Fara á efnissvæði

Starfsmenntunarsjóður

Starfsmenntunarsjóður veitir styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna. Greitt er úr sjóðnum mánaðarlega.

Starfsmenntunarsjóður

Starfsmenntunarsjóður er fjármagnaður með framlagi launagreiðanda í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Í stjórn sjóðsins sitja fulltrúar hjúkrunarfræðinga fyrir hönd félagins og af hálfu viðsemjenda sitja fulltrúar fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

Félagsfólk Fíh getur sótt um styrk í starfsmenntunarsjóð ef atvinnurekandi þeirra hefur greitt starfsmenntunarsjóðsframlag í samtals sex mánuði, þar af samfellt í þrjá mánuði, þegar stofnað er til útgjalda vegna viðburðar sem sótt er um.

Umsóknarferli

Sótt er um styrk í Starfsmenntunarsjóð á Mínum síðum, en til að hafa aðgengi að þeim þarf rafræn skilríki.

Í umsókn þarf að koma fram um hvað er sótt um. Lýsing á námi, námskeiði, ráðstefnu eða kynnisferð. Rökstuðningur um hvernig verkefnið nýtist í starfi. Einnig þarf að skila staðfestingu á að búið sé að greiða upphæðina sem sótt er um endurgreiðslu fyrir.

Réttur til styrks

Litið er til innborgana í sjóðinn fyrir hönd umsækjanda síðustu þrjá mánuði áður en sá viðburður á sér stað sem er til grundvallar umsóknar.

Styrkupphæð

Styrkfjárhæð er 350.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

Ef hluti hámarksfjárhæðar hefur verið tekinn út á síðustu 24 mánuðum hefur það áhrif á styrkfjárhæð.

Sjóðsfélagi með inngreiðslur hærri en 800 kr. mánaðarlega síðustu þrjá mánuði á rétt á fullum styrk.

Sjóðsfélagi með inngreiðslur sem nema minna en 800 kr. mánaðarlega síðustu þrjá mánuði á rétt á hálfum styrk, eða 175.000 kr. á 24 mánuðum.

Hvað er styrkt?

Til að vera styrkhæft þarf verkefnið eða viðburðurinn að varða hjúkrunarfræði sem fag og auka almenna starfshæfni umsækjanda á sviði hjúkrunar, stjórnunar, samskiptatækni, sjálfstyrkingar og tungumála.

Umsókn

Til að hægt sé að afgreiða umsóknina og greiða út styrkinn þurfa eftirtalin gögn að berast með umsókn:

  • staðfesting á greiðslu fyrir greiðslu náms/námskeiðs/ráðstefnu/kynnisferða
  • ef sótt er um vegna kynnisferðar: dagskrá kynnisferðar
  • ef sótt er um vegna námskeiðs erlendis: rökstuðningur fyrir staðarvali
  • staðfesting á greiðslu flugmiða
  • staðfesting á greiðslu gistingar
  • staðfesting á greiðslu eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn

Staðfesting á greiðslu getur verið afrit af greiddum reikning. Ekki er nóg að skila skjáskoti af millifærslu.

Þegar umsókn hefur borist sjóðnum birtist staðfestingartexti og umsóknin kemur fram á yfirliti umsókna á Mínum síðum. Hafi ekkert af þessu gerst, hefur umsókn ekki verið móttekin.

Greiðslur

Fullgildar umsóknir sem berast sjóðnum fyrir 1. dag greiðslumánaðar koma til greiðslu á 15. til 17. degi greiðslumánaðar.

Greitt er út mánaðarlega nema um sé að ræða vafaatriði sem fara fyrir stjórn sjóðsins. Ekki er greitt úr starfsmenntunarsjóði í júlí.

Þegar afgreiðsla sjóðsstjórnar liggur fyrir er sjóðfélögum tilkynnt niðurstaðan í tölvupósti.

Stjórn sjóðsins

Formaður, tilnefnd af Fíh

Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Tilnefnd af Fíh

Ásdís Guðmundsdóttir

Tilnefnd af Fjármálaráðuneyti

Halldóra Friðjónsdóttir

Tilnefnd af Reykjavíkurborg

Anna Guðmundsdóttir

Starfsmaður sjóðsins

Steinunn Helga Björnsdóttir

Reglur