Fara á efnissvæði

Hlutverk fagdeilda

Fagdeild vinnur að framgangi hjúkrunar á viðkomandi sérsviði í samvinnu við fagsvið Fíh og skal vera stjórn og nefndum Fíh til ráðgjafar.

Ábyrgð fagdeilda

Fagdeild vinnur að framgangi hjúkrunar á viðkomandi sérsviði í samvinnu við fagsvið Fíh og skal vera stjórn og nefndum Fíh til ráðgjafar.

Í starfsreglum fagdeildar koma fram nánari markmið og stefna í hjúkrunar og heilbrigðismálum.

Fagdeild ber að halda utan um skjöl og skrá fundargerðir. Breytingar á stjórn þarf að tilkynna til skrifstofu Fíh.

Stjórn fagdeildar ber ábyrgð á fjárreiðum deildarinnar.

Tengsl við fagsvið Fíh 

Sviðstjóri fagsviðs Fíh boðar til fundar með formönnum fagdeilda minnst tvisvar á ári, einn á vori og annar að hausti. Fundirnir eru vettvangur umræðna, samræmingar og upplýsingamiðlunar milli fagdeilda og fagsviðs Fíh.

Fagdeild skal skila árlegri skýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir lok marsmánaðar, skýrslan er svo áframsend frá fagsviði til stjórnar Fíh.

Hvernig á að stofna fagdeild? 

Félagsfólk, að lágmarki 25 saman, er heimilt að stofna fagdeild á sínu fagsviði. 

Fagdeild þarf að starfa á landsvísu. 

Fyrirhuguð fagdeild setur sér starfsreglur sem eru byggðar á starfsreglum fagdeilda Fíh sem stjórn Fíh hefur samþykkt. 

Starfsreglur væntanlegrar fagdeildar skulu lagðar fyrir aðalfund Fíh til samþykktar. 

Senda þarf starfsreglur væntanlegrar fagdeildar til stjórnar Fíh a.m.k. 4 vikum fyrir aðalfund. 

Samþykki aðalfundur stofnun fyrirhugaðrar fagdeildar skal senda skriflega staðfestingu þar um til þess aðila sem sendi inn beiðni um stofnun viðkomandi fagdeildar. 

Hvernig á að leggja niður fagdeild? 

Fagdeild er hægt að leggja niður sé það samþykkt af ¾ hluta greiddra atkvæða á aðalfundi fagdeildar.

Skili fagdeild ekki ársskýrslu til stjórnar Fíh tvö ár í röð getur aðalfundur félagsins ákveðið að leggja fagdeildina niður.

Tengt efni