Hjukrun.is-print-version

Fréttir

 • 25. nóvember 2022

  Raddir hjúkrunarfræðinga verða að heyrast

  Samtök breskra hjúkrunarfræðinga, Royal College of Nursing (RCN), hafa þakkað Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), fyrir samstöðuna í komandi verkfallsaðgerðum. Fyrr í þessum mánuði boðaði RCN til verkfallsaðgerða víða um Bretlandseyjar næstu mánuði. Fíh sendi bréf til samtakanna um samstöðu ásamt því að undirrita samstöðubréf Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN).

 • 24. nóvember 2022

  Góður fundur um áform um hækkun hámarksaldurs

  Góðar og gagnlegar umræður voru á fundi Öldungadeildar Fíh um áform um lagasetningu um hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsmanna í starfi hjá ríkinu. Öldungadeild átti frumkvæðið af fundinum sem haldinn var í Hringsal á Landspítala fimmtudaginn 17. nóvember 2022.

 • 24. nóvember 2022

  Vísindadagur geðhjúkrunar

  Fimmtudaginn 24. nóvember kl. 12:30-15:40 verður Vísindadagur geðhjúkrunar haldinn í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni. Að deginum standa Hjúkrunarfræðideild HÍ, Fagráð geðhjúkrunar Landspítala, Heilbrigðisvísindasvið HA og Fagdeild geðhjúkrunarfræðinga.

 • 22. nóvember 2022

  Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins: Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

  Ef ekkert verður að gert mun skortur á hjúkrunarfræðingum á Íslandi aukast enn frekar á næstu árum og áratugum þar sem nýliðun er ekki nægjanleg til að mæta starfslokum vegna aldurs, hvað þá til þess að mæta sívaxandi þjónustuþörf vegna fjölgunar landsmanna, fjölgun aldraðra og langveikra og mögulegrar fjölgunar ferðamanna.

 • 18. nóvember 2022

  Desemberuppbót 2022

  Fjárhæðir desemberuppbótar samkvæmt samningum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í desember 2022 eru eftirfarandi:

 • 17. nóvember 2022

  Niðurstöður kjarakönnunar 2022

  Meirihluti hjúkrunarfræðinga er óánægður með launakjör sín samkvæmt niðurstöðum kjarakönnunar sem gerð var í haust. Þrátt fyrir það eru flestir ánægðir í starfi.

 • 11. nóvember 2022

  Eiga eldri hjúkrunarfræðingar að leysa mönnunarvanda heilbrigðisþjónustunnar?

  Öldungadeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar til fundar í Hringsal á Landspítala fimmtudaginn 17. nóvember næstkomandi milli kl. 16:00 og 17:30.

 • 10. nóvember 2022

  Samstaða með hjúkrunarfræðingum í Bretlandi

  Samtök breskra hjúkrunarfræðinga, Royal College of Nursing, hafa boðað verkfallsaðgerðir víða um Bretlandseyjar næstu mánuði. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur sent eftirfarandi bréf til samtakanna fyrir hönd Fíh:

 • 10. nóvember 2022

  Rapportið - Sigrún Sigurðardóttir

  Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, er gestur Rapportsins að þessu sinni. Hún hefur hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um sálræn áföll og ofbeldi, afleiðingar og úrræði.

 • 09. nóvember 2022

  Upptaka af námskeiðinu Hvatning og starfsánægja

  Upptaka af námskeiðinu Hvatning og starfsánægja er nú aðgengileg öllum félagsmönnum inni á Mínar síður, undir flipanum Rafræn fræðsla. Upptakan er aðgengileg í tvo mánuði frá námskeiðinu, eða til 8. janúar næstkomandi.

 • 04. nóvember 2022

  Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

  Þriðja tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2022 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.

 • 04. nóvember 2022

  Vinnufundur um Betri vinnutíma í vaktavinnu

  Á þriðja hundrað fulltrúar launafólks og launagreiðenda komu saman á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 2. nóvember á vinnufundi um Betri vinnutíma í vaktavinnu til að bera saman bækur, greina hvaða lærdóm má draga af vinnutímabreytingunum og ræða hvar helstu áskoranir og tækifæri liggja.

 • 01. nóvember 2022

  Dagbók 2023 komin úr prentun

  Dagbók Fíh 2023 er komin úr prentun. Búið er að póstleggja dagbókina og er nú verið að dreifa dagbókinni til þeirra sem fengu dagbók í fyrra og þeirra sem skráðu sig fyrir dagbók.

 • 28. október 2022

  Vaktin mín: Morgunvakt á meðferðardeild geðrofssjúkdóma

  Katrín Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma, 33A

 • 27. október 2022

  Vel heppnað Hjúkrunarþing

  Hjúkrunarþing Fíh 2022 var haldið á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 25. október 2022. Rúmlega sjötíu hjúkrunarfræðingar af öllu landinu tóku þátt í alls sjö vinnuhópum yfir daginn. Unnið var að aðgerðaráætlun til næstu þriggja ára sem byggir á stefnu Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum. Guðríður Sigurðardóttir, ráðgjafi og eigandi Attentus, var Fíh innan handar á ráðstefnunni og verður áfram við úrvinnsluna.

 • 26. október 2022

  Doktorsvörn - Hulda Sædís Bryngeirsdóttir

  Föstudaginn 4. nóvember 2022 mun Hulda Sædís Bryngeirsdóttir verja doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Doktorsritgerðin ber heitið Leiðir kvenna til að eflast og vaxa eftir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi: Með áherslu á hvetjandi og letjandi áhrifaþætti (e. Female Survivors’ Post-Traumatic Growth Journey Following Intimate Partner Violence: Emphasizing Facilitating Factors and Main Obstacles).

 • 26. október 2022

  Rapportið - Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir

  Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, prófessor í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, er gestur Rapportsins að þessu sinni. Hún hefur gert margar rannsóknir sem snúa að íslenska heilbrigðiskerfinu, 2020 og 2021 voru birtar tvær rannsóknir eftir hana sem snúa að glæpavæðingu mannlegra mistaka í heilbrigðiskerfinu.

 • 24. október 2022

  Gleðilegan kvennafrídag

  Það er að verða liðin hálf öld frá því að nærri allar konur á Íslandi gengu út af vinnustöðum og heimilum til að mótmæla misrétti á öllum sviðum samfélagsins. Það hefur margt áunnist síðan þá en einhverra hluta vegna búum við enn við kerfi þar sem hjúkrunarfræðingar eru settir skör lægra í launastigann en aðrar stéttir sérfræðinga.

 • 24. október 2022

  Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Rakel Björg Jónsdóttir

  Föstudaginn 28. október ver Rakel Björg Jónsdóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Brjóstagjöf síðfyrirbura. Upphaf, tíðni og tengdir þættir hjá einburum og tvíburum.

 • 21. október 2022

  Brautskráning úr HFFH

  Brautskráning úr Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf (HFFH) fór fram í Háskóla Íslands föstudaginn 21. október 2022.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála