- Dagsetning
- 4. júní 2025
Að vanda höfum við lagt okkur fram við að skipuleggja skemmtilegan dag fyrir þátttakendur og erum við vissar um að vel takist til og allir verði í stuði!
Haldið verður suður með sjó á slóðir Reykjanes jarðvangs sem einnig hefur verið kallaður Eldfjallagarðurinn á Reykjanesi.
Við höfum 2 rútur til umráða sem samanlagt taka 98 farþega, þannig að við höfum getað bætt aðeins við frá fyrra ári.
Eins og á síðasta ári fáum við að leggja upp í ferðina frá Hótel Kríunesi við Elliðavatn og lagt er af stað kl. 10.00 um morguninn, stundvíslega! Við leggjum áherslu á tímanlega mætingu. Þeir sem ekki eru alveg klárir á hvar Hótel Kríunes er staðsett, eru beðnir um að kynna sér staðsetninguna fyrirfram til að lenda ekki á villugötum. Þar má geyma bíla yfir daginn en til að taka ekki alveg yfir svæðið biðjum við ykkur um að sameinast í bíla eða fá einhvern til að skutla ykkur.
Ferðaáætlunin er eftirfarandi (tímasett hér á eftir).
Ekið er til Keflavíkur og áfram að Garðskagavita, þar sem m.a. byggðasafnið er skoðað undir leiðsögn. Hádegisverður er í Kaffi Golu við Hvalsnes og svæðið skoðað undir leiðsögn, en kollegi okkar Margrét Tómasdóttir og systir hennar Magnea eru þar húsráðendur. Þá er ekið suðurleiðina til Grindavíkur þar sem tekið er á móti okkur með kynningu og síðan ekið um Grindavík. Að lokum er haldið til Reykjavíkur um Suðurstrandarveg og er okkar árlega gleðistund haldin á Höfuðstöðinni á Ártúnshöfða. Mikið gaman, mikið fjör að vanda. Að því loknu er keyrt að Hótel Kríunesi og snæddur kvöldverður og fjörinu haldið áfram.
Kostnaði er sem fyrr haldið í hófi og ferðin kostar kr.18.000,-. Allt er innifalið nema vín og drykkir um kvöldið.
Sem fyrr höfum við þann háttinn á að greiðsla jafngildi skráningu. Reglan “fyrstur kemur fyrstur fær” gildir og við tökum ekki á móti pöntunum gegnum síma eða skilaboð.
Bankanúmer: 526 14 120000
Kennitala: 691093 2639
Skráð verður á biðlista ef þarf.
Athugið að greiða þarf fyrir rútuna hvort sem sæti er nýtt eða ekki. Því gildir að þeir sem hafa pantað og greitt en hætta við, fá ekki endurgreiddan kostnað við rútuna (kr. 6.000,-), nema hætt sé við fyrir 29. maí.
Hlökkum til samverunnar!
Stjórn Öfíh: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Ásta Möller, Erna Einarsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Steinunn Ingvarsdóttir, Unnur Sigtryggsdóttir og Þórunn Ólafsdóttir
Dagskrá
Kl. 10:00 - Lagt af stað frá Hótel Kríunesi sem leið liggur til Keflavíkur og síðan að Garðskagavita.
Kl. 11:00 -12:15 - Garðskagaviti og byggðasafnið skoðað með leiðsögn. Áhersla safnsins er á sjóminjar. Á staðnum er kaffihús sem þeir sem vilja geta keypt sér kaffi á eigin kostnað. Hugsanlega þarf að skipta hópnum upp safn/viti.
Kl. 12.15 - Lagt af stað frá Garðskagavita.
Kl. 12.30–14.00 - Kaffi Gola - hádegisverður. Hvalsnes og Hvalsneskirkja.
Helmingur hópsins byrjar á hádegisverði/ hinn helmingurinn fær leiðsögn um sögu staðarins og kirkju og svo skipt.
Í matinn er grænmetissúpa, heimabakað brauð, smjör, vatn, uppáhellt kaffi og sætur biti. Hægt að kaupa sér drykki á eigin kostnað.
Kl. 14.00 - Lagt af stað frá Hvalsnesi.
Kl. 14.45-16.00 - Grindavík. Kristín María Birgisdóttir sem hefur verið upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar tekur á móti hópnum í Kvikunni sem er auðlinda- og menningarhús Grindavíkur og fáum við kynningu m.a. um eldsumbrot og jarðhræringar á svæðinu og áhrif þess á samfélagið. Að því loknu er farin rútuferð um leyfðar leiðir innan Grindavíkur til að sjá verksummerki eftir hamfarirnar.
Kl. 16.00 - Keyrt frá Grindavík um Suðurstrandarveg til Reykjavíkur.
Kl. 17.00 - Höfuðstöðin – Gleðistund, “happy hour” í boði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Kl 18.25 - Lagt af stað frá Höfuðstöðinni.
19.00 - Hótel Kríunes- Kvöldverður.
Maðseðill:
Forréttur: Villisúpa með anda confit
Aðalréttur: Þorskur í black garlic marineringu með salthnetum og döðlum kartöflumús, salati og hvítvínssósu
Eftirréttur: Crème brulee
Ef einhver er með sérþarfir vegna matarins t.d. vegna ofnæmis, óþols eða eitthvað slíkt, sendið slíkar upplýsingar á netfang deildarinnar [email protected], fyrir 1. júní n.k.
Hlökkum til að sjá ykkur!