Fara á efnissvæði

Stofnanasamningar

Kjarasamningar við ríkið og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru tvískiptir, annars vegar miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur, s.s. orlof, veikindi, vinnutíma og miðlægar launahækkanir og hins vegar stofnanasamningar við einstaka stofnanir, þar sem er að finna röðun starfa hjúkrunarfræðinga í launaflokka, mat á viðbótarmenntun, starfsreynslu o.fl.

Ríki

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Hvað er stofnanasamningur?

Stofnanasamningur er sérstakur samningur milli stofnunar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er hluti af miðlægum kjarasamningi. Honum er meðal annars ætlað að tryggja þróun og stuðla að skilvirkara launakerfi sem tekur mið af þörfum og verkefnum stofnunar og starfsmanna hennar.

Í stofnanasamningi er samið um grunnröðun starfa í launaflokka og þrep og hvaða þættir og/eða forsendur skuli ráða röðun. Starfslýsing er ein af forsendum röðunar starfa í launaflokka og skal hún endurskoðuð í takt við þróun viðkomandi starfs. Við grunnröðun starfa bætast við persónubundnir þættir til hækkunar, s.s. viðbótarmenntun og starfsreynsla, og tímabundnir þættir sem geta t.d. verið umframábyrgð vegna sérstaka verkefna og/eða frammistaða.

Viðræður um stofnanasamninga fara fram undir friðarskyldu, þ.e. ekki er hægt að beita verkfalli til að þvinga fram breytingar á honum sem slíkum.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerir stofnanasamninga við ríkisreknar stofnanir og stofnanir sem taka mið af kjarasamningsumhverfi ríkisins, þar á meðal stofnanir sem heyra undir Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Kjarasamningar og launatöflur