Fara á efnissvæði

Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga

Fagdeildin stuðlar að aukinni þekkingu í hjúkrun gigtarsjúklinga, bættri menntun í faginu og samstarfi fagfólks sem annast gigtarsjúklinga.

Um fagdeildina

Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga var stofnuð 9. maí 2006. Félagsmenn telja í dag tæplega 40 hjúkrunarfræðinga. Fagdeildin starfar skv. Reglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um fagdeildir innan félagsins. Markmið Fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga er að auka menntun, hvetja til og miðla rannsóknum í faginu ásamt því að auka samstarf við fagdeildir gigtarhjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum.

Fagdeildinni miðlar að fræðslu til þeirra sem sjá um gigtarsjúklinga og vinnur í nánu samstarfi með sérfræðingum í gigtarlækningum.

Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga heldur tvo fræðslufundi á ári, ásamt aðalfundi sem haldin er samhliða fræðslufundi á vori. Fagdeildin stuðlar að því að bæta menntun í hjúkrun gigtarsjúklinga til að viðhalda og bæta hjúkrun, stuðla að samstarfi milli fagfólks sem annast gigtarsjúklinga, hvetja til rannsókna í hjúkrun sjúklinga með gigtarsjúkdóma ásamt því að fylgjast með nýjungum og miðla þeim innan hjúkrunar. Eitt af markmiðum fagdeildarinnar er að auka samstarf við fagdeildir gigtarhjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum.

Stjórn

Formaður

Elínborg Stefánsdóttir

Gjaldkeri

Gerður Beta Jóhannsdóttir

Ritari

Vigdís Birna Hólmgeirsdóttir

Meðstjórnandi

Anna Jakobína Guðjónsdóttir

Meðstjórnandi

Rakel Reynisdóttir

Meðstjórnandi

Valgerður A. Gísladóttir

Starfsreglur

Nafn og lög
Nafn fagdeildarinnar er: Fagdeild gigtarhjúkrunarfræðinga.
Fagdeildin starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Lög fagdeildarinnar eru lög Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Heimili og varnarþing er í Reykjavík en umdæmið er allt landið.

Markmið
Markmið fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga eru:

Að vera stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar í öllu sem snýr að hjúkrun sjúklinga með gigtar- og ónæmissjúkdóma.

Að stuðla að bættri hjúkrun gigtarsjúklinga meðal annars með því að:

 1. Bæta menntun í hjúkrun gigtarsjúklinga, hvetja hjúkrunarfræðinga til að viðhalda og auka hæfni sína og þekkingu.
 2. Auka samstarf milli fagfólks sem annast gigtarsjúklinga og stuðla að bættri þjónustu við sjúklinga.
 3. Hvetja til rannsókna í hjúkrun sjúklinga með gigtarsjúkdóma. Fylgjast með nýjungum og kynna þær.
 4. Efla tengsl við gigtarhjúkrunarfræðinga erlendis.
 5. Hafa áhrif á stefnumótun í heilbrigðisþjónustu, einkum sem snýr að þörfum gigtarsjúklinga.

Auka skilning og efla þjóðfélagsumræðu um þarfir gigtarsjúklinga og stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum til skjólstæðinga.

Félagsaðild
Félagar geta orðið félagsmenn innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Stjórn og nefndir
Stjórn fagdeildarinnar skipa 6 félagsmenn: formaður, varaformaður, gjaldkeri, 2 meðstjórnendur og 1 varamaður.
Stjórn fagdeildar skal kosin á aðalfundi og sitja þrjú ár í senn.
Endurkjör heimilt.
Einfaldur meirihluti ræður kjöri.

Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn í mars ár hvert.
Aðalfund skal boða skriflega með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta. Fundarboði skal fylgja dagskrá og tillögur.

Dagskrá aðalfundar:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Ársskýrsla stjórnar
 • Reikningar lagðir fram til samþykktar
 • Árgjald ákveðið
 • Stjórnarkjör, kosning tveggja endurskoðenda
 • Önnur mál.

Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála.
Löglega boðaður fundur hefur óskorðaðan rétt til afgreiðslu mála.

Fundir fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga
Deildin skal halda a.m.k. tvo fundi á ári, vor og haust. Vorfundur er jafnframt aðalfundur.
Málþing skal halda annaðhvert ár.
Fundargerðir skulu skráðar.

Önnur ákvæði
Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.
Skipa skal starfsnefndir eftir því sem þörf er á.

Starfsreglur þessar voru samþykktar á stofnfundi fagdeildar gigtarhjúkrunarfræðinga í Reykjavík 31. maí 2006

Samþykktar voru breytingar á lið 5.1 í starfsreglum á aðalfundi 19. október 2011 og var ákveðið að aðalfundur skyldi haldinn í mars ár hvert í stað október.