Hjukrun.is-print-version

Fréttir

 • 09. september 2022

  Fagráðstefna skurð-og svæfingahjúkrunarfræðinga

  Fagráðstefna skurð-og svæfingahjúkrunarfræðinga fer fram 24. september á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg, salnum Eldfell, milli kl. 09. og 16.

 • 08. september 2022

  SSN fagnar 100 ára afmæli

  Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) fagnar nú 100 ára afmæli með ráðstefnu í Danmörku. Ísland hefur verið aðili að samtökunum frá 1923 og tekur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga virkan þátt í starfi SSN.

 • 07. september 2022

  Laufey nærþjónusta - teymi sem veitir geðheilbrigðisþjónustu á vettvangi

  Laufey nærþjónusta er teymi í þróun á geðþjónustu LSH sem er ætlað að þjónusta fólk með alvarlegan geð- og fíknivanda á vettvangi. Við heyrðum í Birnu Óskarsdóttur, hjúkrunarfræðingi og teymisstjóra, til að forvitnast nánar um þetta nýja og mikilvæga teymi sem er nefnt eftir ömmu sem bjó í Grjótaþorpinu og var þekkt fyrir að berjast fyrir réttlæti lítilmagnans.

 • 03. september 2022

  Fundað með trúnaðarmönnum um komandi kjarabaráttu

  Kjara- og réttindasvið Fíh átti góðan fund með trúnaðarmönnum hjúkrunarfræðinga í vikunni. Rætt var um kjarabaráttuna framundan þar sem gildandi kjarasamningur rennur út 31. mars næstkomandi.

 • 02. september 2022

  ENDA - fylgirit með Tímariti hjúkrunarfræðinga

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gefið út fylgirit með Tímariti hjúkrunarfræðinga um ráðstefnu ENDA European Nurse Directors Association sem haldin verður á Selfossi dagana 14.-17. september 2022.

 • 01. september 2022

  Styrkir til framhaldsnáms og rannsókna- og vísindastarfa í hjúkrunarfræðum

  Umsóknarfrestur til að sækja um í Rannsókna- og vísindasjóð hjúkrunarfræðinga og minningarsjóði er til 1. október 2022.

 • 30. ágúst 2022

  DAM-meðferð fyrir fólk sem glímir við tilfinningavanda

  Hrönn Stefánsdóttir og Ragnheiður Eiríksdóttir eru hjúkrunarfræðingar í DAM-teymi göngudeildar lyndisraskana LSH Kleppi. Teymið er þverfaglegt og þjónustar fólk með langvarandi og djúpstæðan tilfinningalegan óstöðugleika.

 • 26. ágúst 2022

  Kjarakönnun Fíh

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er á fullu að undirbúa komandi kjaraviðræður. Til að hafa réttar upplýsingar í höndunum hefur félagið í samstarfi við Maskínu sent öllum hjúkrunarfræðingum á opinberum vinnumarkaði könnun um ýmislegt sem snýr að kjörum og starfsaðstæðum hjúkrunarfræðinga.

 • 25. ágúst 2022

  Rapportið – Hannah Rós Jónasdóttir

  Hannah Rós Jónasdóttir er gestur Rapportsins að þessu sinni. Hún er hjúkrunarfræðinemi við Háskóla Íslands og er að byrja á fjórða ári núna í haust. Í sumar og fyrrasumar starfaði hún á krabbameinsdeild, þeirri sömu og hún var sjúklingur á í langan tíma.

 • 19. ágúst 2022

  Hjúkrunarþing 2022

  25. október á Grand Hótel - Stefna Fíh í hjúkrunar- og heilbrigðismálum Skráningu lýkur 19. október

  Hjúkrunarþing 2022

 • 19. ágúst 2022

  Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samtaka atvinnulífsins uppfærður

  Samkomulag hefur verið gert um uppfærslu á kjarasamningi SA og Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 • 17. ágúst 2022

  ACT-sálfræðimeðferð grunnnámskeið

  Haukur Sigurðsson, sálfræðingur, stendur fyrir grunnnámskeiðum í ACT-sálfræðimeðferð í Reykjavík og Akureyri í haust.

 • 15. ágúst 2022

  Svefntruflanir og gleymska fyrstu einkenni kulnunar

  Ingibjörg Jónsdóttir er prófessor í lífeðlisfræði ræðir um kulnun, hvað er kulnun og hvað er hægt að gera.

 • 03. ágúst 2022

  Námskeið fyrir fagfólk um stjúptengsl

  Stjúptengsl.is auglýsir námskeið haustannar fyrir fagfólk sem fjalla öll um stjúptengsl.

 • 02. ágúst 2022

  Hinsegin dagar hefjast í dag

  Tímarit hjúkrunarfræðinga fjallaði um hinsegin heilbrigði í fyrra, þar var rætt við Sigurð Ými Sigurjónsson, ráðgefandi hjúkrunarfræðing hjá Samtökunum 78.

 • 02. ágúst 2022

  Tímarit hjúkrunarfræðinga er komið út

  Annað tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2022 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.

 • 02. ágúst 2022

  Rapportið - Hjördís Kristinsdóttir

  Hjördís Kristinsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun og sendifulltrúi Rauða krossins, er gestur Rapportsins.

 • 14. júlí 2022

  Rapportið - Jón Snorrason

  Jón Snorrason, sérfræðingur í geðhjúkrun, er gestur Rapportsins að þessu sinni.

 • 08. júlí 2022

  Skrifstofan er lokuð til 2. ágúst

  Skrifstofa Fíh verður lokuð frá hádegi föstudaginn 8. júlí til þriðjudagsins 2. ágúst vegna sumarleyfa.

 • 08. júlí 2022

  Njótum sumarsins

  Pistill Guðbjargar Pálsdóttur, formanns Fíh.

  Pistill formanns

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála