Fara á efnissvæði
Frétt

Kristófer Kristófersson

Frambjóðandi í stjórn Fíh á aðalfundi 2025.

Kæri hjúkrunarfræðingur,

Kristófer heiti ég og gef kost á mér sem aðalmaður í stjórn. Ég starfa sem hjúkrunarfræðingur á geðsviði Landspítala og hef undanfarin tvö ár setið sem varamaður í stjórn félagsins og verið virkur þátttakandi í starfi hennar allan tímann.

Ég vil halda áfram að vinna fyrir hönd íslenskra hjúkrunarfræðinga að hagsmunum þeirra, eflingu stéttarinnar og framþróun hjúkrunar á Íslandi. Auk hjúkrunarfræðimenntunar er ég með BS-gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í markaðsfræði og hef bakgrunn og starfsreynslu í þeim geira. Þá er ég að ljúka diplómanámi í hjúkrunarstjórnun og forystu um þessar mundir. Ég tel að þessi reynsla og menntun muni áfram nýtast mér vel í störfum fyrir hönd félagsmanna — með þann lærdóm í farteskinu sem síðustu tvö ár hafa fært mér.

Ég óska eftir stuðningi þínum á aðalfundi félagsins þann 15. maí næstkomandi.