Fara á efnissvæði

Vísindasjóður

Vísindasjóður skiptist í A og B hluta. A hluti styrkir endur- og símenntun sjóðsfélaga. B hluti styrkir rannsóknir og fræðaskrif sjóðsfélaga.

Vísindasjóður

Vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga, sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningi félagsins, greiða sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í Vísindasjóð. Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A og B hluta. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru með fulla aðild að Fíh og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.

A- hluti

A-hluta Vísindasjóðs er ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga. Styrkir úr A-hluta eru að jafnaði greiddir sjóðsfélögum í febrúarlok ár hvert.

Ekki þarf að sækja um úthlutun úr A-hluta Vísindasjóðs, heldur er þeim sjóðsfélögum sem vinnuveitandi hefur greitt inn í sjóðinn fyrir úthlutað styrk sem nemur 45% af því iðgjaldi sem komið hefur í sjóðinn á kennitölu hans. Það hlutfall sem eftir stendur, 55%, fer í starfsmenntunarsjóð Fíh og í B-hluta styrki til rannsóknar- og vísindastarfa.

Upphæðin er lögð inn á bankareikning viðkomandi. Sjóðsfélagi telst sá aðili vera sem var starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.

Yfirlit yfir greiðslur úr A hluta Vísindsjóðs má finna á Mínum síðum. Þar er einnig hægt að uppfæra persónuupplýsingar, en réttar persónuupplýsingar eru forsendur þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum.

B-hluti

Sækja skal um styrk úr B-hluta Vísindasjóðs á sérstöku umsóknareyðublaði. Eyðublaðið er Word-skjal og þarf umsækjandi að byrja á því að vista það á sinni tölvu og fylla síðan út og meðhöndla sem venjulegt Word-skjal.

Umsóknir og fylgiskjöl sendist á netfangið visindasjodur@hjukrun.is fyrir miðnætti þann 15. mars ár hvert. Æskilegt er að umsóknareyðublaðið er á Word formi en önnur gögn á PDF-formi. Öll tölvuskjöl sem send eru sjóðnum skulu merkt með nafni umsækjanda og skýringu á innihaldi. Dæmi: jonajonsdottirCV2017.pdf, jonajonsdottirFylgiskj2.pdf

Umsókn

Eyðublöð

Umsækjendur sem fengið hafa úthlutað úr sjóðnum áður og ekki hafa lokið þeirri rannsókn þurfa að skila framvinduskýrslu um það verkefni vilji þeir sækja aftur um í sjóðinn.

Þegar styrkþegi hefur lokið rannsókninni/verkefninu, eða þeim hluta sem styrkurinn nær til, þarf hann að sækja um að fá útborgaðan seinni hluta styrksins á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Umsóknin sendist á netfangið visindasjodur@hjukrun.is.

Stjórn sjóðsins

Formaður

Marianne Klinke

Árún K. Sigurðardóttir

Rannveig Jóna Jónasdóttir

Rakel Björg Jónsdóttir