Hjukrun.is-print-version

Fréttir

 • 12. febrúar 2015

  Aðgangspróf í hjúkrunarfræði 21. mars

  Haustið 2015 verða nemendur teknir inn í hjúkrunarfræði í HÍ samkvæmt nýrri námsskrá. Umsækjendur þurfa að þreyta aðgangspróf 21.mars eða 12.júní nk.

 • 10. febrúar 2015

  Fundi á Vík frestað

  Fyrirhugaður fundur á Vík fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundartími auglýstur síðar. Fundað verður á Selfossi samkvæmt áætlun.

 • 04. febrúar 2015

  Ólafur G. Skúlason sjálfkjörinn

  Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sjálfkjörinn til næstu tveggja ára. Kjörnefnd félagsins auglýsti eftir framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í lok nóvember s.l. og var framboðsfrestur til 31. janúar 2015.

 • 29. janúar 2015

  Fundum á Austurlandi frestað

  Fyrirhuguðum fundum á Austurlandi er frestað vegna veðurs, nánar verður auglýst síðar.

 • 23. janúar 2015

  Áherslufundir vegna kjarasamningaviðræðna 2015

  Á næstu vikum mun formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sviðstjóri kjarasviðs ferðast um landið og funda með félagsmönnum.

 • 22. janúar 2015

  Formannskosning 2015, framboðsfrestur til 31. janúar

  Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Framboðsfresturinn rennur út í lok janúar.

 • 22. janúar 2015

  Ályktun um yfirlýsingu um betra heilbrigðiskerfi

  Í ályktun þann 20. janúar síðastliðinn tók hjúkrunarráð Landspítala undir orð Ólafs G. Skúlasonar, formanns Fíh í grein sinni sem birt var í Fréttablaðinu sama dag.

 • 22. janúar 2015

  B&B gistiheimili í Keflavík og niðurgreiðsla á hótelmiðum

  Ný viðbót í hótelmiðum til félagsmanna er hjá B&B gistiheimili í Keflavík. Hægt að velja um allt frá eins manns herbergi uppí fjögurra manna herbergi.

 • 15. janúar 2015

  Úthlutun styrkja til gæðaverkefna

  Í dag var úthlutað styrkjum til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinna var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

 • 13. janúar 2015

  Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi

  Leiðrétta útgáfu af greininni "Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi: Lýsandi rannsókn" er nú að finna á vef tímaritsins, en fyrir mistök urðu villur í prentaðri útgáfu blaðsins. Lesendum er því bent á að nota vefútgáfu greinarinnar.

 • 06. janúar 2015

  Íbúð í Reykjavík - Nýtt á orlofsvefnum

  Vorum að fá í leigu íbúð að Boðagranda 7, Reykjavík. Félagsmönnum býðst þessi kostur frá 29. janúar næstkomandi. Við minnum á að fólk utan höfuðborgarsvæðis er í forgang, en það getur pantað íbúðina frá 15. hvers mánaðar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta svo bókað íbúðina frá fyrsta hvers mánaðar sé hún enn laus.

 • 06. janúar 2015

  Flugfélag Íslands – Gjafabréf

  Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf á sérstökum afsláttarkjörum hjá Flugfélagi Íslands.

 • 01. desember 2014

  Umsögn um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra

  Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.

  Forvarnir

  Heilsuvernd

  Umsagnir

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála