Fara á efnissvæði

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og stjórnenda stofnanna annars vegar og milli félagsmanns og kjara- og réttindasviðs félagsins hins vegar. Trúnaðarmaður miðlar upplýsingum um kjara- og réttindamál til félagsfólks á hverri starfseiningu og stendur vörð um réttindi og skyldur. Í samræmi við hlutverk trúnaðarmanna stendur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga reglulega fyrir fræðslunámskeiðum fyrir trúnaðarmenn til að styrkja þá í starfi og efla tengsl.

Næstu trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeið eru haldin tvisvar á ári þar sem farið er yfir stöðu kjaramála og/eða annarra mála er varða hjúkrunarfræðinga. Námskeiðin eru auglýst á vef félagsins og einnig eru sendar tilkynningar um námskeið beint til trúnaðarmanna. Fræðsluefni frá trúnaðarmannnámskeiðum verða birt á Mínum síðum félagsins.

Ferðakostnaður trúnaðarmanna af landsbyggðinni er greiddur samkvæmt verklagsreglum félagsins.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur mikla áherslu á að trúnaðarmenn leiti til félagsins með erindi og ágreiningsefni sem upp koma á vinnustað svo hægt sé að aðstoða við lausn þeirra.

Tilkynningar um trúnaðarmenn