Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Fréttir

 • 06. apríl 2020

  Næsti samningafundur 7. apríl

  Samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) áttu samningafund í dag undir stjórn ríkissáttasemjara.

 • 04. apríl 2020

  Aftur á gjörgæslu með gleði í hjarta

  Þeir eru ófáir hjúkrunarfræðingarnir sem hafa skráð sig í bakvarðasveitirnar og er Laufey Steindórsdóttir gjörgæsluhjúkrunarfræðingur ein þeirra. Tíu ár eru liðin frá því að hún starfaði síðast á gjörgæsludeildinni á Landspítalanum í Fossvogi.

 • 03. apríl 2020

  Reynslusögur hjúkrunarfræðinga á tímum COVID-19

  Fjöldi hjúkrunarfræðinga stendur í framlínunni á þessum fordæmalausu tímum. Álagið er meira en aldrei fyrr og hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir breyttu starfsumhverfi

 • 03. apríl 2020

  Samningafundur 6. apríl

  Samningafundur milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR) hefur verið settur mánudaginn 6. apríl kl: 10:30.

 • 02. apríl 2020

  ,,Við semjum ekki við þá sem við teljum ómissandi“

  Þann 31.mars 2020 var heilt ár síðan kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármálaráðherra rann út. Sá samningur var Gerðardómur sem úrskurðað var um árið 2015 eftir um tíu daga verkfall hjúkrunarfræðinga.

 • 02. apríl 2020

  Orlofseignir lokaðar út apríl

  Í ljósi tilmæla Almannavarna og Sóttvarnalæknis hefur Fíh ákveðið að loka fyrir aðgang að orlofseignum félagsins út aprílmánuð.

 • 27. mars 2020

  SSN lýsir stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Ítalíu og Spáni

  Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) hefur lýst stuðningi við hjúkrunarfræðinga á Ítalíu og Spáni í baráttu þeirra gegn COVID-19.

 • 27. mars 2020

  Forgangsopnun orlofsvefs fyrir sumarið 2020

  Fyrsta forgangsopnun orlofsvefs er 1. apríl kl. 9:00.

 • 25. mars 2020

  Bakvarðasveitir

  Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga, vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu.

 • 24. mars 2020

  Staða samningaviðræðna 24.mars

  Enn einn árangurslaus samningafundur.

 • 24. mars 2020

  COVID-19 upplýsingasíða

  Upplýsingar og algengar spurningar varðandi réttindi hjúkrunarfræðinga, bakvarðasveitir, breytingar á þjónustuleiðum og orlofshús á meðan COVID-19 faraldurinn gengur yfir.

 • 20. mars 2020

  Staða samningaviðræðna 20.mars

  Enn er langt á milli samningsaðila þegar kemur að launaliðnum, staðan er flókin og mjög erfið.

 • 18. mars 2020

  Staða samningaviðræðna 18.mars

  Enn einn árangurslaus samingafundur fór fram í dag á milli samninganefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR).

 • 18. mars 2020

  Orlofshús Fíh á tímum COVID-19 sýkingar

  Fíh vill beina til félagsmanna sem nýta sér bústaði eða íbúðir orlofssjóðs að gæta sérstaklega vel að þrifum þeirra. Einnig vill Fíh biðja þá sem finna til COVID -19 sýkingar einkenna svo sem hita, hósta, bein- vöðvaverkja eða þreytu að fara ekki í bústaði eða íbúðir orlofssjóðs, heldur að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 540-6400 og fá gjaldið endurgreitt.

 • 16. mars 2020

  Þjónusta Fíh á tímum COVID-19

  Á meðan neyðarstig varir vegna útbreiðslu COVID-19 vill Fíh beina þeim tilmælum til félagsmanna að nýta sér rafræna þjónustuþætti félagsins, hringja í síma 540 6400 eða senda tölvupóst á hjukrun@hjukrun.is

 • 12. mars 2020

  Staða samningaviðræðna við ríkið 12. mars

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins áttu samningafund í morgun. Fundurinn var annar fundur samningsaðila eftir að Fíh vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í lok febrúar. Á fundinum var launaliður nýs kjarasamnings ræddur.

 • 11. mars 2020

  Tímarit hjúkrunarfræðinga komið út

  Fyrsta tölublað Tímarits hjúkrunarfræðinga 2020 er komið út og hefur verið dreift til félagsmanna.

 • 11. mars 2020

  Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar

  Leitað er til heilbrigðisstarfsfólks til að mynda bakvarðasveit til tímabundinnar aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisyfirvöld óska eftir liðsinni hjúkrunarfræðinga í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.

 • 09. mars 2020

  COVID-19: Fundum og námskeiðum á vegum Fíh aflýst

  Öllum fyrirhuguðum fundum og námskeiðum í fundarsölum Fíh hefur verið aflýst. Ákvörðunin er liður í viðbragðsáætlun félagsins vegna COVID-19.

 • 06. mars 2020

  Fíh fylgir fyrirmælum sóttvarnalæknis vegna kórónaveirunnar

  Af gefnu tilefni vill Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga beina því til félagsmanna að félagið fylgi fyrirmælum sóttvarnarlæknis varðandi mannamót og fleira vegna kórónaveirunnar.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála