- Dagsetning
- 19 - 20. maí 2025
- Staðsetning
- Háskólinn á Akureyri
Árlega ráðstefnan Sjónaukinn 2025 verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 19. og 20. maí 2025.
Fyrri ráðstefnudagurinn, 19. maí, verður helgaður erindum frá rannsakendum, fræðafólki og fólki sem vinnur að aukinni farsæld í samfélagi okkar og síðari daginn, 20. maí, munu meistaranemendur við heilbrigðisvísindadeildir Háskólans á Akureyri kynna meistaraverkefni sín.
Í ljósi margþættra áskoranna og þungbærra atburða í samfélagi okkar síðustu misseri, þá viljum við nú beina sjónum að mótvægisaðgerðum. Því er þema og megináhersla ráðstefnunnar að þessu sinni á Farsæld í íslensku samfélagi.
Við hvetjum öll sem eru að vinna að rannsóknum, aðgerðum eða verkefnum sem með einum eða öðrum hætti eiga að stuðla að aukinni farsæld fólks í samfélaginu að senda inn ágrip fyrir lok dags 14. apríl n.k.
Heimasíðu Sjónaukans má finna á íslensku hér og á ensku hér.
Ráðstefnan verður haldin á staðnum og áhugasamir gestir geta einnig skráð sig til þátttöku á heimasíðu ráðstefnunnar.