Greinar
Heimili hrumra eldri borgara sem þiggja heilbrigðisþjónustu: yfirlitsgrein
Kristín Björnsdóttir
Tilgangur þessarar greinar er að endurskoða hugmyndir um heimilið sem umhverfi sem mótar vellíðan og möguleika hrumra eldri borgara til að líða vel. Greinin byggist á fjölfaglegri umfjöllun um heimili þar sem hugmyndir, hugtök og skilningur sem mótað hafa umfjöllun um heimili fólks, sérstaklega hrumra eldri borgara, voru greindar og skýrðar.„Ég er einhvern veginn með metnaðinn í botni.“
Sandra Sif Gunnarsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.
Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu ungra hjúkrunarfræðinga, sem tilheyra Y-kynslóðinni (fæddir 1980–2000), af aðstoðardeildarstjórastarfi.Hvað á ég að gera — hvert á ég að snúa mér?
Fjóla Sigríður Bjarnadóttir, Kristín Þórarinsdóttir og Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Öldruðum fjölgar og óformlegir umönnunaraðilar, makar eða dætur veita um þriðjungi eldri borgara á Íslandi aðstoð. Umönnunarálag getur gert vart við sig hjá aðstandendum og haft neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu en rannsóknir hafa sýnt að draga má úr því með stuðningi og fræðslu. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa reynslu dætra af því að vera aðstandendur aldraðra foreldra með minnkaða færni og lýsa þörf þeirra fyrir fræðslu.Starfsánægja hjúkrunarfræðinga og viðhorf til þjónustu í fari yfirmanna á umbreytingartímum í heilbrigðisþjónustu
Kristín Þórarinsdóttir, Hjördís Sigursteinsdóttir og Kristín Thorberg
Árið 2014 voru gerðar breytingar á heilbrigðisþjónustu hér á landi sem leiddu til fækkunar á heilbrigðisumdæmum og samruna stofnana. Við breytingarnar varð til Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) með sex starfsstöðvar. Slíkar stjórnvaldsákvarðanir geta haft áhrif á starfsánægju starfsmanna og því skiptir máli hvernig stjórnendur bregðast við og innleiða þær. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða starfsánægju hjúkrunarfræðinga á HSN skömmu eftir skipulagsbreytingar, meta viðhorf þeirra til þjónandi forystu í fari yfirmanna sinna í hjúkrun ásamt því að kanna hvort tengsl væru milli þessara tveggja þátta.Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarnarafskautsörvunar?
PDFStofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun
PDFMeðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eftir blóðþurrðarslag í heila
PDFNýlegar doktorsvarnir
Valgerður Lísa Sigurðardóttir og Ásta Bjarney Pétursdóttir vörðu nýlega doktorsritgerðir sínar við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Markmiðið að valdefla unga hjúkrunarfræðinga — Nightingale-verkefnið
Nightingale-verkefnið er þáttur í alþjóðlega Nursing Now-verkefninu sem ætlað er að vekja athygli á störfum og mikilvægi fagstéttarinnar um allan heim.
Með augum hjúkrunarfræðingsins
Fjöldi fallegra mynda barst í ljósmyndasamkeppni Tímarits hjúkrunarfræðinga fyrir þetta tölublað frá íslenskri náttúru, furðuverur úr steini og hjúkrunarfræðingum að störfum.