Hjukrun.is-print-version

Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga

Fagdeildin starfar skv. Reglum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um fagdeildir innan þess.

Meðal markmiða Fagdeildar barnahjúkrunarfræðina eru:

  • Stuðla að bættri hjúkrun barna og ungmenna í samvinnu við fjölskylduna
  • Viðhalda og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga sem sinna börnum og fjölskyldum þeirra
  • Hvetja til framþróunar og rannsóknarstarfa á sviði barnahjúkrunar
  • Efla samstarf við hjúkrunarfræðinga bæði innanlands og utan
  • Að vera stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um faglegt efni er lýtur að barnahjúkrun

Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga var stofnuð 14. mars 1994. Hjúkurnarfræðingar sem í sínu starfi þjónusta m.a. börn og fjölskyldur þeirra og eru félagsmenn í Fíh, geta gerst meðlimir að Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga. Allir fagdeildarmeðlimir hafa tillögu og atkvæðisrétt. 

Barnahjúkrun er fjölbreytt starf þar sem miklir möguleikar eru á sérhæfingu. Barnahjúkrunarfræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi innan og utan sjúkrahúsa. 


Karítas Gunnarsdóttir, formaður
Fjóla Helgadóttir, varaformaður
Ingibjörg Einarsdóttir, gjaldkeri
Erna Margrét Arnardóttir, ritari
Halldóra Rún Bergman, meðstjórnandi
Birna Rut Aðalsteinsdóttir, meðstjórnandi
Theja Lankathilak, varamaður í stjórn

Nafn
Nafn fagdeildarinnar er Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Lög Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru lög fagdeildarinnar.

Markmið Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga

  • Stuðla að bættri hjúkrun barna og ungmenna í samvinnu við fjölskylduna.
  • Viðhalda og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga sem sinna börnum og fjölskyldum þeirra.
  • Hvetja til framþróunar og rannsóknarstarfa á sviði barnahjúkrunar
  • Efla samstarf við hjúkrunarfræðinga bæði innanlands og utan
  • Að vera stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nefndum til ráðgjafar um faglegt efni er lýtur að barnahjúkrun.

Félagar
Allir félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem starfa við eða hafa áhuga á barnahjúkrun, geta orðið félagar í Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga. Félagsmaður, sem ekki hefur greitt árgjald í tvö ár, er tekinn út af félagaskrá.

Stjórn fagdeildar
Stjórn fagdeildar skal skipuð fimm eða sjö félagsmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnendum. Leitast skal við að a.m.k. einn stjórnarmeðlimur hafi lokið viðbótar- eða framhaldsmenntun í barnahjúkrun. Kjörtímabil er tvö ár og er endurkjör heimilt, þó skal enginn stjórnarmaður sitja lengur en fjögur ár í sama embætti. Leitast skal við að ekki sé skipt um nema þrjá stjórnameðlimi í einu og að a.m.k. tveir aðilar úr fyrri stjórn sitji áfram í nýrri stjórn.

Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn í mars eða apríl, ár hvert. Aðalfund skal boða með skriflegu/eða rafrænu fundarboði með minnst tveggja vikna fyrir vara. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað. Hægt er að boða aukaaðalfund óski a.m.k. 25% félagsmanna eftir því.

Dagskrá aðalfundar skal vera eftirfarandi :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Skýrsla stjórnar.

3. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram til samþykktar.

4. Árgjald ákveðið.

5. Breytingar á starfsreglum.

6. Kosning stjórnar skv. 4 gr.

7. Kosning tveggja endurskoðenda.

8. Kosið í nefndir.

9. Önnur mál.

Reikningar
 Reikningar fagdeildarinnar eru lagðir fram árlega á aðalfundi.

Slit fagdeildar
 Deildin verður því aðeins lög niður að meirihluti félaga sé því samþykkur.

Tilnefna má heiðursfélaga
fagdeildarinnar hvern þann sem félagsmenn vilja sýna sérstaka virðingu.

 

Starfsreglum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og skulu skriflegar tillögur um breytingar á reglum berast stjórn þremur vikum fyrir aðalfund. Tillögur um breytingar á starfsreglum skulu fylgja aðalfundarboði.                  

Evrópskt samstarf

Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga er félagi í samtökunum Pediatric Nursing Associations of Europehttps://pnae.eu/

Norrænt samstarf

Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga er félagi í samtökunum Nordic cooperation of nurses working for children NoSB

 

Starfsreglur Styrktarsjóðsins 

  1. Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga.
  2. Stjórn Fagdeildar barnahjúkrunarfræðinga hefur umsjón með sjóðnum.
  3. Umsóknarfrestur um styrki úr sjóðnum er tvisvar ári, 1. apríl og 1. október. Umsóknum er svarað í síðasta lagi mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út. Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu fagdeildarinnar, undir styrktarsjóður fagdeildar. 
  4. Umsækjendur skulu vera félagar í Fagdeild barnahjúkrunarfræðinga og vera skuldlausir við fagdeildina.
  5. Styrkir verða eingöngu veittir í verkefni og til símenntunar á sviði barnahjúkrunar.
  6. Styrkþegar skulu kynna verkefni sín fyrir fagdeildinni innan árs frá veitingu. Kynningin getur verið í formi greinar í fréttabréfinu eða með því að kynna verkefnið á fundum deildarinnar.
  7. Umsóknum verður raðað í forgangsröð. Umsóknir til að sækja vísindaþing, einkum þar sem styrkþegi kynnir rannsóknarniðurstöður ganga fyrir. Þeir sem hlotið hafa styrk áður lenda aftar í röðinni.
  8. Eldri verkefni en tveggja ára eru ekki styrkhæf.
  9. Styrkjum verður úthlutað samkvæmt fjárhagsáætlun eða framlögðum reikningi í frumriti. Sé styrks ekki vitjað fyrir 31.des, sama ár og hann er veittur, fellur hann niður.
  10. Sjóðurinn er í vörslu gjaldkera fagdeildarinnar. Reikningsár sjóðsins er 1. janúar til 31. desember ár hvert. Reikningar sjóðsins verða yfirfarnir af skipuðum endurskoðendum fagdeildarinnar.
  11. Reglur sjóðsins skal endurskoða árlega, fyrir aðalfund fagdeildarinnar

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála