Fara á efnissvæði

Fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga

Markmið deildarinnar er að afla, þróa og miðla þekkingu sem gagnast sjúklingum með sjúkdóma í þvagfærum.

Um fagdeildina

Fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga var stofnuð árið 22. september 1998 í tengslum við norræna ráðstefnu þvagfæralækna en þá var hjúkrunarfræðingum boðið að vera með. Félagar eru um 40 talsins.

Markmið deildarinnar eru:

  1. Að stuðla að bættri hjúkrun einstaklinga með vandamál tengd þvagfærum með því að:
    undefinedundefinedundefinedundefined
  2. Að kynna og koma á framfæri aukinni þekkingu á þvagfæravandamálum jafnt meðal hjúkrunarfræðinga og almennings.
  3. Hvetja til rannsókna á þessu sviði.

Stjórn fagdeildarinnar heldur reglulega fundi. Aðalfundur er haldin í mars árlega og svo fræðslufundur að hausti. Meðlimir fagdeildarinnar starfa innan fjölbreytilegra sviða sem vinna að þvagfærahjúkrun frá mismunandi hliðum. Þverfagleg samvinna er milli legudeildar, dagdeildar, göngudeildar og skurðdeildar og eru fulltrúar stjórnar frá hverri einingu.

Hjúkrun sjúklinga með sjúkdóma í þvagfærum er sérhæfð og veitt á flestum þjónustustigum innan heilbrigðiskerfisins. Sérmenntaðir hjúkrunarfræðingar (Uroterapeutar) starfa á göngudeild þvagfæra 11A, Landspítala við Hringbraut. Þeir eru ráðgefandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk auk þess að sinna kennslu og fræðslu. Fagdeildin veitir styrki úr fagsjóði til sí- og endurmenntunar.

Stjórn

Formaður

Eyrún Harpa Hlynsdóttir

Ritari

Gerður Aarnink Guðmundsdóttir

Gjaldkeri

Hulda Guðrún Valdimarsdóttir

Meðstjórnandi

Jóhanna Helgadóttir

Meðstjórnandi

Brynhildur Elvarsdóttir

Meðstjórnandi

Fríða Ólöf Gunnarsdóttir

Varamaður

Kristbjörg Jóhannsdóttir

Varamaður

Kolbrún Eva Sigurðardóttir 

Erlent samstarf

Fagdeildin er aðili að EAUN (Europian Associasion of Urological Nurses:
www.europeanurology.com. Meðlimir fagdeidarinnar geta sótt þar um styrki til náms og ráðstefnuferða.

Norrænt samstarf euroterapeuta:www.utfnordic.org

Fræðsluefni

Fagdeildin leggur áherslu á þátttöku sjúklinga í sínu veikindaferli. Fræðslu er háttað þannig að hún geti nýst sjúklingum til að sýna frumkvæði og taka virkan þátt í sínu bataferli og stuðla þannig að sjálfstæði sjúklinga.

Meðferð, fræðsla og stuðningur við sjúklinga sem eiga við langvinn veikindi.

Stuðla að símenntun hjúkrunarfræðinga á sviði þvagfærahjúkrunar, hvatning til faglegrar þróunar og þekkingaröflunar.

Stjórnin reynir eftir bestu getu að miðla nýjustu þekkingu meðal hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða víðsvegar um landið.

Eftirlit með þvaglátum - flæðirit
Er þörf á þessum þvaglegg?
Ísetning stoðleggs milli nýra og þvablöðru
Leiðbeiningar LSH um umhirðu þvagleggja
Legginn út: verkefni um ígrundaða notkun þvagleggja
Skipting á þvaglegg í gegnum kvið (suprapubis)
Slanga sett í nýra
Tegundir þvagleggja
Þvagleggir: Frágangur, festibúnaður og umhirða
Þvagleggur settur í gegnum kviðvegg

The effect of a short educational intervention on the use of urinary catheters: a prospective cohort study

Fagsjóður

Starfsreglur sjóðsins

  1. Sjóðurinn heitir Fagsjóður þvagfærahjúkrunarfræðinga.
  2. Stjórn sjóðsins skulu skipa 3 félagar og einn varamaður. Einn í stjórn fagsjóðs skal vera í stjórn fagdeildarinnar. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, þó skulu aldrei allir stjórnarmeðlimir ganga úr stjórn í einu.
  3. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári í maí og nóvember. Síðasti skiladagur umsókna er 1.mars og 1.september. Umsóknum skal skila á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga merkta fagsjóði fagdeildarinnar.
  4. Umsækjendur skulu vera skuldlausir við fagdeildina og hafa verið meðlimir hennar í að minnsta kosti eitt ár.
  5. Styrkur skal vera að hámarki 200.000.00 þúsund krónur til rannsókna og kannana og 350.000.00 þúsund krónur til að fara í framhaldsnám sem nýtist við hjúkrun sjúklinga með sjúkdóma í þvagfærum.
  6. Ráðstefnustyrkir :
    A. Hver sjóðfélagi getur sótt um að hámarki 100.000 kr á 3 ára fresti til ráðstefnuferða.
    B. Heildarstyrkur til ráðstefnuferða er 300.000 á ári.
  7. Þeir sem hljóta styrk úr sjóðnum skulu kynna viðfangsefni/verkefni sín fyrir fagdeildinni innan 6 mánaða frá styrkveitingu. Kynningin getur verið í formi greinar í fréttabréfinu eða með því að segja frá verkefninu á fundum deildarinnar.
  8. Umsóknum verður raðað í forgangsröð og þeir sem áður hafa fengið styrk úr sjóðnum lenda þá aftar í röðinni.
  9. Styrkjum verður úthlutað samkvæmt framvísun reikninga í frumriti eða rannsóknaráætlunar.
  10. Sjóðurinn er í vörslu Fagdeildar þvagfærahjúkrunar. Reiknisár (ársins) er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum fagdeildarinnar.
  11. Reglur sjóðsins skulu yfirfarðar og endurmetnar árlega fyrir aðalfund fagdeildarinnar.
  12. Sjóðstjórn þarf að samþykkja styrkveitingu og kvitta á umsóknina, tilgreina upphæðina og senda til gjaldkera.
  13. Styrkþegi fær sendan tölvupóst sem staðfestingu á að styrkurinn hafi verið veittur

Starfsreglur

1. grein
Nafn deildarinnar er: Fagdeild þvagfærahjúkrunarfræðinga.

2. grein
Markmið deildarinnar eru:

  • Stuðla að bættri hjúkrun einstaklinga með vandamál tengd þvagfærum með því að:
  • stuðla að bættri menntun félagsmanna
  • stuðla að aukinni fræðslu og forvörum
  • fylgjast með framförum og nýjungum og koma þeim á framfæri
  • stuðla að nánara samstarfi við aðra hjúkrunarfræðinga og aðrar starfstéttir
  • Að kynna og koma á framfæri aukinni þekkingu á þvagfæravandamálum jafnt meðal hjúkrunarfræðinga og almennings
  • Hvetja til rannsókna á þessu sviði

3. grein
Félagar geta orðið allir hjúkrunarfræðingar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem starfa við eða hafa áhuga á hjúkrun sjúklinga með þvagfæravandamál. Skrifstofa Fíh tekur við umsóknum um aðild. Þeir félagsmenn sem ekki greiða félagsgjöld tvö ár í röð falla sjálfkrafa af félagaskrá. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni. Það skal greiðast samkvæmt kröfu í heimabanka.

4. grein
Stjórn deildarinnar skal skipuð 5 félögum og 2 til vara sem kjörnir eru á aðalfundi. Kosið skal árlega til 2ja ára í senn, þó skulu eigi fleiri en 3 ganga úr stjórn hverju sinni. Leitast skal við að hafa að minnsta kosti einn stjórnar meðlim sem lokið hefur viðbótar- og/eða framhaldsnámi á sviði þvagfærahjúkrunar. Á aðalfundi skulu einnig kosnir 2 endurskoðendur til tveggja ára. Stjórn getur skipað nefndir eftir þörfum.

5. grein
Aðalfundur skal haldinn í mars ár hvert og skal boða til hans skriflega og/eða rafrænt með minnst tveggja vikna fyrirvara. Fundarboði skal fylgja dagskrá og tillögur sem fyrir honum liggja. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
  4. Árgjald ákveðið
  5. Breyting á starfsreglum
  6. Kosning stjórnar, kosning stjórnar fagsjóðs og kosning tveggja endurskoðenda.
  7. Önnur mál

6. grein
Deildin skal halda að minnsta kosti 2 fundi á ári.
Annar fundurinn er jafnframt aðalfundur.

7.grein
Reglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Breytingar á starfsreglum teljast samþykktar ef 2/3 fundarmanna samþykkja þær.

8. grein
Samþykki 2/3 félagsmanna þarf til að leggja deildina niður.

9. grein
Fagdeildin starfrækir sérstakan fagsjóð. Stjórn sjóðsins skulu skipa þrír félagar.
Gjaldkeri skal vera fulltrúi stjórnar í stjórn fagsjóðs. Tilgangur þessa sjóðs er að styrkja félgasmenn til símenntunar, náms og rannsókna á sviði fagdeildarinnar. Fagsjóður starfar samkvæmt eigin starfsreglum og er ábyrgur gagnvart stjórn fagdeildarinnar.

10. grein
Kosning heiðursfélaga. Stjórn fagdeildar getur gert að heiðursfélaga þann einstakling sem fagdeildin vill sýna sérstaka virðingu og heiðra fyrir störf í þágu þvagfærahjúkrunar. Ákvörðun um heiðursfélaga þarf samþykki allra stjórnarmeðlima. Heiðursfélgar fá æviaðild að fagdeildinni.

Samþykkt á stofnfundi 22. september 1998
Síðustu breytingar á aðalfundi mars 2015