Fara á efnissvæði

Starfsmat

Starfsmat er samræmt mat á ólíkum störfum og er m.a. notað til að meta störf hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Þetta þýðir að hjúkrunarfræðingar sem taka laun eftir kjarasamningum við Reykjavíkurborg eða Samband íslenskra sveitarfélaga (sveitarfélög utan Reykjavíkur) er raðað í launaflokka samkvæmt niðurstöðu starfsmats. Um launahækkanir og almenn réttindi (s.s. orlof, veikindi, uppsagnir) er samið í miðlægum kjarasamningum en grunnlaunasetningin fer eftir starfsmati.

Hvað er starfsmat?

Starfsmat er greiningartæki er metur innbyrðis vægi starfa út frá ákveðnum forsendum. Starfsmat er notað hjá sveitarfélögum til þess að leggja með samræmdum hætti mat á ólík störf og á að auka sýnileika launaröðunar og tryggja að hjúkrunarfræðingum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er.

Starfsmat á að leiða til þess að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni. Starfsmat metur aðeins grunnkröfur til starfa en ekki einstaklingsbundna hæfni starfsmanna eða frammistöðu í starfi.

Nánari upplýsingar um starfsmatskerfi má finna á vef Verkefnastofu Starfsmats.

Kjarasamningar og launatöflur