Prenta síðu

Vísindasjóður//


Frá 1. janúar 1994 hafa vinnuveitendur hjúkrunarfræðinga, sem þiggja laun samkvæmt kjarasamningi félagsins, greitt sem nemur 1,5% af föstum dagvinnulaunum hjúkrunarfræðinga í Vísindasjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Sjóðurinn er í vörslu félagsins og skiptist í A og B hluta. Aðild að sjóðnum eiga allir þeir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn í Fíh og voru starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun. Kallast þeir hér sjóðsfélagar.

  

Vísindasjóði er annars vegar ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga (A-hluti) og hins vegar að stuðla að aukinni fræðimennsku í hjúkrun með því að styrkja rannsóknir og fræðaskrif sjóðsfélaga (B-hluti).

A-hluti


A-hluta Vísindasjóðs er ætlað að styrkja endur- og símenntun sjóðsfélaga. Styrkir úr A-hluta eru að jafnaði greiddir sjóðsfélögum í febrúarlok ár hvert.

Ekki þarf að sækja um úthlutun úr A-hluta Vísindasjóðs heldur greiðir félagið hverjum sjóðsfélaga 95% af því iðgjaldi sem komið hefur í sjóðinn á hans nafni frá vinnuveitanda. Upphæðin er lögð inn á bankareikning viðkomandi. Sjóðsfélagi telst sá aðili vera sem var starfandi samkvæmt kjarasamningi félagsins fyrir 31. desember árið fyrir úthlutun.  

Yfirlit yfir greiðslur úr A hluta Vísindsjóðs má finna á Mínum síðum, en aðgengi að þeim krefst annars tveggja: Íslykils eða rafrænna skilríkja
Þar er einnig hægt að uppfæra persónuupplýsingar, en réttar persónuupplýsingar eru forsendur þess að hægt sé að greiða úr sjóðnum.

Stjórn Vísindasjóðs


Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
formaður  

Guðbjörg Guðmundsdóttir
sérfræðingur í hjúkrun

Helga Sif Friðjónsdóttir
sérfræðingur í hjúkrun

Hlíf Guðmundsdóttir
sérfræðingur í hjúkrun