Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Stjórnskipulag Fíh

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins og er haldinn í maímánuði ár hvert. Allir félagsmenn eiga rétt til setu á fundinum, en atkvæðisrétt hafa einungis þeir sem hafa skráð sig með minnst viku fyrirvara. Aðalfundur er auglýstur með minnst 8 vikna fyrirvara.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli aðalfunda. Hlutverk stjórnar er að móta stefnu og megináherslur félagsins í samræmi við stefnumörkun og ákvarðanir aðalfundar. Stjórn ber ábyrgð á fjárreiðum félagsins og starfseminni gagnvart aðalfundi. Stjórn félagsins fundar að jafnaði mánaðarlega.

Deildir félagsins vinna að eflingu og framgangi hjúkrunar innan fagsviðs eða landsvæðis, veita fræðslu um viðfangsefni hjúkrunar og efla fag- og félagsheild. Deildirnar eru stjórn og nefndum félagsins til ráðgjafar.

 

Anna María Þórðardóttir

Ritari

annamaria@hjukrun.is

Arndís Jónsdóttir

Varaformaður

arndis@hjukrun.is

Gísli Níls Einarsson

Meðstjórnandi

gisli@hjukrun.is

Guðbjörg Pálsdóttir

Formaður

gudbjorg@hjukrun.is

Guðrún Yrsa Ómarsdóttir

Varamaður

gudrunyrsa@hjukrun.is

Halla Eiríksdóttir

Gjaldkeri

halla@hjukrun.is

Helena Eydal

Varamaður

helena@hjukrun.is

Hildur Björk Sigurðardóttir

Meðstjórnandi

hildur@hjukrun.is

Sé smellt á tengla í dagskránni birtast tilheyrandi fundargögn í nýjum glugga.

17:00      Setning aðalfundar
                Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

17:10      Kosning fundarstjóra og ritara

17:15      Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári
                Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

17:30       Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
                Ársreikningur 2018 og skýringar
                Ársreikningur Rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga
                Ársreikningur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen
                Ársreikningur Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar
                Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Halla Eiríksdóttir gjaldkeri

17:50      Ákvörðun um félagsgjöld
                Halla Eiríksdóttir gjaldkeri

17:55      Afgreiðsla markmiða og starfsáætlunar næsta starfsárs
                Hildur Björk Sigurðardóttir meðstjórnandi

18:05      Kynning fjárhagsáætlunar næsta starfsárs
                Sólveig Stefánsdóttir fjármálastjóri og Halla Eiríksdóttir gjaldkeri 

18:15      Tillögur til lagabreytinga
                Arndís Jónsdóttir varaformaður 

18:30      Kjör í stjórn, nefndir og ráð
                Unnur Þormóðsdóttir formaður kjörnefndar 

18:45      Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar
                Valdís Bjarnadóttir, Curator félag hjúkrunarfræðinema við HÍ  
                Herdís Elín Þorvaldsdóttir, Eir félag nema í heilbrigðisvísindum við HA

19:00       Önnur mál
                 Ályktanir
                 Gísli Níls Einarsson meðstjórnandi

19:10       Niðurstöður kosninga
                 Unnur Þormóðsdóttir formaður kjörnefndar 

19:15       Heiðursfélagar
                 Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

19:40       Léttar veitingar 

20:15       Afhending rannsóknarstyrks í tilefni 100 ára afmælis og hvatningarstyrkja
                 Guðbjörg Pálsdóttir formaður 

20:30      Afhending rannsóknarstyrkja B-hluta Vísindasjóðs
                Helga Sif Friðjónsdóttir formaður stjórnar Vísindasjóðs

21:00       Aðalfundi slitið
                 Guðbjörg Pálsdóttir formaður

 

Fundargögn aðalfundar Fíh 2017

Fundargerð aðalfundar Fíh 2017
Heildarskjal með öllum málaskjölum (3MB) 

Mál 1.0     Kosning fundarstjóra og ritara aðalfundar 

Mál 2.0     Skýrsla um starfsemi félagsins á liðnu starfsári

Mál 3.0.     Ársreikningur 2016 og Skýringar við ársreikning 2016
                 3.1   Ársreikningur Rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga
                 3.2   Ársreikningur Minningarsjóðs Kristínar Thoroddsen 
                 3.3   Ársreikningur Minningarsjóðs Hans Adolfs Hjartarsonar

Mál 4.0     Ákvörðun stjórnar um félagsgjöld                   

Mál 5.0     Markmiða- og starfsáætlun næsta starfsárs

Mál 6.0     Fjárhagsáætlun félagssjóðs næsta starfsár
                 6.1    Fjárhagsáætlun Orlofssjóðs næsta starfsár
                 6.2    Fjárhagsáætlun Starfsmenntunarsjóðs næsta starfsár
                 6.3    Fjárhagsáætlun Styrktarsjóðs næsta starfsár
                 6.4    Fjárhagsáætlun Vinnudeilusjóðs næsta starfsár
                 6.5    Fjárhagsáætlun Vísindasjóðs næsta starfsár

Mál 7.0    Starfsreglur sjóða og nefnda
                 7.1    Breytingar á starfsreglum fyrir Orlofssjóð Fíh  

Mál 8.0     Formannskjöri lýst og kjör í nefndir og ráð kynnt

Mál 9.0     Önnur mál
                      
9.1    Stofnun nýrra fagdeilda
                      
9.2    Stofnun nýrra landsvæðadeilda
                      9.3    Ályktanir


Stjórnir nefnda


Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir
Ólöf Árnadóttir
Laufey Andrea Emilsdóttir

Varamaður
Unnur Ýr Þormóðsdóttir

Ingibjörg Pálmadóttir formaður
Bergdís Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Sigþrúður Ingimundardóttir

Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir formaður
Alda Ásgeirsdóttir
Anna Ólafía Sigurðardóttir
Hafdís Skúladóttir
Hrund Scheving Thorsteinsson
Margrét Hrönn Svavarsdóttir
Sigurlaug A. Þorsteinsdóttir

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Brynja Dröfn Jónsdóttir, Landspítali
Sigríður Elísabet Árnadóttir, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

Gunnar Helgason, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh, formaður samninganefndar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh
Eva Hjörtína Ólafsdóttir, kjararáðgjafi
Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Aníta Elínardóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Heimaþjónustu Reykjavíkur
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður Droplaugarstaða

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir

Gunnar Helgason formaður
Guðbjörg Pálsdóttir
Elsa Gunnlaugsdóttir

 Aðalheiður D. Matthíasdóttir, formaður
Birna Óskarsdóttir
Guðbjörg Svava Ragnarsdóttir
Guðríður K. Þórðardóttir
Harpa Þöll Gísladóttir
Ragnhildur Rós Indriðadóttir
Þórgunnur Hjaltadóttir

Stjórnir sjóða


Aðalheiður D. Matthíasdóttir formaður
Sigrún Barkardóttir
Svanlaug Guðnadóttir

Varamenn:
Ellen Stefanía Björnsdóttir
Inga Valborg Ólafsdóttir

Lovísa Agnes Jónsdóttir formaður
Anna Lísa Baldursdóttir
Björg Sigurðardóttir
Helga Harðardóttir
Sigríður Guðjónsdóttir

Aðalbjörg J. Finnbogadóttir, formaður, tilnefnd af Fíh
Ragnhildur Ísaksdóttir, tilnefnd af Reykjavíkurborg
Ásdís Guðmundsdóttir, tilnefnd af Fíh

Marianne Klinke formaður
Árún K. Sigurðardóttir
Brynja Örlygsdóttir
Rannveig Jónasdóttir

Hildur Einarsdóttir formaður
Unnur Þormóðsdóttir
Sigríður Ósk Einarsdóttir

Varamaður: 
Anna Soffía Guðmundsdóttir
Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Herdís Sveinsdóttir
Sigríður Zoéga

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Herdís Sveinsdóttir
Hrund Sch. Thorsteinsson

Guðbjörg Pálsdóttir formaður
Herdís Sveinsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir
Steinunn Sigurðardóttir

Kjaramál og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga

Kjarasamningar hjúkrunarfræðinga eru lausir í upphafi starfsárs og verður aðaláherslan á að ljúka þeim á þann hátt að hjúkrunarfræðingar vilji og geti starfað áfram innan íslenska heilbrigðiskerfisins.
Megináherslur samningsatriða eru laun, vinnutími, starfsumhverfi, sem og öryggi í starfi og gæði hjúkrunar. Í framhaldi af undirritun samninga verður unnið að útfærslu og innleiðingu þeirra. Jafnframt verður haldið áfram að vinna að endurnýjun þeirra stofnanasamninga sem enn eru ófrágengnir. Áhersla verður lögð á áframhaldandi stuðning við breytingar á trúnaðarmannakerfi félagsins og þá sérstaklega nýtt
trúnaðarmannaráð.

Átak í fjölgun starfandi hjúkrunarfræðinga

Lögð verður áhersla á aðgerðir sem geta dregið úr brotthvarfi hjúkrunarfræðinga úr starfi. Halda þarf þeim sem fyrir eru í starfi og fá þá til starfa sem þegar eru hættir. Jafnframt verður unnið að fjölgun nemenda í hjúkrunarfræðinámi. Stuðningur við erlenda hjúkrunarfræðinga verður aukinn. Fylgt verður eftir mikilvægum niðurstöðum kannana félagsins á meðal félagsmanna frá síðustu tveim starfsárum, auk þess sem framkvæmd verður könnun meðal hjúkrunarfræðinga um öryggismál í starfsumhverfi þeirra. Unnið verður að bættu vinnufyrirkomulagi og -tíma sem og að draga úr álagi í starfi. Þá verður boðið upp á námskeið á vegum félagsins um betri líðan í starfi til að auka velferð og vellíðan hjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarfræðingar hafi áhrif á þróun og skipulagningu heilbrigðisþjónustu

Unnið verður að því að auka þátttöku hjúkrunarfræðinga í nefndum og ráðum á vegum yfirvalda við stefnumótun og þróun hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar starfa á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og hafa því víðtæka þekkingu og reynslu af heilbrigðiskerfinu sem nýtist við innleiðingu nýrrar heilbrigðisstefnu til 2030. Áfram verða veittar umsagnir og ályktanir um málefni sem tengjast skjólstæðingum hjúkrunarfræðinga og þeim sjálfum. Lögð verður sérstök áhersla á að fá aftur inn hlutverk yfirhjúkrunarfræðings (e. Government Chief Nursing Officer; GCNO) innan íslenskrar stjórnsýslu. Það er sameiginlegt átaksverkefni hjúkrunarfélaga á Norðurlöndum (SSN) Nursing Now Nordic og í tengslum við eindregin tilmæli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem leggur áherslu á mikilvægi stöðunnar við þróun heilbrigðiskerfisins um allan heim.

 

Starfssvið hjúkrunarfræðinga í framtíðinni

Unnið verður áfram að því að styrkja enn frekar framlag hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu samkvæmt markmiðum Alþjóðaheilbrigðsstofnunar (WHO) og niðurstöðum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD). Með því að auka vægi hjúkrunar er hægt að tryggja fjárhagslega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu með þarfir skjólstæðinganna að leiðarljósi. Áhersla verður á að efla leiðtoga og stjórnendur í hjúkrun svo þeir geti betur stutt við aukið vægi hjúkrunar og unnið þannig að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu. Fjölga þarf áfram markvisst sérfræðingum í hjúkrun og verður sérstaklega unnið að stefnu félagsins í málefnum þeirra á starfsárinu.

 

100 ára afmæli Fíh 2019 og alþjóðlegt ár hjúkrunar 2020

Áfram verður fagnað 100 ára afmæli félagsins með ýmsum viðburðum út afmælisárið, eins og sögusýningu, fjölskyldudegi, ráðstefnu á Akureyri og endað á sérstakri hátíðardagskrá í Hörpu. Einnig munu deildir félagsins fagna árinu á ýmsan hátt.

Árið 2020 mun þriggja ára herferð, Nursing Now, á vegum Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga (ICN) ljúka. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tileinkar árið hjúkrunarfræðingum og mun stjórn félagsins halda áfram að gera hjúkrunarfræðinga og störf þeirra sýnilegri í íslensku samfélagi.


Gildi

Gildi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru Ábyrgð, Áræði og Árangur. 

Ábyrgðin felur í sér að nýta þekkingu og færni með þarfir skjólstæðingsins í fyrirrúmi og í samræmi við siðareglur, lög og reglugerðir. Áræðið stendur fyrir framsækni og forystu í baráttu fyrir öflugri heilbrigðisþjónustu, ásættanlegum kjörum og heilsueflingu. Árangurinn byggir á að félagsmenn nái settum markmiðum um fagmennsku, kjör, og samfélagslegt hlutverk.

Félagið

Félagið er samtök hjúkrunarfræðinga þar sem hjúkrunarfræðingar vinna saman að þróun hjúkrunar, heilbrigðisþjónustu og heilsueflingu. Félagsmenn eru kjarni starfseminnar og árangur félagsins byggir á virkri þáttöku þeirra. Félagið er hagsmunasamtök hjúkrunarfræðinga og stendur vörð um réttindi, skyldur og kjör hjúkrunarfræðinga.

Sýn

Félagið vinnur að árangursríkri og öruggri heilbrigðisþjónustu með eflingu hjúkrunar, hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála hjúkrunarfræðinga ásamt því að vinna að aukinni þátttöku þeirra í þróun og stefnumótun á hjúkrunar- og heilbrigðisþjónustu.

Stefna félagsins

Stefna félagsins

Hjúkrunar- og heilbrigðismál

Hjúkrunar- og heilbrigðismál

Sykepleiernes samarbeide i Norden

Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) er svæðisbundin samvinna stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum sex. Ísland hefur verið aðili að samtökunum frá 1923.

Hlutverk SSN er meðal annars að beina athygli sinni að þróun og eiga frumkvæði í málum sem hafa áhrif á hjúkrunarfræðinga og hjúkrun á norðurlöndum.

Samvinnan á að leggja sitt af mörkum til áframhaldandi þróunar hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar á Norðurlöndum. Til að styrkja þessa þróun á SSN að eiga samvinnu við og hugsanlega sækja um aðild að viðeigandi norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum. Opinbert tungumál SSN eru skandinavísku tungumálin, sænska, danska og norska, með möguleika á að nota ensku, bæði munnlega og skriflega.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur virkan þátt í starfi SSN. Formenn aðildarsamtakanna mynda stjórn samtakanna. Fulltrúi Fíh í stjórn SSN er Guðbjörg Pálsdóttir formaður Fíh.

  

The European Federation of Nurses Associations

The European Federation of Nurses Associations (EFN)eða Evrópusamtök hjúkrunarfélaga er ráðgefandi vettvangur hjúkrunarfræðinga gagnvart ESB. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerðist aðili að þeim í mars 1998.

Með aðild að EFN gefst félaginu möguleiki á að fylgjast með og hafa áhrif á stefnu ESB um hjúkrunarmál í framtíðinni, en stefna ESB í þeim málefnum sem og öðrum hefur bein áhrif á Íslandi vegna EES samningsins. Fundir samtakanna eru haldnir tvisvar á ári.

 

 

ICN - The International Counsil of Nurses

Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) eru samtök hjúkrunarfélaga í rúmlega 120 löndum. Ráðið var stofnað árið 1899 og eru elstu og víðfeðmustu samtök heilbrigðisstétta í heiminum. Hjúkrunarfræðingar stýra ráðinu og markmið þess er að tryggja: góða hjúkrun fyrir alla, vinna að skýrri stefnumótun í heilbrigðismálum um heim allan, framfarir í hjúkrunarþekkingu og auka virðingu hjúkrunar um víða veröld. Jafnframt vinnur ráðið að því að ávallt séu hæfir og ánægðir hjúkrunarfræðingar við störf.

Siðareglur Alþjóðaráðsins liggja til grundvallar starfsemi hjúkrunarfræðinga um allan heim. Staðlar ráðsins, leiðbeiningar og stefnumörkun varðandi hjúkrunarmálefni, menntun, stjórnun, rannsóknir og þjóðfélagsmál eru viðurkenndir á alþjóðavísu.

Alþjóðaráðið hefur sett sér þrjú aðalmarkmið og fimm leiðbeinandi megin gildi

Markmið:
að auka einingu hjúkrunar um allan heim
að stuðla að alþjóðlegum framförum hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar
að hafa áhrif á heilbrigðis-, félags-, efnahags- og menntastefnu

Megin gildi:
1. Forysta byggð á hugsjón
2. Nýsköpun
3. Samstaða
4. Ábyrgð
5. Félagslegt réttlæti

Höfuðstöðvar Alþjóðaráðs hjúkrunarfræðinga eru í Genf í Sviss. Nánari upplýsingar um málefni Alþjóðaráðsins eru á vefsíðu þess.

 

Fannst þér efnið hjálplegt?

Af hverju ekki?

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála