Hjukrun.is-print-version

Fréttir

 • 23. janúar 2015

  Áherslufundir vegna kjarasamningaviðræðna 2015

  Á næstu vikum mun formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og sviðstjóri kjarasviðs ferðast um landið og funda með félagsmönnum.

 • 22. janúar 2015

  Formannskosning 2015, framboðsfrestur til 31. janúar

  Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Framboðsfresturinn rennur út í lok janúar.

 • 22. janúar 2015

  Ályktun um yfirlýsingu um betra heilbrigðiskerfi

  Í ályktun þann 20. janúar síðastliðinn tók hjúkrunarráð Landspítala undir orð Ólafs G. Skúlasonar, formanns Fíh í grein sinni sem birt var í Fréttablaðinu sama dag.

 • 22. janúar 2015

  B&B gistiheimili í Keflavík og niðurgreiðsla á hótelmiðum

  Ný viðbót í hótelmiðum til félagsmanna er hjá B&B gistiheimili í Keflavík. Hægt að velja um allt frá eins manns herbergi uppí fjögurra manna herbergi.

 • 15. janúar 2015

  Úthlutun styrkja til gæðaverkefna

  Í dag var úthlutað styrkjum til sex gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni. Að þessu sinna var sérstök áhersla lögð á verkefni er miða að þróun þjónustufyrirkomulags við sjúklinga.

 • 13. janúar 2015

  Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi

  Leiðrétta útgáfu af greininni "Óframkvæmd hjúkrun á sjúkrahúsum á Íslandi: Lýsandi rannsókn" er nú að finna á vef tímaritsins, en fyrir mistök urðu villur í prentaðri útgáfu blaðsins. Lesendum er því bent á að nota vefútgáfu greinarinnar.

 • 06. janúar 2015

  Íbúð í Reykjavík - Nýtt á orlofsvefnum

  Vorum að fá í leigu íbúð að Boðagranda 7, Reykjavík. Félagsmönnum býðst þessi kostur frá 29. janúar næstkomandi. Við minnum á að fólk utan höfuðborgarsvæðis er í forgang, en það getur pantað íbúðina frá 15. hvers mánaðar. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu geta svo bókað íbúðina frá fyrsta hvers mánaðar sé hún enn laus.

 • 06. janúar 2015

  Flugfélag Íslands – Gjafabréf

  Orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnum sínum að kaupa gjafabréf á sérstökum afsláttarkjörum hjá Flugfélagi Íslands.

 • 23. desember 2014

  Viðurkenning Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga

  Diplómanám á meistarastigi í svæfingahjúkrun við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut í október 2014 vottun Alþjóðasamtaka svæfingahjúkrunarfræðinga (International Federation of Nurse Anesthetists, IFNA) að undangegnu mati um að námið uppfylli æðstu menntunarkröfur sem samtökin gera til aðildarfélaga sinna.

 • 18. desember 2014

  Styrkveiting Vísindasjóðs LSH

  Sigrún Sunna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur á flæðissviði Landspítala hlaut einna milljón króna styrk úr Vísindasjóði LSH til klínískra rannsókna í dag. Meðumsækjandi Sigrúnar er Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir verkefnastjóri á flæðissviði Landspítala.

 • 18. desember 2014

  Kynnisferðir styrktar fram í febrúar

  Starfsmenntunarsjóður mun taka við umsóknum um kynnisferðir fram að næsta umsóknarfresti ef ferðin hefur þegar verið skipulögð og frágengin fyrir 15. janúar.

 • 18. desember 2014

  Lausir bústaðir í desember

  Nokkrir bústaðir eru lausir nú desember. Gott að komast burt úr jólastressinu og njóta náttúrunnar sem er ósköp jólaleg þessa dagana. Ráðlegt er þó að fara aðeins á vel útbúnum bílum.

 • 12. desember 2014

  Vegna starfsmenntunarsjóðs

  Pistill formanns vegna starfsmenntunarsjóðs

 • 12. desember 2014

  Doktorsvörn í hjúkrunarfræði

  Þorbjörg Jónsdóttir mun verja doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði þriðjudaginn 16. desember næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.13.00.

 • 10. desember 2014

  Starfsmenntunarsjóður úthlutar 15 milljónum

  Stjórn starfsmenntunarsjóðs kom saman 10. desember, úthlutaði 15 milljónum króna í styrki og ákvað í framhaldinu að hætta að styrkja kynnisferðir til útlanda.

 • 05. desember 2014

  Veiðikortið

  Við minnum á að veiðikortið vinsæla fyrir árið 2015 er komið í sölu á orlofsvefnum og á sama góða verðinu og undanfarin ár: kr. 3.500 til félagsmanna.

 • 01. desember 2014

  Ekkert umburðarlyndi

  Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga(EFN) og Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) krefjast fyllsta öryggis heilbrigðisstarfsmanna og einskis umburðarlyndis gagnvart aðstæðum sem leiða til sýkingar starfsmanna.

 • 01. desember 2014

  Umsögn um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra

  Umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra, 52. mál.

  Forvarnir

  Heilsuvernd

  Umsagnir

 • 19. nóvember 2014

  Framboð til formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

  Kjörnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga auglýsir eftir framboði til formanns félagsins. Samkvæmt lögum félagsins skal formaður kjörinn til tveggja ára í senn.

 • 17. nóvember 2014

  Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga biðlar til yfirvalda

  Alþjóðaráð hjúkrunarfræðinga (ICN) biðlar til allra yfirvalda að veita hjúkrunarfræðingum öruggt vinnuumhverfi á ebóluherjuðum svæðum. Í fréttatilkynningu sem ráðið sendi frá sér þann 14. nóvember síðastliðinn stendur:

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála