Hjukrun.is-print-version

Ábending/Fyrirspurn

Á virkum dögum er fyrirspurnum að jafnaði svarað innan 48 tíma eftir að þær berast.

Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Fréttir

 • 29. apríl 2020

  Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning Fíh við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs

  Atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga Fíh við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs fór fram dagana 20. apríl kl. 12:00 til 29. apríl kl. 12:00. Á kjörskrá voru 2.859, eða þeir hjúkrunarfræðingar sem fengið höfðu laun skv. kjarasamningi félagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. apríl 2019 - 31. mars 2020. Alls tóku 2.288 þátt í kosningunum eða 80,03%.

 • 23. apríl 2020

  Taktu upplýsta afstöðu

  Það hefur verið ánægjulegt að sjá og finna undanfarna daga þann mikla áhuga sem félagsmenn hafa á nýundirrituðum kjarasamningi milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og Samninganefndar ríkisins (SNR).

 • 22. apríl 2020

  Tengill á kynningarfund aðgengilegur á mínum síðum

  Rafrænn kynningarfundur hefst klukkan 16:30 í dag. Tengill á fundinn er nú aðgengilegur á mínum síðum.

 • 21. apríl 2020

  Samningafundur með Reykjarvíkurborg

  Samningafundur með Reykjarvíkurborg

 • 21. apríl 2020

  Kynningarfundur gærdagsins aðgengilegur

  Kynningarfundur vegna kjarasamninga, sem haldinn var mánudaginn 20. apríl, er aðgengilegur á mínum síðum.

 • 20. apríl 2020

  Introduction meeting to the New Collective Agreement

  Please remember the introduction meeting, Tuesday April 21st at 16:30-18:30.

 • 17. apríl 2020

  Vefur um breytingar á vinnutíma: möguleiki á að reikna út áhrif kerfisbreytinga á laun og starfskjör

  Ný kynningarsíða um breytingar á vinnutíma hjá dag- og vaktavinnufólki sem taka gildi árið 2021 er nú orðin aðgengileg á betrivinnutimi.is. Á þessum vef er farið yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks sem verða útfærðar á hverri stofnun fyrir sig og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks.

 • 17. apríl 2020

  Teymisvinna er lykilorðið

  „Það er aðdáunarvert hvað fólk bregst vel við símtölum frá okkur í rakningateyminu, bæði þeir sem eru að komast að því að þeir eru smitaðir sem og þeir sem þurfa að fara í sóttkví.

 • 16. apríl 2020

  Frumvarp til breytinga í námslánakerfi

  Fíh vill vekja athygli á frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi. Verði frumvarpið samþykkt, munu vextir og greiðslubyrði allra núverandi námslána lækka, ráðstöfunartekjur greiðenda munu hækka og ábyrgðir felldar niður.

 • 16. apríl 2020

  kjarasamningar@hjukrun.is

  Öllum fyrirspurnum sem berast til kjarasamningar@hjukrun.is verður svarað persónulega á næstu dögum og einnig hvetjum við félagsmenn til að sækja kjarafundina og minnum á þann fyrsta sem er í dag kl 16:30 á Mínum síðum.

 • 15. apríl 2020

  Kynningarefni um kjarasamning komið inn á Mínar síður

  Kynningarefni um nýjan kjarasamning Fíh við ríkið er nú aðgengilegt á Mínum síðum undir flipanum Kjarasamningar 2020. Fíh vill biðjast afsökunar á þeim töfum sem orðið hafa á birtingunni.

 • 15. apríl 2020

  Kynningarefni vegna kjarasamnings birtist á mínum síðum kl 14:00

  Vegna tæknilegra vandamála frestast opnun kynningarefnis vegna kjarasamnings á mínum síðum frá kl: 12:00 til kl: 14:00 í dag.

 • 15. apríl 2020

  Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga færir frú Vigdísi Finnbogadóttur innilegar hamingjuóskir á 90 ára afmæli hennar. Í tilefni afmælisins færir félagið Styrktarsjóði Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur peningagjöf að upphæð einni milljón króna.

 • 14. apríl 2020

  Nýr kjarasamningur við ríkið: kynningarefni

  Samninganefnd Fíh og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs á föstudaginn langa. Kynningarefni til hjúkrunarfræðinga er aðgengilegt á Mínum síðum. Til þess að komast inn á síðuna þarf rafræn skilríki eða Íslykil.

 • 14. apríl 2020

  Ekki alltaf auðvelt að halda höfði þegar mikið á reynir

  Þrátt fyrir að ástandið sé grafalvarlegt hefur Ólöf Sólrún Vilhjálmsdóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi, aldrei notið þess jafn mikið að vinna á spítalanum.

 • 10. apríl 2020

  Skrifað undir kjarasamning við ríkið 10.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning í dag kl 18:00. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 - 31.mars 2023.

 • 10. apríl 2020

  „Líður stundum eins og ég sé stödd í bíómynd“

  „Þessi tími er svo óraunverulegur og mér líður stundum eins og ég sé stödd í bíómynd,“ segir Sólveig Gylfadóttir, en hún vinnur við að sinna sjúklingum sem greinst hafa með COVID-19.

 • 09. apríl 2020

  Útsjónarsemi og sveigjanleiki einkennandi fyrir störf hjúkrunarfræðinga

  Við erum að upplifa ótrúlega tíma sem engan óraði fyrir. Á síðustu vikum hafa hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk í heilbrigðiskerfinu gjörbreytt sinni vinnutilhögun og starfsumhverfinu hefur verið gjörbylt í sinni víðustu mynd, bæði hvað varðar skipulag á vinnutíma, starfshætti, húsnæði og búnað.

 • 07. apríl 2020

  Næsti samningafundur 8.apríl

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Samninganefnd ríksins áttu fund undir stjórn Ríkisáttasemjara í dag. Fundi var slitið um kl 16:00 og verður næsti fundur miðvikudaginn 8. apríl

 • 07. apríl 2020

  Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kallar á brýna fjárfestingu í hjúkrunarfræðingum

  Í dag kom út langþráð skýrsla frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) State of the World's Nursing 2020; Investing in education, jobs and leadership, sem í fyrsta skipti kortleggur hjúkrun á heimsvísu og kemur með tillögur að breytingum varðandi menntun, starfsmöguleika, starfsumhverfi, leiðtogahæfni og launakjör hjúkrunarfræðinga.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála