Hjukrun.is-print-version

Fagdeild um upplýsingatækni og heilbrigðismiðlun í hjúkrun

Upplýsingatækni í hjúkrun fléttar þekkingu í hjúkrunarfræði saman við upplýsinga- og samskiptatækni, sem nýta má til að stuðla að heilbrigði landsmanna. Það endurspeglast m.a. í rafrænni sjúkraskrá sem gegnir lykilhlutverki í daglegu starfi hjúkrunarfræðinga. Sjúkraskráin er grunnur að greiningu og meðferð sjúklinga og samskiptum innan og milli eininga heilbrigðiskerfisins og rafrænni heilbrigðisþjónustu (eHealth) sem byggir á notkun upplýsinga- og samskiptatækni til að mæta þörfum sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna og við stjórnun og stefnumótun innan heilbrigðiskerfisins. 

Fagdeildin telur að hjúkrunarfræðingar eigi að vera leiðandi í innleiðingu og þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu sem styður skilvirkni, gæði og öryggi með þarfir einstaklinga og friðhelgi einkalífs í fyrirrúmi.


Upplýsingatækni í hjúkrun samtvinnar upplýsingar og þekkingu í hjúkrunarfræði og upplýsinga- og samskiptatækni sem nýta má til að stuðla að heilbrigði landsmanna.

Nú á tímum er ekki unnt að reka heilbrigðisþjónustu án upplýsingatækni og hún gegnir og mun gegna mikilvægu hlutverki í náinni framtíð. Framtíðarsýn fagdeildarinnar er að hjúkrunarfræðingar séu leiðandi í þróun á upplýsinga- og samskiptatækni  innan  heilbrigðiskerfisins  og hagnýti hana við söfnun, skráningu, vistun, meðhöndlun og miðlun upplýsinga í hjúkrun  til að stuðla að heilbrigði landsmanna. Tvennt þarf umfram annað til að ná þessu: Rafræna heilbrigðisþjónustu (eHealth) og rafræna sjúkraskrá.

Rafræn heilbrigðisþjónusta

mun gegna þó nokkru hlutverki innan hjúkrunar á næstu árum. Í rafrænni heilbrigðisþjónustu er nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni beitt til að mæta þörfum sjúklinga, heilbrigðisstarfsmanna, við stjórnun og stefnumótun.  Hjúkrunarfræðingar þurfa að tileinka sér þekkingu og aðferðir sem nota má við þróun og notkun rafrænnar heilbrigðisþjónustu. Þeir eiga að vera leiðandi í innleiðingu og þróun slíkrar þjónustu sem styður skilvirkni, gæði og öryggi með þarfir einstaklinga og friðhelgi einkalífs í fyrirrúmi. Rafræn heilbrigðisþjónusta getur stutt aðgengi einstaklinga að upplýsingum og þjónustu hvar og hvenær sem þörf er á og styrkt þannig einstaklinga til sjálfshjálpar og þátttöku í heilsueflingu og eigin meðferð. Hjúkrunarfræðingar eiga að leggja áherslu á rafræna heilbrigðisþjónustu með heilbrigðis- og velferðarsjónarmið að leiðarljósi. Í rafrænni heilbrigðisþjónustu felast aukin tækifæri til að  jafna þjónustu óháð persónulegri stöðu og þjóðfélagsaðstæðum, auka áherslu á sjálfshjálp og þátttöku sjúklinga í eigin heilsueflingu og meðferð. Einnig opnast nýir möguleikar í að efla  fjarþjónustu við sjúka, meðferð í heimahúsum, þjónustu við þá sem búa við langvinn veikindi, fötlun eða erfiðar aðstæður félagslega, auk þess sem unnt er að taka mið af fjölmenningu og ólíkum gildum einstaklinga. Miklar líkur eru á að heilbrigðisþjónusta með hjálp upplýsingatækninnar færist að einhverju leyti inn á heimili fólks.

Rafræn sjúkraskrá

gegnir lykilhlutverki í daglegu starfi hjúkrunarfræðinga sem og flestra annarra heilbrigðisstarfsmanna. Sjúkraskráin, og upplýsingar í henni, er grunnur  að greiningu og meðferð skjólstæðinga og samskiptum innan og milli eininga heilbrigðiskerfisins og samfellu í hjúkrunarmeðferð og þjónustu við skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga. Eitt af markmiðum fagdeildarinnar er að hjúkrunarfræðingar skrái upplýsingar um skjólstæðinga sína, hjúkrunarvandamál þeirra, skipulag hjúkrunar og framkvæmd auk árangurs  og útkomu hjúkrunarmeðferðar í rafræna sjúkraskrá. Fagdeildin vill beita sér fyrir ýmsum leiðum til að ná þessu markmiðum, s.s. að veita hjúkrunarfræðingum fræðslu til að öðlast þekkingu og færni til að skrá í rafræna sjúkraskrá með nákvæmum og ábyrgum hætti og beita sér fyrir umræðu um mikilvægi þess að  upplýsingar um hjúkrun sjúklinga séu áreiðanlegar, réttmætar og kóðaðar.

Félagið ásamt fagdeildinni þarf að beita sér fyrir því að samþætt, rafræn sjúkraskrá, sem uppfyllir kröfur heilbrigðisyfirvalda og alþjóðlega staðla sé til staðar, þar sem hjúkrun er veitt og að sjúkraskráin styðji við störf hjúkrunarfræðinga og starfsaðstæður til rafrænnar skráningar á klínískum vettvangi hjúkrunarfræðinga.Júlíana G. Þórðardóttir formaður
Ásthildur Guðjohnsen ritari
Þorgerður Ragnarsdóttir gjaldkeri
Margrét Thorlacíus varamaður

Nafn fagdeildar
Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun. Fagdeildin er skráð innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Hlutverk fagdeildar
Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun stuðlar að framgangi hjúkrunar í samvinnu við fagsvið Fíh og er stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um málefni á sérsviði fagdeildar (sbr. lög Fíh, 16.gr. Fagdeildir).

Aðild
Félagar í Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun geta orðið allir hjúkrunarfræðingar og aukaaðilar í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Sótt er um aðild til stjórnar fagdeildarinnar.

Stjórn
Stjórnina skipa þrír fulltrúar: Formaður, ritari og gjaldkeri og einn til vara og er stjórnin kosin á aðalfundi til tveggja ára. Stjórnin skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.
Í stjórn fagdeildar um upplýsingatækni í hjúkrun er a.m.k. einn stjórnarmaður með viðbótar- eða framhaldsnám á sérsviði fagdeildar - upplýsingatækni. Árgjald og innheimta er háð samþykki fagdeildar.

Stefnumótun
Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun stuðlar að því að hjúkrunarfræðingar séu leiðandi í þróun rafrænnar heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni innan heilbrigðiskerfisins. Fagdeildin stuðlar að því að hjúkrunarfræðingar nýti upplýsingatækni við söfnun, skráningu, vistun, meðhöndlun og miðlun upplýsinga í hjúkrun og innan heilbrigðikerfisins og nýti tæknina til að stuðla að auknu öryggi sjúklinga og heilbrigði landsmanna. Stjórn fagdeildar skal endurskoða stefnuna reglulega

Stefna fagdeildar um upplýsingatækni í hjúkrun

 • að vera stjórn, nefndum og fagdeildum Fíh til ráðgjafar um málefni er snúa að 
rafrænni heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni í hjúkrun 

 • að stuðla að markvissri innleiðingu og notkun upplýsingatækni í hjúkrun 

 • að stuðla að aukinni fræðslu um rafræna heilbrigðisþjónustu og aukinni þekkingu 
hjúkrunarfræðinga á upplýsingatækni 

 • að stuðla að samstarfi milli fagdeilda um upplýsingatækni 

 • að vinna að framgangi rafrænnar heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni innan 
hjúkrunar 

 • að standa vörð um fagmennsku í rafrænni heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni 
í hjúkrun 

 • að stuðla að samstarfi um rafræna heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni á milli 
fagstétta innan heilbrigðisþjónustu 

 • að stuðla að virkri þátttöku hjúkrunarfræðinga í þverfaglegu samstarfi um rafræna 
heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni 

 • að stuðla að þróun þekkingar á rafrænni heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni í 
hjúkrun 

 • að efla rannsóknir á rafrænni heilbrigðisþjónustu og upplýsingatækni í hjúkrun 

 • að rækta tengsl við fagfélög erlendis á sviði rafrænnar heilbrigðisþjónustu og 
upplýsingatækni 

 • að vera málsvari hjúkrunar á vettvangi rafrænnar heilbrigðisþjónustu og 
upplýsingatækni í hjúkrun 


Ársskýrsla
Fagdeild um upplýsingatækni í hjúkrun skal skila ársskýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir lok marsmánaðar ár hvert.
(Sjá Gæðaskjal um stofnun, hlutverk, slit fagdeildar) 
 

Starfsemi fagdeildar um upplýsingatækni í hjúkrun

Aðalfundur er haldinn í febrúar eða mars annað hvert ár (á oddatölu). Til hans skal boða rafrænt með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Halda skal málþing eða ráðstefnu að vori ár hvert. Á dagskrá aðalfundar eru eftirtalin atriði:
1. Skýrsla stjórnar 
2. Endurskoðaðir reikningar liðins árs lagðir fram til afgreiðslu 3. Tillögur til lagabreytinga
4. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
5. Ákvörðun um árgjald 
6. Val í embætti innan stjórnar og starfsnefnda fagdeildarinnar 7. Önnur mál 
Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu skriflegar tillögur um breytingar á reglum berast stjórn eigi síðan en einni viku fyrir aðalfund. 


Slit fagdeildar

Fagdeildina er hægt að leggja niður á aðalfundi fagdeildarinnar óski meirihluti félagsmanna þess.

Samstarf um ICNP, þýðingu þess og notkun http://www.icn.ch/ICNP-Browser-NEW.html

Samstarf við ACENDIO (The Association for Common Eruopean Nursing Diagnoses, Ingerventions and Outcomes) um þróun samræmds fagmáls í hjúkrun á alþjóðavísu. http://www.acendio.net  

Helga Bragadóttir, Hulda S. Gunnarsdóttir og Ásta Thoroddsen. (2015). Stakar lyfjagjafir hjúkrunarfræðinga án skriflegra fyrirmæla lækna: Lýsandi rannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 91(2), 50-56.

Ásta Thoroddsen (2015). Skráningarkverið, 2. útg. Reykjavík: Sprengjuhöllin.

Thoroddsen, A., Guðjónsdóttir, H.K. og Guðmundsdóttir, E. (2014). From capturing nursing knowledge to retrieval of data from a data warehouse.  Studies in Health Technology and Informatics, 201, 79-86.

Thoroddsen, A., Sigurjónsdóttir, G., Ehnfors, M. og Ehrenberg, A. (2013). Accuracy, completeness and comprehensiveness of information on pressure ulcers recorded in the patient record. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 27(1), 45-51.

Thoroddsen, A., Ehnfors, M. og Ehrenberg, A. (2011). Content and completeness of care plans after implementation of standardized nursing terminologies and computerized records. CIN: Computers, Informatics, Nursing, 29(10), 599-607. Endurprentun í temahefti CIN: Computers, Informatics, Nursing, 30Topical Collection 3, 2012.

Thoroddsen, A., Gunnarsdóttir, H. og Heimisdóttir, M. (2010). The development and implementation of the EHR in Iceland. Í: Weaver, C.A., Delaney, C.W., Weber, P. og Carr, R., eds. Nursing and Informatics for the 21st CenturyAn International Look at Practice, Trends and the Future.2nd ed. Chicago, IL: HIMSS. Pp. 382-88.

Thoroddsen, A., Ehnfors, M. og Ehrenberg, A. (2010). Nursing specialty knowledge as expressed by standardized nursing languages. International Journal of Nursing Terminologies and Classifications, 21(2), 69-79.

Thoroddsen,A., Saranto, K., Ehrenberg, A. og Sermeus, W. (2009). Models, standards and structures of nursing documentation in European countries. Studies in Health Technology and Informatics, 146, 327-31.

Gyða Halldórsdóttir. (2008). Einstaklingurinn og upplýsingasamfélagið: Aðgengi að eigin heilbrigðisupplýsingum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 84(5), 55-63. https://www.hjukrun.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2445

Gyða Halldórsdóttir og Ásta Thoroddsen. (2008). Aðgangur öryrkja og annarra þegna að eigin heilbrigðisupplýsingum og þjónustu á netinu. Læknablaðið, 94(11)729-735http://www.laeknabladid.is/2008/11/nr/3319

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála