Fara á efnissvæði
Námskeið

Áfall í starfi 

Áfall í starfi er námskeið þar sem fjallað er um þegar einstaklingur upplifir einkenni áfalla eftir erfið og krefjandi verkefni. Hér skráning á rafrænt námskeið, mánudaginn 11. nóvember kl. 13-15.

Dagsetning

11. nóvember

Tími

13:00 - 15:00

Verð

kr. 15.000

Umsjón

Dr. Sigrún Sigurðardóttir er prófessor við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Sigrún hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði, með áherslu á áfallamiðaða nálgun.

Fjallað verður um áföll í starfi, þegar einstaklingur upplifir einkenni áfalla eftir erfið og krefjandi verkefni. Hvaða áhrif það getur haft fyrir einstaklinginn, heilsufar hans og líðan og áhrif á daglega lífið. Annars stigs áfall eru streituviðbrögð sem geta komið fram þegar einstaklingur verður vitni að eða heyrir af einstaklingi sem lenti í áfalli, eins og slysi, ofbeldi, hamförum, var greindur með langvinnan og lífsógnandi sjúkdóm eða missti einhvern nákominn.

Hjúkrunarfræðingar geta upplifað áföll í starfi þegar aðstæður eru krefjandi. Áföll sem við áttum okkur ekki alltaf á, þar sem atvikin eru hluti af starfinu og starfsumhverfi okkar. Áföll sem geta haft áhrif á heilsufar og líðan, jafnvel þó að einstaklingurinn átti sig ekki á því að hafa orðið fyrir áfalli í starfi. Einkenni og afleiðingar geta komið fram löngu seinna og geta haft áhrif á kulnun og samúðarþreytu. Áfallamiðuð nálgun er ein leið til að innleiða forvarnir og úrvinnslu við slíkar aðstæður.

Skráðir þátttakendur fá senda slóð í tölvupósti. Fíh áskilur sér rétt að hætta við námskeið verði lágmarksfjölda ekki náð.