- Dagsetning
- 12. maí 2025
- Tími
- 17:30
- Staðsetning
- Úlfarfell
Mánudaginn 12. maí er alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni ætlar Fíh að standa fyrir hressandi viðburði. Við ætlum að ganga saman á Úlfarsfell, hittumst à bílastæðinu við Úlfarsfell klukkan 17:30 þar sem hjúkrunarfræðingarnir og hlaupadrottningarnar Dagmar og Margrét ætla að vera með létta upphitun áður en við leggjum af stað en þetta er ekki keppni og allir fara á sínum hraða.
Aðalatriðið er að hittast og hafa gaman saman, hreyfa sig úti í náttúrunni og njóta stundarinnar. Unbroken og Hlaupár ætla að vera með orkuglaðning þegar við komum niður svo enginn fari sársvangur heim eftir gönguna. Hvetjum alla hjúkrunarfræðinga til að mæta, það þarf ekki að skrá sig bara mæta á staðinn kl: 17:30 á mánudaginn.
Fíh hvetur hjúkrunarfræðinga um allt land til að koma saman og stunda heilsueflandi útiveru og hafa gaman saman á alþjóðlegum degi hjúkrunarfræðinga þann 12. maí.
Næsti mánudagur er dagurinn okkar, gerum okkur glaðan dag saman.