Fara á efnissvæði

Starfsþróunarsetur

Starfsþróunarsetur Fíh veitir styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna. Greitt er úr sjóðnum mánaðarlega.

Starfsþróunarsetur

Starfsþróunarsetur Fíh er fjármagnað með framlagi launagreiðanda í samræmi við ákvæði kjarasamninga. Í stjórn setursins sitja fulltrúar hjúkrunarfræðinga fyrir hönd félagins og af hálfu viðsemjenda sitja fulltrúar fjármálaráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

Félagsfólk Fíh getur sótt um styrk í Starfsþróunarsetrið ef atvinnurekandi þeirra hefur greitt starfsþróunarsetursframlag í samtals sex mánuði, þar af samfellt í þrjá mánuði, þegar stofnað er til útgjalda vegna viðburðar sem sótt er um.

Stofnanir, sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir (stofnanir) sem hafa gildan kjarasamning við Fíh og falla undir lög 94/1986 geta sótt um styrki. Til að verkefni sé styrkhæft þarf það að falla að markmiðum stofnunar í starfsþróunarmálum og taka til hjúkrunarfræðinga sem iðgjöld eru greidd fyrir til StFíh.

Hægt er að kanna styrkhæfi verkefnis áður en lagt er út fyrir kostnaði með því að skila inn umsókn.

Vegna fræðslu- ráðstefnuferða þarf að sækja um með þriggja mánaða fyrirvara.

Styrkur er greiddur gegn framvísun reikninga fyrir útlögðum kostnaði sem sótt er um styrk fyrir.

Reikningar skulu sýna sundurliðun allra kostnaðarþátta, svo sem gisti- og flugkostnaðar.

Reikningar þurfa að berast eigi síðar en tólf mánuðum eftir að verkefni lýkur.

Ákvörðuð um hvaða fjármagni er veitt í styrki til stofnana er tekin í samræmi við áherslur stjórnar hverju sinni.

Umsóknum er skilað til skrifstofu Fíh ásamt fylgigögnum. Nauðsynlegt er að fram komi nafn ábyrgðarmanns verkefnis og umboð yfirmanns.

Umsóknarferli

Einstaklingar sækja um styrk til Starfsþróunarsetursins á Mínum síðum, en til að hafa aðgengi að þeim þarf rafræn skilríki.

Stofnanir, sveitarfélög og sjálfseignarstofnanir sækja um styrk á umsóknareyðublaði sem má nálgast hér:

Í umsókn þarf að koma fram um hvað er sótt um. Lýsing á námi, námskeiði, ráðstefnu eða kynnisferð. Rökstuðningur um hvernig verkefnið nýtist í starfi. Einnig þarf að skila staðfestingu á að búið sé að greiða upphæðina sem sótt er um endurgreiðslu fyrir.

Réttur til styrks

Litið er til innborgana í sjóðinn fyrir hönd umsækjanda síðustu þrjá mánuði áður en sá viðburður á sér stað sem er til grundvallar umsóknar.

Styrkupphæð

Styrkfjárhæð er 600.000 kr. á hverjum 24 mánuðum.

Ef hluti hámarksfjárhæðar hefur verið tekinn út á síðustu 24 mánuðum hefur það áhrif á styrkfjárhæð.

Sjóðsfélagi með inngreiðslur hærri en 3.600 kr. mánaðarlega síðustu þrjá mánuði á rétt á fullum styrk. Ef inngreiðslan er á bilinu 1.750 til 3.600 kr. þá veitir það rétt á hálfum styrk eða 300.000 kr. á hverju 24 mánaða tímabili.  

Hvað er styrkt?

Til að vera styrkhæft þarf verkefnið eða viðburðurinn að varða hjúkrunarfræði sem fag og auka almenna starfshæfni umsækjanda á sviði hjúkrunar, stjórnunar, samskiptatækni, sjálfstyrkingar og tungumála.

Umsókn

Til að hægt sé að afgreiða umsóknina og greiða út styrkinn þurfa eftirtalin gögn að berast með umsókn:

  • staðfesting á greiðslu fyrir greiðslu náms/námskeiðs/ráðstefnu
  • ef sótt er um vegna kynnisferðar: dagskrá kynnisferðar
  • ef sótt er um vegna námskeiðs erlendis: rökstuðningur fyrir staðarvali
  • staðfesting á greiðslu flugmiða
  • staðfesting á greiðslu gistingar
  • staðfesting á greiðslu eldsneytis sem sýnir eldsneytisverð þann daginn

Staðfesting á greiðslu getur verið afrit af greiddum reikning. Ekki er nóg að skila skjáskoti af millifærslu.

Þegar umsókn hefur borist sjóðnum birtist staðfestingartexti og umsóknin kemur fram á yfirliti umsókna á Mínum síðum. Hafi ekkert af þessu gerst, hefur umsókn ekki verið móttekin.

Greiðslur

Fullgildar umsóknir sem berast sjóðnum fyrir 1. dag greiðslumánaðar koma til greiðslu á 15. til 17. degi greiðslumánaðar.

Greitt er út mánaðarlega nema um sé að ræða vafaatriði sem fara fyrir stjórn sjóðsins. Ekki er greitt úr starfsmenntunarsjóði í júlí.

Þegar afgreiðsla sjóðsstjórnar liggur fyrir er sjóðfélögum tilkynnt niðurstaðan í tölvupósti.

Stjórn StFíh

Formaður, tilnefnd af Fíh

Eva Hjörtína Ólafsdóttir

Tilnefnd af Fíh

Ásdís Eckardt

Tilnefnd af Fíh

Sólrún Rúnarsdóttir

Varamaður/Tilnefnd af Fíh

Sandra Kristinsdóttir

Varamaður/Tilnefnd af Fíh

Sóley Ösp Vilhjálmsdóttir

Tilnefnd af Fjármálaráðuneyti

Einar Mar Þórðarson

Tilnefnd af Fjármálaráðuneyti

Halldóra Friðjónsdóttir

Tilnefnd af Reykjavíkurborg

Anna Guðmundsdóttir

Varamaður/Tilnefnd af Sambandi ísl. sveitarfélaga

Margrét Sigurðardóttir

Varamaður/Fulltrúi SFV

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir

Reglur