Fara á efnissvæði

Heimsókn Öldungadeildar í Grasagarðinn í Laugardal

Fyrsti viðburður í haustdagskrá öldungadeildar hjúkrunarfræðinga er heimsókn í Grasagarðinn í Laugardal fimmtudaginn 4. september n.k. Mæting stundvíslega kl. 14 við innganginn í Grasagarðinn. Næg bílastæði.

Dagsetning
4. september 2025
Tími
14:00 - 16:00
Staðsetning
Grasagarðurinn í Laugardal

Kynningarstjóri garðsins tekur á móti okkur og leiðir okkur um hann. Fáum við að kynnast sögu hans og skipulagi og sérstök athygli okkar verður á gróðrinum sem mun skarta sínu fegursta í byrjun hausts. Í lok ferðar verður haldið í Kaffi Flóru þar sem kaffi og meðþví bíður okkar og við fáum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.

Skv tillögu kynningarstjóra munum við takmarka hópinn við 45 manns. Þeir sem hafa áhuga að mæta eru beðnir um að skrá sig með hefðbundnum hætti með því að leggja inn á reikning deildarinnar kr. 2600,-, sem er fyrir kaffi og meðlæti.

Kennitala og reikningsnúmer Öldungardeildarinnar er eftirfarandi:

Kennitala: 691093 2639

Reikningsnúmer: 526 14 120000

Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilega samveru í dásamlegu umhverfi.

Kringum næstu mánaðarmót munum við að öðru leyti senda haustdagskrá Öldungadeildarinnar til félagsmanna.

Stjórn Öldungadeildar hjúkrunarfræðinga