Prenta síðu

Starfsmenntunarsjóður//

 


Sótt er um styrk í Starfsmenntunarsjóð á Mínum síðum, en til að hafa aðgengi að þeim þarf annað tveggja: Íslykil eða rafræn skilríki.


Starfsmenntunarsjóður veitir styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna auk annars tilkostnaðar við að sækja framannefnt. Úthlutað er úr sjóðnum fjórum sinnum á ári og er hámarksupphæð sem hægt er að sækja um árlega 50.000 kr. Réttur í sjóðinn safnast ekki upp á milli ára. 


Umsóknir ásamt gögnum þurfa að berast fyrir 1. febrúar, 1. maí, 1. september og 1. desember.


Umsókn er ekki afgreidd nema að öll gögn hafi borist sjóðnum á ofangreindum dagsetningum. Hafi gögn ekki borist fyrir 1. desember telst umsóknin fyrnd.


Annar tilkostnaður


 Annar tilkostnaður getur verið t.d. gisting, flug og eldsneytiskostnaður (akstursstyrkur).


Nauðsynleg fylgigögn vegna þessa eru nótur vegna gistingar eða flugs, en þegar sótt er um akstursstyrk þarf umsækjandi að skila nótu sem sýnir að hann hafi tekið eldsneyti á þann stað sem fundurinn fór fram og hvert eldsneytisverð var þann daginn.


 Athugið: Akstursstyrkur er greiddur miðað við kílómetrafjölda skv. töflu Vegagerðarinnar x 0,08 x eldsneytisverð skv. nótu.


Sjóðsfélagar geta ekki fengið styrk vegna:

 • Uppihalds (fæðiskostnaðar) og ferða innan borga/bæja
 • Launataps
 • Bókakostnaðar eða námsgagna
 • Tómstundanámskeiða


Nánari upplýsingar varðandi styrkhæfni og rétt í sjóðinn eru í reglum Starfsmenntunarsjóðs.


Umsóknarferli


Sótt er um áMínum síðum, en í umsókn þarf að koma fram vegna hvers er sótt um, þ.e. nafn náms/námskeiðs/ráðstefnu og annað sem við á, t.d. flugfar eða eldsneyti.


Til að hægt verði að greiða út styrk þurfa sjóðnum einnig að berast öll nauðsynleg gögn:

 • Kvittun fyrir greiðslu
 • Ljósrit af dagskrá/staðfesting á þátttöku

  og ef við á:
 • Afrit flugmiða
 • Kvittun fyrir greiðslu vegna gistingar
 • Kvittun vegna eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn


Þegar umsókn hefur borist sjóðnum birtist staðfestingartexti og umsóknin kemur fram á yfirliti umsókna á Mínum síðum auk þess sem sami staðfestingartexti berst í tölvupósti. Hafi ekkert af þessu gerst, hefur umsókn ekki verið móttekin.


Stjórn

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir
formaður, tilnefnd af Fíh

Svanhildur Jónsdóttir
hjúkrunarfr., tilnefnd af Fíh

Birgir Björn Sigurjónsson
tilnefndur af Reykjavíkurborg

Lárus Ögmundsson
tilnefndur af Fjármálaráðuneytinu