Fréttir
07. apríl 2015
Stuðningur við kjarabaráttu geislafræðinga, lífeindafræðinga, ljósmæðra og annarra stétta innan BHM
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu BHM og þær aðgerðir sem bandalagið stendur í til að knýja fram bætt kjör háskólamenntaðra á Íslandi. Fíh hvetur stjórnvöld til að ganga til samninga hið fyrsta.
01. apríl 2015
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vísar kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara
Í dag þann 1. apríl vísaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga kjaraviðræðum sínum við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs til Ríkissáttasemjara.
30. mars 2015
Framboðsfrestur rennur út 31. mars
Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboðum í nefndir og sjóði félagsins kjörtímabilið 2015-2017.
27. mars 2015
Upptökur úr málstofum
Upptökur úr málstofum í heilbrigðisvísindum við HA sem haldnar hafa verið síðastliðinn mánuð eru aðgengilegar á vefvarpi Háskólans á Akureyri.
26. mars 2015
Orlofsíbúðir Fíh í Reykjavík og á Akureyri
Að gefnu tilefni viljum við minna á ákvörðun orlofsnefndar sem tók gildi þann 15. september síðastliðinn: Orlofsnefnd hefur ákveðið að hafa tveggja vikna forgang fyrir félagsmenn sem búa fyrir utan það svæði sem orlofsíbúðir Fíh eru.
24. mars 2015
Eingreiðsla 1.apríl 2015
Í samkomulagi sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) gerði um breytingar og framlengingu á kjarasamningi félagsins við Fjármálaráðherra f.h. ríkisjóðs árið 2014, var ákvæði um eingreiðslu fyrir hjúkrunarfræðinga sem kemur til greiðslu þann 1. apríl næstkomandi.
19. mars 2015
Sumarúthlutun 2015
Punktastýrð úthlutun á vikuleigu sumarið 2015 er í fullum gangi þessa dagana. 25. mars nk. kl. 9:00 opnar fyrir þá sem eiga a.m.k. 15 punkta.
09. mars 2015
Styrkir til rannsókna vegna eyrnasuðs (tinnitus)
Rannsóknar- og styrktarsjóður Lilju Guðrúnar Hannesdóttur auglýsir til umsóknar styrki til rannsóknar vegna eyrnasuðs (tinnitus).
09. mars 2015
Sumarúthlutun 2015
Sumarúthlutun hefst miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 9:00. Úthlutun er samkvæmt punktaeign félagsmanns. Þeir sem eiga 112 punkta eða fleiri eiga forgang í þessari fyrstu úthlutun.
27. febrúar 2015
Útsölunni er lokið!
Síðustu daga og vikur hef ég ásamt sviðstjóra kjara- og réttindasviðs farið hringferð um landið og hitt hjúkrunarfræðinga. Þessi ferð hefur verið mjög skemmtileg og fræðandi.
23. febrúar 2015
A-hluti vísindasjóðs Fíh fyrir árið 2014
Styrkir úr A-hluta vísindasjóðs hafa verið greiddir út til starfandi hjúkrunarfræðinga. Styrkirnir voru lagðir inn á bankareikninga sem hjúkrunarfræðingar gáfu sjálfir upp.
23. febrúar 2015
Orlofsblað 2015 borið út með Tímariti hjúkrunarfræðinga
Hjúkrunarfræðingar ættu að vera fá Tímarit hjúkrunarfræðinga og Orlofsblaðið þessa dagana
20. febrúar 2015
Laus orlofshús
Bjarteyjarsandur minna húsið er laust helgina 6.-9. mars nk. Gæludýr leyfð í þessu húsi.
18. febrúar 2015
Nýr framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu
María Fjóla Harðardóttir hjúkrunarfræðingur er nýráðinn framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu.
13. febrúar 2015
Sviðstjóri kjara- og réttindasviðs lætur af störfum
Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, sviðstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh hefur sagt starfi sínu lausu. Hún mun taka við stöðu mannauðsstjóra á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU).
13. febrúar 2015
Innskráning á Orlofsvef
Vegna bilunar í tæknibúnaði hefur vefsíðan inná orlofsvefinn legið niðri í dag. Þjónustufyrirtækið lofar bót og betrun fyrir lok dags.
12. febrúar 2015
Aðgangspróf í hjúkrunarfræði 21. mars
Haustið 2015 verða nemendur teknir inn í hjúkrunarfræði í HÍ samkvæmt nýrri námsskrá. Umsækjendur þurfa að þreyta aðgangspróf 21.mars eða 12.júní nk.
10. febrúar 2015
Fundi á Vík frestað
Fyrirhugaður fundur á Vík fellur niður af óviðráðanlegum orsökum. Nýr fundartími auglýstur síðar. Fundað verður á Selfossi samkvæmt áætlun.
04. febrúar 2015
Ólafur G. Skúlason sjálfkjörinn
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er sjálfkjörinn til næstu tveggja ára. Kjörnefnd félagsins auglýsti eftir framboði til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í lok nóvember s.l. og var framboðsfrestur til 31. janúar 2015.
29. janúar 2015
Fundum á Austurlandi frestað
Fyrirhuguðum fundum á Austurlandi er frestað vegna veðurs, nánar verður auglýst síðar.