Fara á efnissvæði
Viðburður

Aðalfundur 2025 - Skráning á Hilton Reykjavík Nordica

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn 15. maí 2025 í sal A á Hilton Reykjavík Nordica og á Teams frá kl. 16:30 til 21:00. Skráning er opin frá 1. maí til 8. maí.

Dagsetning
15. maí 2025
Tími
16:30 til 21:00
Staðsetning
Hilton Reykjavík Nordica, salur A

Skráning á aðalfund opnar 1. maí og er opin til 8. maí. Nauðsynlegt er að skrá sig til að taka þátt í atkvæðagreiðslu. Hér fer fram skráning fyrir þá sem verða á staðnum, smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan ef þú vilt skrá þig á Teams.

Aðalfundur er æðsta vald Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarfræðingar með fulla aðild og eru skráðir hafa þar atkvæðisrétt.

Á fundinum í ár munum við kveðja fráfarandi formann og nýr formaður tekur við.

Framboðsfrestur í embætti ásamt tilnefningar til hvatningarstyrkja var til og með 17. apríl.