Fara á efnissvæði

Karladeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Tilgangur KFíh er að vinna að samvinnu karlkyns hjúkrunarfræðinga við að auka aðsókn karla í hjúkrunarfræðinám og að fyrirbyggja brottfall þeirra úr hjúkrunarfræðinámi og -stétt.

Um deildina

Karladeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var stofnuð 12. maí 2023. Tilgangur deildarinnar er að vinna að samvinnu karlkyns hjúkrunarfræðinga við að auka aðsókn karla í hjúkrunarfræðinám og að fyrirbyggja brottfall þeirra úr hjúkrunarfræðinámi og -stétt. Árgjald er kr. 2.000.

Markmið deildarinnar eru:

• Að taka þátt í stefnumótun félagsins til að auka hlutfall karla innan hjúkrunar.

• Að vera virkur samstarfsaðili heilbrigðisstofnana í þróun og fjölgun á karlkyns hjúkrunarfræðingum á viðkomandi stofnun.

• Að vera virkur þátttakandi í umræðum í samfélaginu um hlutverk karla innan hjúkrunar og mikilvægi þess að laga kynjahalla innan hjúkrunarstéttarinnar.

• Að vera ráðgefandi og styðjandi fyrir karlmenn sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig hjúkrun eða eru í hjúkrunarnámi.

• Að vera í virku samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri um þróun leiða til að auka við hlutfall karla í hjúkrunarnámi og hindra brottfall þeirra.

• Að gera karlkyns hjúkrunarfræðinga sýnilegri á meðal almennings svo til staðar sé fagleg fyrirmynd fyrir drengi sem vilja leggja fyrir sig hjúkrun.

• Að veita umræðugrundvöll og stuðning við starfandi karla innan hjúkrunar.

Stjórn

Formaður

Gísli Kort Kristófersson

Varaformaður

Gísli Nils Einarsson

Ritari

Aðalsteinn Baldursson

Gjaldkeri

Sölvi Sveinsson

Meðstjórnandi

Tryggvi Hjörtur Oddsson

Starfsreglur

1. gr. Nafn deildar

Nafn deildarinnar er Karladeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (KFíh). Deildin starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh). Heimili og varnarþing er í Reykjavík en umdæmið er landið allt. Lög Fíh eru lög deildarinnar.

2. gr. Tilgangur

KFíh vinnur að samvinnu karlkyns hjúkrunarfræðinga við að auka aðsókn karla í hjúkrunarfræðinám og að fyrirbyggja brottfall þeirra úr hjúkrunarfræðinámi og -stétt. Deildin er stjórn Fíh og nefndum til ráðgjafar um þau málefni sem krefjast þekkingar og reynslu karla í hjúkrun.

Markmið deildarinnar eru:

• Að taka þátt í stefnumótun félagsins til að auka hlutfall karla innan hjúkrunar.

• Að vera virkur samstarfsaðili heilbrigðisstofnana í þróun og fjölgun á karlkyns hjúkrunarfræðingum á viðkomandi stofnun.

• Að vera virkur þátttakandi í umræðum í samfélaginu um hlutverk karla innan hjúkrunar og mikilvægi þess að laga kynjahalla innan hjúkrunarstéttarinnar.

• Að vera ráðgefandi og styðjandi fyrir karlmenn sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig hjúkrun eða eru í hjúkrunarnámi.

• Að vera í virku samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri um þróun leiða til að auka við hlutfall karla í hjúkrunarnámi og hindra brottfall þeirra.

• Að gera karlkyns hjúkrunarfræðinga sýnilegri á meðal almennings svo til staðar sé fagleg fyrirmynd fyrir drengi sem vilja leggja fyrir sig hjúkrun.

• Að veita umræðugrundvöll og stuðning við starfandi karla innan hjúkrunar.

Aðild Rétt til aðildar hafa allir félagsmenn innan Fíh (full aðild, fagaðild, lífeyrisaðild) sem skilgreina sig sem karla. Sá sem óskar eftir aðild þarf að sækja um inngöngu til stjórnar deildarinnar sem ákveður um aðild.

Aðalfundur

Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum deildarinnar. Aðalfund skal halda árlega fyrir 15. mars. Stjórn ákveður tíma og fundarstað. Boða skal til aðalfundar rafrænt með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef löglega er til hans boðað. Fundarboði skal fylgja dagskrá og tillögur sem leggja á fyrir fundinn.

Dagskrá aðalfundar:

- Skýrsla stjórnar

- Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram

- Árgjald ákveðið

- Starfsreglur

- Reglubreytingar

- Kosning stjórnar samkvæmt 5. grein

- Kosning skoðunarmanna reikninga

- Önnur mál

Einfaldur meirihluti ræður við afgreiðslu mála. Löglega boðaður aðalfundur hefur óskorðaðan rétt til afgreiðslu mála án tillits til þess hve margir fundarmenn eru mættir. Stjórn leggur fram ársskýrslu um starfsemi deildarinnar sem samþykkt hefur verið á aðalfundi, til stjórnar Fíh fyrir lok marsmánaðar ár hvert. Á aðalfundi er einnig fjallað um tillögur félagsmanna.

Stjórn

Stjórn skal skipuð fimm félögum; formanni, varaformanni, ritara, meðstjórnanda og gjaldkera. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund. Kjörtímabil er tvö ár og endurkjör er heimilt. Þó skal enginn sitja lengur en átta ár samfellt í stjórninni. Kosning skal vera skrifleg og leynileg ef fleiri en einn félagi býður sig fram til setu í stjórn. Meirihluti ræður kjöri. Kjöri skal vera þannig háttað að aldrei gangi fleiri en 3 kjörnir stjórnendur úr stjórn hverju sinni. Lausar stöður innan stjórnar skal auglýsa með aðalfundarboði. Allir deildarmeðlimir geta boðið sig fram í stjórn og skal framboð tilkynnt stjórn deildarinnar á netfang karladeild@hjukrun.is í síðasta lagi viku fyrir aðalfund.

Reikningar

Reikningstímabil deildar miðast við almanaksárið 1. janúar til 31. desember. Á aðalfundi skal kjósa tvo skoðunarmenn úr röðum félagsmanna. Skoðunarmenn skulu yfirfara reikninga deildarinnar fyrir aðalfund og gera athugasemdir ef ástæða er til.

Slit

Deildina er hægt að leggja niður á aðalfundi. Einnig getur aðalfundur Fíh ákveðið að leggja niður deildina hafi hún ekki skilað ársskýrslu til stjórnar Fíh í samfelld tvö ár. Verði deildin lögð niður skal eignum hennar ráðstafað eftir því sem aðalfundur hennar ákveður í samræmi við markmið hennar.

Gildi starfsreglnanna

Starfsreglur þessar hafa verið samþykktar af stjórn Fíh á aðalfundi vorið 2022.