Katrín Ösp Jónsdóttir er 43 ára Akureyringur og þriggja barna móðir. Hún er sérnámshjúkrunarfræðingur í geðhjúkrun með meistaragráðu í heilbrigðisvísindum.
Hún lauk námi í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri árið 2012 og hefur m.a. starfað fyrir Krabbameinsfélagið og hjá Heilsu og sálfræðiþjónustunni á Akureyri.
Katrín hefur undanfarin ár brunnið fyrir vitundarvakningu á þungbærri reynslu í starfi heilbrigðisstarfsmanna og gerði rannsókn því tengt sem mun vonandi birtast í Tímariti hjúkrunarfræðinga.
Katrín býður sig fram til varamanns í stjórn félagsins þar sem hún mun leggja áherslu á þróun úrræða fyrir hjúkrunarfræðinga til að sporna gegn afleiðingum þungbærar reynslu í starfi.