Fara á efnissvæði

Lífeyrismál

Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs. Tilgangur lífeyrissjóða er að tryggja sjóðsfélögum ellilífeyri til æviloka og verja fjölskyldur þeirra fyrir tekjumissi veng örorku og andláts.

Ertu farin að huga að starfslokum?

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur reglulega námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga sem eru farnir að huga að starfslokum. Námskeiðin eru auglýst á vef félagsins. Í svokallaðri Lífeyrisgátt lífeyrissjóða getur þú nálgast upplýsingar um lífeyrisrétt þinn í lífeyrissjóðum á Íslandi.

Greiðsla til lífeyrissjóðs

Öllum launamönnum og þeim sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi er skylt að tryggja sér lífeyrisréttindi með aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs. Auð auki kjósa margir að greiða í séreignasjóð (sjá viðbótarlífeyrissparnaður hér að neðan). Helsti ávinningur af lífeyrissjóðsaðild er:

  • Ellilífeyrir til æviloka
  • Örorku- og barnalífeyrir ef sjóðfélagi missir starfsgetu og verður fyrir sannanlegum tekjumissi vegna veikinda- og slysa.
  • Maka- og barnalífeyrir við fráfall sjóðfélaga
  • Möguleiki á lánum frá lífeyrissjóði

Viðbótalífeyrissparnaður

Í kjarasamningum hjúkrunarfræðinga er ákvæði um að launagreiðendur greiði 2% af launum starfsmanna sinna sem mótframlag við viðbótarlífeyrissparnað þeirra enda sé framlag launamanns a.m.k. 2%. Greiðsla viðbótalífeyris er valkvæð og getur numið 2% til 4% af heildarlaunum. Framlag vinnuveitanda er í báðum útfærslum 2%. Ýmist er hægt að geyma viðbótarlífeyrissparnað hjá lífeyrissjóðum, bönkum, sparisjóðum, verðbréfafyrirtækjum eða líftryggingafélögum.

Fjórar leiðir færar til að fjölga hjúkrunarfræðingum

Öldungadeild Fíh hélt fund um fyrirhuguð áform stjórnvalda um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna í starfi hjá ríkinu.

Sjá nánar