Fara á efnissvæði

Veffundur Sjúkratrygginga Íslands

Sjúkratryggingar Íslands boða til veffunda þar sem farið verður yfir sjúklingatryggingu og þær breytingar sem tóku gildi 1. janúar 2025. Tvær dagsetningar verða í boði, 8. og 14. maí.

Dagsetning
14 - 15. maí 2025
Tími
16:00 - 17:15
Staðsetning
Teams

Dagskrá funda

16:00-16:20 Almennt um sjúklingatryggingu og upplýsingaskyldu heilbrigðisstarfsfólks

  • Almenn umfjöllun um sjúklingatryggingu
  • Leiðbeiningar til heilbrigðisstarfsfólks varðandi nýja skyldu um að upplýsa um mögulegan rétt á bótum úr sjúklingatryggingu

16:20-16:30 Spurningar

16:30-17:00 Iðgjöld sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks og stofnana vegna sjúklingatryggingar

  • Ástæða breytingar
  • Framkvæmd innheimtu
  • Umfjöllun um reglugerð um iðgjöld

17:00 - 17:15 Spurningar

Í tilkynningu Sjúkratrygginga er vísað til fyrri bréfa sem send voru ábyrgðaraðilum sjálfstæðs rekstrar í heilbrigðisþjónustu vegna iðgjalda fyrir sjúklingatryggingu. Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk kynni sér efni bréfanna.

Frestur til að ganga frá greiðslu iðgjalda hefur verið framlengdur til 30. júní 2025. Innheimta iðgjalda er hafin, en þar sem um nýtt verkefni er að ræða hefur innheimta iðgjalda tekið nokkuð lengri tíma en áætlað var. Nokkur fjöldi hefur þegar fengið senda greiðsluseðla og aðrir mega búast við þeim á næstu vikum.