Fara á efnissvæði

Launaseðill

Hjúkrunarfræðingar leita til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga m.a. til að fá aðstoð við að lesa úr launaseðli sínum.

Hvernig á að lesa úr launaseðlinum?

Hjúkrunarfræðingar leita til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga m.a. til að fá aðstoð við að lesa úr launaseðli sínum.

Hér á eftir birtist dæmigerður launaseðill hjúkrunarfræðings í 100% vaktavinnu, frá Fjársýslu ríkisins með útskýringum. Launaseðilinn er raunverulegur en öll persónueinkenni hafa verið þurrkuð burt.

Hver liður er númeraður og hverju númeri fylgir útskýring með texta og útreikningi þar sem það á við. Útborgunardagur þessa launaseðils er 1. mars 2015 og viðkomandi starfsmaður starfar á tiltekinni deild á LSH. Í kjarasamningi félagsins og fjármálaráðherra segir orðrétt um launaseðilinn í gr. 16.1.1:

„Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu.

Á launaseðli skulu tilgreind: föst laun starfsmanns það tímabil sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda, frítökuréttur og sundurliðun einstakra tekna og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar.“

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ráðleggur hjúkrunarfræðingum að geyma ætíð alla launaseðla og vinnuskýrslur. Launaseðill er m.a. sönnun þess að viðkomandi starfsmaður hafi verið í starfi hjá vinnuveitanda á þeim tíma sem um ræðir, að greitt hafi verið fyrir hann í lífeyrissjóð og félagsgjöld til stéttarfélags hafi verið greidd.