuvika vaktavinnufólks og launamyndun þeirra tekur mið af fleiri þáttum en áður. Vinnuvikan styttist að lágmarki úr 40 í 36 virkar vinnustundir. Viðbótarstytting í allt að 32 virkar vinnustundir er möguleg og grundvallast á mismunandi vægi vinnustunda. Í nýju launamyndunarkerfi fjölgar vaktaálagsflokkum og greiddur er sérstakur vaktahvati sem tekur mið af fjölbreytileika og fjölda vakta.
Með betri vinnutíma vaktavinnumanna er þeim gefið færi á að vinna hærra starfshlutfall en áður.Að jafnaði skulu vaktir vera á bilinu 4-10 klst. Heimilt er, sbr. gr. 2.1.2, að semja um aðra tímalengd vakta.
Vaktskrá er sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns skal lögð fram mánuði áður en fyrsta vakt samkvæmt skránni hefst nema samkomulag sé um skemmri frest.
Ef vaktskrá er breytt með skemmri fyrirvara en 24 klst., skal viðkomandi starfsmanni greitt aukalega 2% breytingargjald. Sé fyrirvarinn 24-168 klst. (ein vika) skal greiða 1,3% breytingargjald. Hér er eingöngu átt við breytingu á skipulagðri vakt en ekki aukavakt.
Aukavakt með minna en 24. klst. fyrirvara á tímabilinu kl. 17:00-24:00 á föstudögum, kl. 24:00-08:00 mánudaga til föstudaga, kl. 00:00-24:00 laugardaga, sunnudaga og sérstaka frídaga, sbr. gr. 2.1.4.2 miðað við 8 klst. vakt, skal greiða 2% breytingargjald og hlutfallslega fyrir lengri eða styttri vaktir.
Orlofssjóður
Já, einhver orlofshúsnæði leyfa gæludýr, til dæmia á Lokastíg. Orlofshúsnæði sem leyfa gæludýr eru sérstaklega merkt áorlofsvef.
Orlofssjóði er stýrt með punktakerfi. Hver sjóðfélagi ávinnur sér 1 punkt fyrir hvern unninn mánuð. Uppfærsla á orlofspunktum fer fram í lok febrúar ár hvert skv. skilagreinum frá vinnuveitanda fyrir árið á undan. Hafi skilagreinar ekki borist frá vinnuveitendum fyrir undangengið ár verða þeir punktar ekki uppfærðir fyrr en í febrúar ári síðar.
Punktastöðu sjóðsfélaga má alltaf finna við innskráningu áorlofsvef. Með því að smella á nafn sjóðsfélaga eftir innskráningu kemur fram fellival, og þar á meðal punktastaða sjóðsfélaga.
Hámarkspunktanotkun er 40 punktar á hverju almanaksári.
Já svo lengi sem þú átt punkta og hefur lífeyrisaðild. Lífeyrisaðild öðlast þeir félagsmenn sem hafa hafið töku lífeyris, eru hættir störfum og greiða ekki félagsgjald. Lífeyrisaðild er félaganum að kostnaðarlausu.
Til að afpanta orlofshús skal hafa samband við skrifstofu Fíh, með því að senda póst á netfangið hjukrun@hjukrun.is eða hringja í síma 540 6400. Ekki er hægt að afpanta orlofshús þegar skrifstofa er lokuð.
Sé afpantað með viku fyrirvara eða meira fæst 80% leigufjárhæðar endurgreidd. Endurgreiðslan lækkar síðan um 10% hvern dag og fellur niður þegar aðeins tveir dagar eru fram að leigutíma. Orlofspunktar skerðast ekki við afbókun.
Já, einhver orlofshúsnæði hafa hjólastólaaðgengi, m.a. Lokastígur 3 og Húsafell. Orlofshúsnæði með hjólastólaaðgengi eru sérstaklega merkt á orlofsvef.
Forgangsopnun fyrir sumarið er mismunandi ár frá ári, þó aldrei síðar en 1. apríl ár hvert. Tilkynning um opnun er birt á vef Fíh og á orlofsvef þegar dagsetningar liggja fyrir.
Sjúkradagpeningar
Sjóðsfélagi getur sótt um sjúkradagpeninga þegar hann hefur fullnýtt rétt til launa í veikindum eða er ekki lengur í ráðningarsambandi. Sjóðsfélagi fær þá vottorð frá vinnuveitanda þess efnis að hann hafi fullnýtt rétt sinn til launa í veikindum og frá hvaða degi hann fellur af launaskrá eða hvaða dagur er síðasti dagur á launum.
Þú færð upplýsingar um áunninn rétt til launa í veikindum hjá launagreiðanda/vinnuveitanda s.s. í tímaskráningakerfi vinnuveitanda. Einnig getur kjara- og réttindasvið Fíh aðstoðað þig ef eitthvað er óljóst varðandi rétt til launa í veikindum. Hægt er að bóka ráðgjöf vegna veikindaréttar á kjarasvid@hjukrun.is
Já, það er hugsanlegt. Ávinnsluréttur til launa í veikindum á opinberum vinnumarkaði (ríki, borg og sveitarfélögum) safnast upp miðað við heildar starfsaldur. Það getur því vel verið að sjóðsfélagi eigi áunninn rétt til launa í veikindum annars staðar en hjá núverandi vinnuveitanda.
Sjóðsfélagi þarf sjálfur að hafa samband við fyrri launagreiðendur til að kanna hvort viðkomandi eigi þar áunninn rétt í launuðum veikindum sem honum ber að nýta sér áður en hann hefur töku sjúkradagpeninga frá Styrktarsjóði Fíh.Þetta á við hvort sem er hjá ríki, Reykjavíkurborg,sveitarfélagi eða fyrirtækjum innan samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).Viðkomandi fær upplýsingar um þjónustualdur sinn þaðan sem hann er að finna og skilar starfsvottorði um starfstíma hjá fyrrum vinnuveitendum til núverandi vinnuveitanda.
Allar umsóknir vegna sjúkradagpeninga, sem innihalda öll tilskilin gögn, eru lagðar fyrir fund stjórnar Styrktarsjóðs Fíh . Stjórnin kemur saman einu sinni í mánuði.
Að jafnaði er greitt út 24.-26. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir.
Nei. Ekki þarf að leggja inn nýja umsókn í hverjum mánuði. Þegar umsókn hefur verið samþykkt á fundi stjórnar þá telst hún sem „virk“ umsókn.
Ef læknisvottorð er einungis gefið út í mánuð í senn þá þarf að skila inn uppfærðu læknisvottorði hvern mánuð.
Sjóðsfélagar geta verið á sjúkradagpeningum samhliða skertu starfshlutfalli vegna veikinda. Sjúkradagpeningar eru þá reiknaðir út frá þeirri vinnufærni sem um er getið í sjúkradagpeningavottorði viðkomandi sjóðsfélaga.
Bótatímabil lengist ekki þó svo að sjóðsfélagi fái til dæmis einungis 30% sjúkradagpeninga.
Sækja skal um sjúkradagpeninga á skrifstofu Fíh að Engjateig 9, 105 Reykjavík.
Eftirtöldum gögnum þarf að skila inn með umsókn:
- Umsóknareyðublað (útfyllt og undirritað)
- Launaseðill
- Vottorð vinnuveitanda sem staðfestir að sjóðsfélagi sé búinn að fullnýta rétt sinn til launa í veikindum hjá vinnuveitanda (og áunnum rétti til launa í veikindum ef við á). Þar þurfa m.a. að koma fram upplýsingar frá hvaða degi réttur til launa í veikindum telst fullnýttur. Ef sjóðsfélagi er ekki lengur við störf á sínum vinnustað þá þarf hann að skila inn afriti af uppsagnarbréfi eða starfslokasamningi.
- Læknisvottorð
- Skattkort (valkvætt)
Já. Sjóðsfélaga er heimilt að nýta, eða nýta ekki, persónuafsláttinn sinn hjá Fíh meðan hann þiggur sjúkradagpeninga.
Sjóðsfélagi þarf ekki að skila inn skattkorti sínu til Fíh enda er meðhöndlun skattkorts/persónuafsláttar alfarið á rafrænu formi í dag. Sjóðsfélagi greinir frá því á umsóknareyðublaðinu hvernig hann/hún vill nýta persónuafsláttinn hjá Fíh og frá hvaða tímabili.
Sjóðsfélagi getur einnig nýtt sér skattkort maka sé þess óskað.
Dagpeningar greiðast í allt að fjóra mánuði enda séu launagreiðslur í veikinda- eða slysaforföllum hættar eða skertar.
Já.
Já. Sjóðsfélagi getur fengið greidda sjúkradagpeninga frá Fíh ef hann veikist á meðgöngu. Sjóðsfélagi þarf samt sem áður að sýna fram á að hafa fullnýtt rétt sinn til launa í veikindum frá vinnuveitanda (skilar inn vottorði þess efnis með rafrænni umsókn). Þá ber sjóðsfélaga einnig að kanna rétt sinn á framlengingu á fæðingarorlofi hjá Fæðingarorlofssjóði áður en sótt er um sjúkradagpeninga frá Fíh.
Orlofsgreiðslur, þ.m.t. vegna uppsagnar eða starfsloka, hafa ekki áhrif á greiðslur sjúkradagpeninga frá Fíh.
Það getur komið til þess að greiðslur frá lífeyrissjóði eða Tryggingastofnun leiði til skerðinga sjúkradagpeninga frá Fíh.
Nei það er ekki hægt. Sjóðsfélagi getur ekki þegið sjúkradagpeninga frá Fíh ásamt því að vera í launuðu sumarfríi.
Ef hins vegar er um að ræða orlofsuppgjör sem á sér stað á sama tíma og sjóðsfélagi er að þiggja sjúkradagpeninga þá kemur slíkt uppgjör ekki til skerðinga sjúkradagpeninga.
Bótatímabil er það tímabil sem veikindi standa yfir og sjóðsfélagi þiggur greiðslur sjúkradagpeninga frá Fíh.
Það telst til nýtingar sjúkradagpeningatímabils ef sjóðsfélagi er í eigin veikindum (þ.m.t. veikindi á meðgöngu og í fæðingarorlofi). Það telst einnig til nýtingar sjúkradagpeningatímabils ef sjóðsfélagi þiggur sjúkradagpeninga vegna veikinda barns, maka, annarra nákominna, andláts eða af öðrum ástæðum.
Réttur til greiðslu dagpeninga stofnast að nýju þegar greitt hefur verið vegna sjóðsfélaga í sex mánuði eftir að síðasta greiðslutímabili dagpeninga lauk. Hámarksfjöldi mánaða sem greiddir eru hverjum sjóðsfélaga eru tvö tímabil eða að hámarki 8 mánuðir á hverju tíu ára tímabili.
Já það er bundið í úthlutunarreglur Styrktarsjóðs Fíh að skila þarf inn læknisvottorði.
Það er ekki greitt í sjóði Fíh af sjúkradagpeningum. Sjóðsfélagi viðheldur þeim réttindum í sjóðum Fíh sem viðkomandi átti til staðar þegar greiðslur sjúkradagpeninga hefjast.
Það er ekki greitt til lífeyrissjóðs af sjúkradagpeningum.
Starfsmenntunarsjóður
Sækja þarf um styrki til sjóðsins á rafrænu formi á Mínum síðum.
Verkefnið þarf að jafnaði að varða fagsvið hjúkrunar sjóðsfélaga til að vera styrkhæft og auka almenna starfshæfni hans á sviði hjúkrunar, stjórnunar, samskiptatækni, sjálfstyrkingar og tungumála.
Greiddur er kostnaður við nám, námskeið, ráðstefnur og málþing auk faglegra kynnisferða á heilbrigðisstofnanir.
Nánari upplýsingar um styrkhæfni eru á vef Starfsmenntunarsjóðs.Nei, ekki er tekinn skattur af styrkjum.
Umsóknum þarf að skila fyrir fyrsta þess mánaðar sem úthlutað er, þ.e. fyrir 1. febrúar, 1. apríl, 1. júní, 1. ágúst, 1. október og 1. desember.
Til að hægt sé að afgreiða umsóknina og greiða út styrkinn þurfa eftirtalin gögn að berast með umsókn:
- staðfesting á greiðslu fyrir greiðslu náms/námskeiðs/ráðstefnu/kynnisferða
- sé um kynnisferð að ræða: dagskrá kynnisferðar
- staðfesting á greiðslu flugmiða
- staðfesting á greiðslu gistingar
- staðfesting á greiðslu eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn
Úthlutað er Í febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember.
Styrkir úr sjóðnum eru greiddir út á bilinu 13.-15. dags þess mánaðar sem úthlutað er eða næsta virka dag þar á eftir.Sjóðsfélagar njóta óskertra réttinda í fæðingarorlofi samkvæmt lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof ef greitt er stéttarfélagsgjald af greiðslum úr fæðingarorlofssjóði til Fíh.
Lífeyrisþegi heldur aðildarrétti í 12 mánuði frá því að viðkomandi hættir starfi.
Styrktarsjóður
Sækja þarf um styrki til sjóðsins á rafrænu formi á Mínum síðum.
Umsóknum vegna heilsustyrks ásamt viðeigandi gögnum skal skila inn í síðasta lagi 9. dag mánaðar fyrir næstu úthlutun.
Heilsustyrkir eru greiddir út annan hvern mánuð: febrúar, apríl, júní, ágúst, október og desember.
Sjúkradagpeningar, fæðingarstyrkur og útfararstyrkir eru greiddir út mánaðarlega.
Að jafnaði er greitt út 24.-26. dag mánaðar eða næsta virka dag á eftir.Styrkur til heilsueflingar s.s. líkamsrækt, sund, golf, skíðakort, sálfræðiþjónusta, heilsunudd eða kírópraktor er ekki skattskyldur.
Styrkir vegna m.a. tannlæknakostnaðar, krabbameinsskoðunar eða gleraugnakaupa eru skattskyldir styrkir.
Sjóðsfélagar sem fara í fæðingarorlof og velja að greiða stéttarfélagsgjald af fæðingarorlofsgreiðslum meðan á því stendur halda fullum réttindum.
Sjóðsfélagar halda réttindum í 12 mánuði eftir að þeir láta af störfum og fara á lífeyri. Dagpeningar eru þó ekki greiddir lengur en í þrjá mánuði.