Fara á efnissvæði

Starfsmenntunarsjóður

Starfsmenntunarsjóður veitir styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna auk annars tilkostnaðar við að sækja framannefnt. Úthlutað er úr sjóðnum mánaðarlega.

Umsóknarferli

Sótt er um styrk í Starfsmenntunarsjóð á Mínum síðum, en til að hafa aðgengi að þeim þarf annað hvort Íslykil eða rafræn skilríki.

Í umsókn þarf að koma fram um hvað er sótt, þ.e. nafn og lýsing á námi/námskeiði/ráðstefnu/kynnisferð og annað sem við á t.d. flugfar eða eldsneyti.

Réttur til styrks

Litið er til innborgana í sjóðinn fyrir hönd umsækjanda síðustu þrjá mánuði áður en sá viðburður á sér stað sem er til grundvallar umsóknar.

Styrkfjárhæð er 350.000 kr. á hverjum tveimur almanaksárum (24 mánuðum). Ef hluti hámarksfjárhæðar hefur verið tekinn út á árinu hefur það áhrif á styrkfjárhæð. Sjóðsfélagi með inngreiðslur hærri en 800 kr. mánaðarlega síðustu þrjá mánuði á rétt á fullum styrk, en sjóðsfélagi með inngreiðslur sem nema minna en 800 kr. mánaðarlega síðustu þrjá mánuði á rétt á hálfum styrk, þ.e.a.s. 175.000 kr. á 24 mánuðum.

Hvað er styrkt?

Verkefni þarf að jafnaði að varða fagsvið hjúkrunar sjóðfélaga til að vera styrkhæft og auka almenna starfshæfni hans á sviði hjúkrunar, stjórnunar, samskiptatækni, sjálfstyrkingar og tungumála.

Umsókn

Til að hægt sé að afgreiða umsóknina og greiða út styrkinn þurfa eftirtalin gögn að berast með umsókn:

  • staðfesting á greiðslu fyrir greiðslu náms/námskeiðs/ráðstefnu/kynnisferða
  • sé um kynnisferð að ræða: dagskrá kynnisferðar
  • staðfesting á greiðslu flugmiða
  • staðfesting á greiðslu gistingar
  • staðfesting á greiðslu eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn

Þegar umsókn hefur borist sjóðnum birtist staðfestingartexti og umsóknin kemur fram á yfirliti umsókna á Mínum síðum. Hafi ekkert af þessu gerst, hefur umsókn ekki verið móttekin.

Greiðslur

Fullgildar umsóknir sem berast sjóðnum eru teknar fyrir á fundum sjóðsstjórnar og koma til greiðslu á 15. degi greiðslumánaðar. Greitt er út mánaðarlega nema um sé að ræða vafaatriði sem fara fyrir stjórn sjóðsins. Ekki er greitt úr starfsmenntunarsjóði í júlí.

Þegar afgreiðsla sjóðsstjórnar liggur fyrir er sjóðfélögum tilkynnt niðurstaðan í tölvupósti.

Stjórn sjóðsins

Formaður, tilnefnd af Fíh

Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Tilnefnd af Fíh

Ásdís Guðmundsdóttir

Tilnefnd af Fjármálaráðuneyti

Aldís Magnúsdóttir

Tilnefnd af Reykjavíkurborg

Anna Guðmundsdóttir

Starfsmaður sjóðsins

Steinunn Helga Björnsdóttir

Reglur