Efni: Umsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna máls nr. 173/2021: Verðmætamat kvennastarfa, tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) fagnar nýútkominni skýrslu frá forsætisráðuneytinu, Verðmætamat kvennastarfa, tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa, sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda.
Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstétt landsins og eru konur 97% félagsmanna. Nám í hjúkrunarfræði er fjögurra ára háskólanám og að loknu námi útskrifast hjúkrunarfræðingar með BS gráðu í hjúkrunarfræði. Auk þess er mjög stór hópur hjúkrunarfræðinga með framhaldsnám á meistarastigi. Í skýrslum Heilbrigðisráðuneytisins frá 2020, Tillögur til fjölgunar útskrifaðra hjúkrunarfræðinga, og Mönnun hjúkrunarfræðinga, kemur fram að aukin þörf er á starfsframlagi hjúkrunarfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum nú þegar til starfa og mun að óbreyttu aukast á næstu árum, m.a. vegna hækkandi starfsaldurs. Jafnframt lætur 4.-5. hver hjúkrunarfræðingur af störfum eftir fimm ár frá útskrift og þarf að snúa þróuninni við. Ein af ástæðunum fyrir brottfalli þeirra úr starfi er sú að hjúkrunarfræðingar eru vanmetin kvennastétt hvað varðar laun með tilliti til ábyrgðar og eru störf þeirra ekki metin til jafns við aðrar stéttir eins og t.d. karlastéttir. Þetta kom m.a. fram í gerðardómi í kjaradeilu Fíh og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. september 2020.Jafnframt kemur fram í dómnum að samkvæmt launagreiningu innan Landspítala sem 60% hjúkrunarfræðinga starfa hjá, eru vísbendingar um að starfshópar í stéttarfélögum þar sem karlar eru fjölmennari, séu með að jafnaði hærri laun en hjúkrunarfræðingar, án þess að störf þeirra væru endilega metin meira virði í starfsmati.
Því er brýnt að endurmeta verðmætamat svona stórrar kvennastéttar eins og hjúkrunarfræðinga m.a. til að koma í veg fyrir áframhaldandi skort á mönnun hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi. Ýmislegt hefur áunnist á okkar kynskipta launamarkaði með tilkomu jafnlaunastaðalsins en skv. nýútkominni launarannsókn Hagstofunnar hefur leiðréttur launamunur minnkað úr 6,4% í 4,3%. Það er þó ekki nóg þar sem jafnlaunastaðallinn tekur ekki á því grundvallarmisrétti sem er ennþá til staðar í íslensku samfélagi vegna menningarlegra og kerfisbundinna þátta og hefur því áfram áhrif á mat störf kvennastétta eins og hjúkrunarfræðinga.
Fíh fagnar þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni um þetta mikilvæga baráttumál. Fíh fagnar því þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslunni um þetta mikilvæga baráttumál. Félagið vill koma á framfæri vilja sínum til að koma að áframhaldandi vinnuí ljósi sérstöðu félaga heilbrigðisstéttaþar sem konur eru í mjög miklum meirihluta.