Hjukrun.is-print-version

Fréttir

 • 20. febrúar 2014

  Ályktun frá stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga

  Stjórn fagdeildar heilsugæsluhjúkrunarfræðinga gagnrýnir harðlega fyrhugaðan niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hætta við 100 milljóna króna niðurskurð hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti frekar að efla heilsugæsluna en að skera niður, svo hún geti sem best sinnt sínu heilsuverndarstarfi og staðið undir nafni að vera fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar eftir þjónustu heilbrigðiskerfisins líkt og heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir.

 • 14. febrúar 2014

  Formaður fundar með hjúkrunarfræðingum SFV

  Þann 12. febrúar voru hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá stofnunum innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) boðaðir á fund með Ólafi G. Skúlasyni formanni Fíh og Cecilie B.H. Björgvinsdóttur sviðsstjóra kjara –og réttindamála Fíh. Á fundinum, sem var afar vel sóttur, var kynnt fyrir félagsmönnum sú staða sem uppi er í kjaramálum þeirra. Annars vegar vegna jafnlaunaátaksins sem átti sér stað á árinu 2013 hjá hjúkrunarfræðingum í starfi hjá ríkinu og hins vegar staðan í kjaraviðræðum Fíh við SFV. Farið var yfir helstu áhersluatriði Fíh við gerð kjarasamningsins og gang mála.

 • 14. febrúar 2014

  Fréttatilkynning: Sjúklingar í fyrsta sæti

  Traust og virðing eru frumskilyrði fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu. Á grundvelli sameiginlegra meginþátta setur rammasamkomulagið sjúklinga í fyrsta sætið, styður siðfræði í rannsóknum og nýsköpun, tryggir sjálfstæði og siðferðilegt framferði og eflir gagnsæi og ábyrgð. Samkomulagið leggur áherslu á bestu starfsvenjur ólíkra hópa sem vinna saman að bættri þjónustu við sjúklinga.

 • 13. febrúar 2014

  Styrkir vegna A-hluta vísindasjóðs

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga greiddi í dag út styrki vegna A-hluta vísindasjóðs. Að þessu sinni fengu 2.836 félagsmenn greiddan styrk og nam heildargreiðslan um 147 milljónum króna.

 • 07. febrúar 2014

  Karlar í hjúkrun

  Fíh vinnur nú að gerð jafnréttisstefnu félagsins. Eitt af verkefnum félagsins er að fjölga karlmönnum í hjúkrun. Formaður félagsins boðaði nokkra karlkyns hjúkrunarfræðinga á sinn fund til að ræða hvað það er sem gerir það að verkum að karlmenn leita ekki í hjúkrun.

 • 06. febrúar 2014

  Skrifstofan lokuð mánudaginn 10. febrúar frá kl.14:00

  Vegna skipulagsmála verður skrifstofa Fíh lokuð frá kl. 14:00 mánudaginn 10. febrúar nk.

 • 05. febrúar 2014

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga vinnur mál fyrir félagsdómi gegn íslenska ríkinu

  Þann 3. Febrúar s.l. dæmdi Félagsdómur Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) í vil, fyrir hönd hjúkrunarfræðings á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, gegn íslenska ríkinu vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu). Dómkröfur stefnanda (Fíh) voru þær að viðurkennt yrði fyrir dómi að stefndi (HSu) hefði brotið gegn gr. 3.4.3 í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, með því að hafa ekki greitt hjúkrunarfræðingi hjá stefnda fæðispeninga þegar hún var á vakt en matstofa vinnustaðar var ekki opin, frá og með 1. mars 2012.

 • 05. febrúar 2014

  Alþjóðasamtök hvetja stjórnmálamenn til að styðja og efla hjúkrun

  Nýliðun og ráðningar vel menntaðra og þjálfaðra hjúkrunarfræðinga skipta sköpum ef tryggja á skilvirka og árangursríka heilbrigðisþjónustu af hæstu gæðum segir í fréttatilkynningu frá Evrópusamtökum félaga hjúkrunarfræðinga (EFN) og Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga (ICN) þar sem þau skora á stjórnmálamenn að beita sér fyrir því að til staðar sé nægilegur fjöldi vel menntaðra hjúkrunarfræðinga.

 • 03. febrúar 2014

  Samskiptamiðlar: Fíh opnar síðu á facebook

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga opnaði síðu á facebook í dag. Þar munum við birta ýmis áhugaverð efni, tengla og myndir. Við viljum heyra hvað þið hafið að segja, lof sem last og hlökkum virkilega til að sjá félagsmenn okkar virka í umræðum á síðunni. Það er von okkar að hér muni skapast enn einn vettvangur til samskipta við félagsmenn

 • 03. febrúar 2014

  Sest að samningaborðinu

  Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur frá því í desember 2013 unnið að endurnýjun kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna. Viðræður eru hafnar við alla viðsemjendur að undanskildum Reykjalundi.

 • 31. janúar 2014

  Laus orlofshús og íbúð

  Um mánaðamótin eru ennþá lausir bústaðir og íbúð. Minnum einnig á frábært tilboð Ísfirðinga hótel og skíði í einum pakka. Orlofssjóður Fíh niðurgreiðir marga orlofskosti fyrir félagsmenn sína sbr. eftirtalið:

 • 27. janúar 2014

  Starfsemi Fíh kynnt

  Félagið hélt sinn árlega kynningarfund fyrir fjórða árs hjúkrunarnema við Háskóla Íslands á Hotel Natura þann 27. janúar síðastliðinn. Á fundinum voru kynntir helstu þættir í starfsemi félagsins.

 • 24. janúar 2014

  Fíh tók þátt í kynningardeginum "Á Krossgötum"

  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók þátt í kynningardeginum Á krossgötum en að honum standa nemendur á lokaári BS náms í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Fíh kynnti þar aukaaðild sem er í boði er fyrir nemendur í hjúkrunarfræði.

 • 24. janúar 2014

  Ályktun frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

  Þann 14. janúar s.l. sendu Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) frá sér ályktun varðandi þann vanda sem blasir við í rekstri hjúkrunarheimila

 • 15. janúar 2014

  Viðburðir í yfirliti yfir tilkynningar og fundi á www.hjukrun.is

  www.hjukrun auglýsir eftir upplýsingum um atburði, fundi eða þess háttar sem viðkemur hjúkrun eða hjúkrunarfræðingum á vegum fag- eða svæðisdeilda eða annarra aðila. Viðburðirnir verða eins og fyrr skráðir í yfirlit www.hjukrun.is, sem sent er öllum þeim er skráð hafa netfang sitt á póstlista félagsins. Vinsamlega sendið upplýsingar á webmaster@hjukrun.is

 • 14. janúar 2014

  Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður.

  Símatími sviðstjóra kjara- og réttindasviðs fellur niður vegna vinnu við kjarasamningagerð.

 • 14. janúar 2014

  Nýr doktor í hjúkrunarfræði

  Fimmtudaginn 10. október sl. fjölgaði um einn doktor í hjúkrunarstétt en þá varði Hrund Scheving Thorsteinsson doktorsritgerð sína „Hjúkrunarfræðingar og gagnreyndir starfshættir: Virkni og spáþættir.“ Í rannsókninni er lýst hversu vel íslenskir hjúkrunarfræðingar eru í stakk búnir til að veita hjúkrun sem byggist á gagnreyndri þekkingu

 • 08. janúar 2014

  Núvitund - námskeið fyrir hjúkrunarfræðinga

  Nýtt námskeið hefst 30. janúar 2014. Kennt er einu sinni í viku í 8 vikur. Umsóknarfrestur er til 27. janúar.

 • 06. janúar 2014

  Wow air gjafabréfin komin!

  Gjafabréf í flug frá flugfélaginu Wow eru komin í sölu á orlofsvefnum.

 • 02. janúar 2014

  Gjafabréf Icelandair 2014 komin á vefinn

  Gjafabréf Icelandair voru að koma og eru í boði fyrir félagsmenn á vefnum. Í boði eru 2 gjafabréf á félagsmann en þau eru niðurgreidd af orlofssjóði Fíh.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur.

Lesa skilmála