Hjukrun.is-print-version

Ritstjórnarstefna

Tímarit hjúkrunarfræðinga er gefið út þrisvar sinnum á ári. Tímaritið er málgagn félagsmanna í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og í því er reynt að endurspegla ólíkar skoðanir og viðhorf til hjúkrunar. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur metnað sinn í að allir félagsmenn þess finni þar efni sér til gagns, fróðleiks og ánægju.

Tímaritið er vettvangur fræðilegrar og félagslegrar umfjöllunar um hjúkrun. Í faglega hluta tímaritsins eru birtar margvíslegar greinar sem fjalla um öll svið hjúkrunar. Greinar flokkast í ritrýndar greinar og fræðslugreinar.

Ritstjóri ber ábyrgð á að efni, útgáfa og rekstur tímaritsins sé í samræmi við ritstjórnarstefnu þess. Ritstjóri ásamt ritnefnd leggur metnað í að tímaritið sé vandað að efni, málfari og útliti. Áhersla er lögð á að ritrýndar greinar standist vísindalegar kröfur.

Formaður félagsins ber ábyrgð á félagslegu efni þess öðru en aðsendum greinum. Höfundar aðsendra greina bera ábyrgð á efni þeirra. Skoðanir, sem í þeim birtast, þurfa ekki að samrýmast stefnu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Ritnefnd 

Í ritnefnd 2021-2022 eru:
Hrund Scheving Thorsteinsson
Kristín Rósa Ármannsdóttir
Sigrún Sunna Skúladóttir
Sölvi Sveinsson
Þorbjörg Jónsdóttir
Þorgerður Ragnarsdóttir
Þóra Jenný Gunnarsdóttir

Nokkrir aðilar innan ritnefndar taka að sér að sjá um handrit þar sem óskað er eftir ritrýni. Í ritnefnd ritrýndra greina 2021-2022 eru það Hrund Scheving Thorsteinsson, Sigrún Sunna Skúladóttir, Þorbjörg Jónsdóttir og Þóra Jenný Gunnarsdóttir. Ritstjóri tímaritsins er Sigríður Elín Ásmundsdóttir.Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála