Málefni hjúkrunarfræðinga
Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember næstkomandi. Ásamt því að senda þrjár spurningar á öll framboð stóð Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, ásamt breiðfylkingu heilbrigðisstarfsfólks að fundi þar sem fulltrúar framboða svöruðu spurningum um málefni heilbrigðiskerfisins. Tilgangur fundarins var að fá afstöðu flokka til heilbrigðisþjónustunnar og hvernig flokkarnir hyggjast koma sínum stefnumálum í framkvæmd.
Til að fá enn skýrari afstöðu varðandi málefni hjúkrunarfræðinga var framboðunum sendar eftirfarandi spurningar:
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Hér fyrir neðan má sjá svör framboðanna sem hafa svarað, er þeim raðað eftir listabókstaf, ásamt svörum frambjóðenda á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks. Fleiri svörum verður bætt við þegar þau berast. Hægt er að nota hliðarflipann til að finna svör einstakra flokka.
Undir svörum flokkanna má svo sjá svör við spurningum sem forvarnarsamtök sendu út til framboðanna varðandi notkun nikótínpúða og fyrirkomulag áfengissölu.
Framsóknarflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Framsókn leggur áherslu á að bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks, þar á meðal hjúkrunarfræðinga, til að stuðla að því að þeir haldist lengur í starfi. Flokkurinn vill styðja við nýsköpun og vísindi og stuðla að framþróun þjónustunnar, efla menntun heilbrigðisstarfsfólks með því að auka fjölda námsplássa á heilbrigðisvísindasviði og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks með því að tryggja sanngjörn launakjör og góð vinnuskilyrði. Framsókn telur mikilvægt að leita allra leiða til að styrkja mönnun á landsbyggðinni m.a. með því að virkja ívilnanir og endurgreiðslu námslána á skilgreindum svæðum, og jafna þannig aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu.
Nýr Landspítali mun bjóða upp á nútímalega og betri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk, sem getur leitt til betri meðferðarúrræða og aukins öryggis. Með nýjum og samræmdum byggingum er hægt að bæta flæði sjúklinga og auka skilvirkni í rekstri spítalans, sem getur leitt til styttri biðlista og hraðari þjónustu. Nýr spítali gerir kleift að innleiða nýjustu tækni og tækjabúnað, sem getur bætt greiningu og meðferð sjúklinga. Betri aðstaða og vinnuumhverfi getur gert spítalann aðlaðandi fyrir heilbrigðisstarfsfólk, sem getur hjálpað til við að fjölga starfsfólki og bæta þjónustu. Þá getur Nýr Landspítali stuðlað að samþættingu heilbrigðisþjónustu, þar sem mismunandi deildir og sérfræðingar vinna saman á einum stað, sem getur bætt heildræna umönnun sjúklinga. Bygging nýs Landspítala er því mikilvæg til að tryggja að heilbrigðisþjónustan á Íslandi sé í takt við nútímakröfur og geti mætt þörfum íbúa á skilvirkan hátt.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingar í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Að nýta menntun og sérþekkingu hjúkrunarfræðinga til fulls er mikilvægur þáttur í því að bæta skilvirkni og gæði þjónustunnar. Framsókn styður aðgerðir sem miða að því að víkka starfssvið sérfræðinga í hjúkrun, sem getur leitt til betri nýtingar á mannauði og aukinnar hagræðingar í heilbrigðiskerfinu. Með því að styðja við þróun og nýsköpun innan heilbrigðisþjónustunnar er stefnt að því að bæta starfsumhverfi og þjónustu fyrir alla.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Framsókn leggur áherslu á að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir innflytjendur, þar á meðal hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa. Flokkurinn vill innleiða hvata til íslenskunáms og tryggja rétt innflytjenda til íslenskunáms á vinnutíma, þeim að kostnaðarlausu. Einnig er lögð áhersla á að bæta aðgengi að upplýsingum fyrir fólk sem vill setjast að á Íslandi, á helstu tungumálum. Framsókn vill efla samfélagsfræðslu sem hluta af inngildingu í íslenskt samfélag og auka þekkingu innflytjenda á eigin réttindum, tækifærum og skyldum.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Willum Þór Þórsson:
„Það hvað mörg fagfélög standa á bak við þennan fund, breiðfylking fagfólks endurspeglar hversu víðfeðmt og stórt þetta verkefni er. Þetta er stærsta þjónustuafhendingarkerfi þjóðarinnar. Við viljum jafnt aðgengi allra óháð efnahag og búsetu. Við þurfum að virða þetta gagnkvæma samband fagfólks og sjúklinga ásamt því að hlúa að því. Það gerum við best með því að hlúa að mannauðinum sem verður stöðugt meiri áskorun en það þarf að manna kerfið okkar til að mæta vaxandi eftirspurn.
Nauðsynlegt er að standa að baki fagfólksins en á þeirri hugsun hef ég alið í ráðuneytinu undanfarin þrjú ár, til dæmis með því að gefa meira sjálfræði í skipulagi. Það er breið þekking hjá fagfólki sem þarf að vinna saman. Ég gæti í framhaldi af þessum rætt um allt það sem hvílir á okkur varðandi fjármögnunina til að allt gangi upp. Mönnun og fjármögnun, hlúa að starfsfólkinu til að skila þessu meginmarkmiði er kjarninn í nálguninni.“
Viðreisn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Það er ljóst að við þurfum bæði að bjóða hvata til að auka áhuga fólks á að mennta sig sem hjúkrunarfræðinga og hvata til þess að halda þeim sem lengst í starfi. Auðvitað hangir þetta að miklu leyti saman. Launakjör, tækifæri til að þróa sig í starfi og starfsaðstæður að öðru leyti. Viðreisn hefur alla tíð talað fyrir því að skoða kerfið í heild sinni. Ef við höfum ekki efni á að borga fagfólki í heilbrigðiskerfinu mannsæmandi laun og bjóða mannsæmandi starfsumhverfi, hvort sem er húsnæði eða álag, þá höfum við einfaldlega ekki efni á að bjóða fólki mannsæmandi heilbrigðisþjónustu.
Raddir hjúkrunarfræðinga þurfa að hafa meira vægi þar sem ákvarðanir eru teknar og Viðreisn vill til dæmis í því skyni fá hjúkrunarfræðinga, sem og fulltrúa annarra fagstétta í greininni, í meira mæli inn í ráðuneytið. Þetta er viðvarandi áskorun ekki átaksverkefni sem hægt er að stökkva í þegar stefnir í óefni.
Að lokum er rétt að rifja upp að fyrir nokkrum árum fékk Viðreisn tillögu sína um bætt kjör kvennastétta samþykkta á Alþingi. Tillagan snerist í stuttu máli um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins ynnu svokallaða þjóðarsátt umleiðrétt kjör þeirra kvennastétta sem setið hafa eftir þegar kemur að kjaramálum. Málið var svæft í meðförum fráfarandi ríkisstjórnar en Viðreisn mun halda vinnunni áfram þegar hún kemst í aðstöðu til þess.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingar í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það er einfaldlega sóun að nýta ekki menntun hjúkrunarfræðinga eins og kostur er í kerfinu. Þess utan er líklegt að sú sóun ýti undir óánægju hjúkrunarfræðinga í starfi og mögulega brotthvarfs.
Viðreisn vill nýta þær rannsóknir sem til eru um þetta efni sem grunn til samstarfs við aðrar heilbrigðisstéttir um breytingar. Meiri áhrif innan ráðuneytis heilbrigðisstétta myndu skerpa á slíkri vinnu.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Á sama tíma og Viðreisn styður að hjúkrunarfræðingar sem hingað flytja búferlum geti starfað hér við það fag sem þeir hafa menntað sig til séu öll tilskilin gögn til staðar og tungumálakunnátta ekki hamlandi.
Kerfisbundnar ráðningar hópa hjúkrunarfræðinga annars staðar frá til að bæta upp skort á hjúkrunarfræðingum hér eru hins vegar skyndilausn sem Viðreisn styður ekki. Nærtækara væri að nota hvata til að fjölga fólki hér í hjúkrunarfræðinámi og til þess að starfa við fagið hér.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Hanna Katrín Friðriksson:
„Við erum með lög um heilbrigðisþjónustu sem kveður á um jafnan rétt fólks til þjónustu óháð fjárhag og búsetu og það segir sitt. Við vitum að heilbrigðisþjónusta er samofin efnahagsmálum. Ég gæti sagt; komum skikki á hagstjórnina og málið er búið. Þetta er það stór útgjaldaliður í fjárlögunum. Það sem við höfum lagt áherslu á er kannski tvennt; biðlistar barna og eldra fólks. Það þarf að vinna á þessu tvennu og losa um stóru kerfin sem eru sjúkrahúsin og heilsugæslan. Hins vegar er það ekki bjóðandi og við í Viðreisn höfum vakið athygli á því að biðlistar fyrir börn hvort sem þau eru með líkamlega eða andlega sjúkdóma eru ekki boðlegir. Við eigum að gera betur. Þetta hefur mjög slæm áhrif á svo marga þætti í samfélaginu.
Biðlistar eldra fólks eftir þjónustu, til að mynda eftir hjúkrunarheimili eða læknisþjónustu, eru ekki boðlegir í okkar samfélagi. Þar höfum við lagt til hina ýmsu þætti. Okkur finnst ótækt að nýta ekki þjónustu nýsköpunarfyrirtækja sem eru með ýmis konar tæknilausnir. Við viljum einfalda kerfin og láta þau vinna saman til að einfalda lífið fyrir notendur, ekki síst úti á landi, og fagfólk. Þetta er risastórt mál sem bæði getur bætt þjónustu og dregið úr kostnaði. Það er ótækt hvað illa hefur gengið við uppbyggingu hjúkrunarheimila og þar komum við aftur að stöðu efnahagsmála. Gríðarlega dýrt er að byggja en ég veit að það gengur betur að koma einkareknum aðilum inn til dæmis með lögum um leigutekjur og annað. Svo eru kjör kvennastétta mikilvægt mál.“
Sjálfstæðisflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks þarf að vera áhugavert og eftirsóknarvert. Minnka þarf álag þar sem bráðaþjónusta er veitt með því að efla samstarf milli heilbrigðisstofnana, efla fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu, auka nýsköpun í velferðarþjónustu, fjölga endurhæfingarúrræðum og taka á fráflæðisvanda með því tryggja aðgengi að hjúkrunarheimilum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram fjölþættar lausnir til að mæta skorti á fagmenntuðu fólki í heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfinu. Sjálfstæðisflokkurinn vill bæta menntun í heilbrigðisgreinum og fjölga nemendum. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða heilbrigðismenntuðu fólki, sem snýr aftur heim úr námi erlendis frá skattaívilnanir. Þannig má leitast við að tryggja að fólk sjái hag af því að flytja aftur heim að námi loknu. Lögð verði áhersla á að bæta starfsumhverfi til að draga úr álagi á viðkvæmar starfsstéttir og laða að nýtt fólk. Ekki er því síður mikilvægt að klára byggingu nýja Landspítalans. Með aukinni nýsköpun og fjölbreyttum rekstrarformum, bæði í mennta- og heilbrigðiskerfi, hyggst flokkurinn skapa betra umhverfi fyrir fagfólk.Við trúum á að markvissar aðgerðir í menntun og starfsskilyrðum leiði til betra jafnvægis milli framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði, sérstaklega í greinum sem nú glíma við mikinn skort.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það er stefna Sjálfstæðisflokksins að í landinu sé öflugur hópur sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, annars heilbrigðisstarfsfólks og heilbrigðisfyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn er þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að allar heilbrigðisstéttir og reynsla þeirra fái notið sín með það að leiðarljósi að auka gæði og öryggi í heilbrigðiskerfinu. Aukin nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisþjónustu geta tryggt bestu nýtingu ólíkrar menntunar og reynslu mismunandi heilbrigðisstétta.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á farsæla aðlögun erlendra hjúkrunarfræðinga og annarra innflytjenda að íslensku samfélagi. Við höfum lagt áherslu á að fólk sem kemur erlendis frá til að starfa fái menntun sína metna hér á landi. Þá skiptir máli að auðvelda fólki leið inn í háskóla ef þörf er á frekari menntun til að uppfylla starfsskilyrði á Íslandi og byggja þannig brýr til starfsréttinda. Mikilvægt er að bæta aðgengi að íslenskukennslu fyrir þá sem flytjast hingað til lands til að starfa, sem auðveldar þeim að taka fullan þátt í samfélaginu og á vinnumarkaði. Það er lykilatriði svo vel takist upp við aðlögun að íslensku samfélagi. Sjálfstæðisflokkurinn vill einnig tryggja að réttindi erlendra starfsmanna séu virt og að þeim sé boðið upp á öryggi og réttlát kjör. Sjálfstæðisflokkurinn lítur því á móttöku og aðlögun erlends heilbrigðisstarfsfólks sem mikilvægt skref til að mæta aukinni þörf fyrir fagmenntað heilbrigðisstarfsfólk og tryggja að það fái nauðsynlega aðstoð til að aðlagast íslensku samfélagi.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir:
„Brýnasta málið sem við setjum á oddinn er fjölgun úrræða fyrir eldra fólk í formi hjúkrunarrýma á grundvelli þess samkomulags sem Þórdís Reykfjörð Gylfadóttir og Willum Þór skrifuðu undir fyrr á árinu með því að áforma mjög skýrt að ríkið sæi alfarið um húsnæði undir rekstur hjúkrunarheimila. Þrátt fyrir skýra áætlun í fjármögnun hjúkrunarheimila hafa þau ekki risið samkvæmt henni. Ég myndi segja að þessi mál væru mjög tilbúin fyrir næstu ríkisstjórn að hlaupa hratt í og fjölga úrræðum. En það þarf að vera í takt við önnur skýr og mikilvæg úrræði eins og dagdvöl, jafnt sérhæfða sem almenna. Slík úrræði auka mjög öryggi og draga úr félagslegri einangrun. Allt þetta þarf að gera til að mæta þessari stóru áskorun.
Hitt stóra málið er almennt bætt þjónusta við fólk og umhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Það er nátengt og ekki hægt að skilja í sundur því bætt umhverfi starfsfólks skapar betri umhverfi til að hlúa að velferð fólks. Efla þarf uppbyggingu á grunnþjónustu, heilsugæslunni. Þar er besta dæmið um kosti og nýtingu einkaframtaksins, að láta fé fylgja hverjum sérfræðilækni til að ýta undir fjölgun heimilislækna. Nauðsynlegt er að draga úr sóun, draga úr þeim tíma sem heilbrigðisstarfsfólk eyðir í að skrifa vottorð og skriffinnsku sem tekur tíma frá því til að sinna sjúklingum. Að Sjúkratryggingar geri samninga við alla aðila heilbrigðisþjónustu, hvort sem um er að ræða opinbera aðila eða einkaframtak til að laga biðlista.
Þá er nauðsynlegt að stórauka rafræna tækni, ég trúi því að íslenskt heilbrigðiskerfi geti verið í fremstu röð þjóða gagnvart því að vera með snjallvætt kerfi sem ýtir undir að við getum fókuserað enn betur á þjónustu við sjúklinga, hlúð betur að starfsfólki, nýtt fjármagn betur og nýtt þá kosti sem við höfum sem tæknivætt land fyrir allt samfélagið með enn betra heilbrigðiskerfi.“
Flokkur fólksins
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Við ætlum að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga til muna með því að leysa útskriftarvanda Landspítalans – það verður að byggja hjúkrunarrými svo fólk þurfi ekki að liggja á göngum Landspítalans á meðan það bíður eftir úthlutun rýmis. Við viljum stækka bráðamóttökuna í Fossvogi og manna hana mun betur. Auk þess viljum við grípa til aðgerða til að fjölga legurýmum á Landspítalanum.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Við treystum fagfólki til að móta stefnu sinnar stéttar og því treystum við hjúkrunarfræðingum ef þeir telja þetta réttu leiðina til meiri árangurs.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Það verður að efla íslenskukennslu til erlendra hjúkrunarfræðinga sem hingað koma. Gera verður lágmarkskröfur um íslenskuþekkingu og bjóða uppá grunnnámsskeið til að tryggja þær lágmarkskröfur.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Kolbrún Baldursdóttir:
„Það hefur verið áhugavert að hlusta á hvað frambjóðendur hafa sagt og ég er sammála næstum öllu. Fyrir mér er þetta bara spurning um að byrja á tvennu, mannauðnum en hvar sem litið er í kerfinu er mannekla. Það strandar allt á vöntun á fagfólki. Það þarf að hækka laun innan heilbrigðisstétta verulega og það er áríðandi að byrja á að taka frá fjármagn í það til að fá fagfólk í heilbrigðisþjónustu. Einnig þurfum við að fá læknana okkar heim. Það er ekki boðlegt þegar fólk kemur ekki heim eftir nám, til dæmis vegna húsnæðisskorts.
Mannsæmandi laun ættu að vera í boði fyrir hámenntað fólk. Það er mikil eftirspurn eftir læknum úti í heimi og þeir koma ekki heim. Við getum byrjað á að láta þessa hluti fara að ganga.
Nýi Landspítalinn er löngu sprunginn og strax kominn í vandræði. Síðan eru það hjúkrunarheimilin. Enginn staður fyrir fullorðið fólk sem er búið með sína meðferð á Landspítalanum. Ég vil líka horfa til barna með fjölþætt vandamál og mikla þjónustuþörf. Í gamla daga þegar ég starfaði sem sálfræðingur voru meðferðarheimili til að grípa allra verst settu börnin. Núna er ekki neitt. Það dynja yfir sjálfsvígsfréttir og við verðum að horfa til þessa hóps og gera eitthvað í málunum. Er það ásættanlegt að það getur tekið allt að fjórum mánuðum að fá að hitta lækninn sinn á heilsugæslunni? Þegar maður lítur yfir flóruna síðustu misserin hefur svo margt versnað. Ég veit að fólki hefur fjölgað mikið hér á landi en okkur hefur ekki tekist að grípa það. Að komast ekki til læknis á heilsugæsluna hlýtur að þýða stórkostlegan bakreikning síðar sem kemur í bakið á okkur. Við erum hlynnt niðurgreiðslu til sálfræðinga, kannski ekki til allra, en þurfum að gera verulega betur fyrir þá sem þess þurfa.“
Sósíalistaflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Okkur í Sósíalistaflokk Íslands finnst mjög mikilvægt að við hér á Íslandi búum við gott heilbrigðiskerfi. Gott heilbrigðiskerfi þar að vera gott bæði fyrir almenning eða notendur kerfisins sem og gott fyrir fólkið sem veitir þjónustuna. Í okkar stefnum leggjum við áherslu á það að vinnustaðir séu lýðræðisvæddir í meira mæli þannig að starfsfólk hafi sitt að segja um vinnuaðstæður sínar. Þannig teljum við að hjúkrunarfræðingar búi sjálfir yfir bestu lausnunum þegar kemur að því að leysa vandamálin sem liggja í því að fólk haldist ekki nægilega vel í starfi. Það þarf því að byrja á því að ræða við fagfélag hjúkrunarfræðinga og hjúkrunarfræðinga sem starfa innan heilsugæslu og spítalanna. Í kjölfarið þarf svo að fara í þær aðgerðir sem út úr slíku samtali koma.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það liggur fyrir hjá alþjóðastofnunum og í stenfumótun hjúkrunarfræðinga og annarra að víkkað starfssvið haldi hjúkrunarfræðingum frekar í starfi. Svo sú leið þykir okkur skynsamleg ásamt fleiri aðgerðum sem miða að sama marki.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Okkar stefna í móttöku innflytjenda og menntastefnu er að veita fólki raunfærnimat þegar við á og að veita inngildandi menntun og þar með Íslenskukennslu ef vantar uppá svo fólk geti starfað innan ákveðinna greina.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Sanna Magdalena Mörtudóttir:
„Við leggjum höfuðáherslu á að allir tekjustofnar ríkisins verða efldir, að skattheimta verði með réttlátum hætti og við höfum gert áætlun um betra plan í ríkisfjármálum. Við erum með skýra stefnu um að skattkerfi okkar verði sanngjarnt og markmið í því sambandi að vera með nógu góða skattstofna sem geta boðið upp á góða og öfluga heilbrigðisþjónustu.
Við vitum að þegar tekjustofnar eru ekki nógu sterkir bitnar það á grunnþjónustu sem við þurfum öll á að halda og leiðir til niðurskurðarstefnu með tilheyrandi álagi á starfsfólk. Við viljum að nægt fjármagn verði sett inn í heilbrigðisþjónustuna en til þess að nýta það sem best þarf að hlusta á starfsfólkið sem vinnur við þessi mál á hverjum degi varðandi það hvernig úthlutun fjármagnsins á að fara fram.
Við þurfum að hlusta á hvað starfsfólk innan ólíkra geira leggur til, hvað er brýnast að gera og hvernig má útfæra það. Við lítum á að það sé gríðarlega mikilvægt og samhliða þessu þurfum við lýðræðislegt vald með röddum þeirra sem best þekkja til á heilbrigðisstofnunum. Það þarf að koma í veg fyrir það að fólk treysti sér ekki til að vinna innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem það sér ekki hvernig það geti sinnt starfi sínu sem best.“
Lýðræðisflokkurinn
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Stjórnskipun Íslands byggist á þrískiptingu valdsins og beinist hlutverk þeirra sem sitja sem fulltrúar kjósenda á Alþingi að þeim atriðum sem við koma löggjafarvaldinu þ.e. að semja lög og þingsályktunartillögur m.a. um heilbrigðismál. Heilbrigðisstéttir landsins starfa eftir Lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 40 frá 27. mars 2007. Landlæknir gefur út starfsleyfi og hefur eftirlit með störfum hjúkrunarfræðinga sem og annarra heilbrigðisstarfsmanna. Ráðherra skal, að fengnum tillögum landlæknis og að höfðu samráði við viðkomandi heilbrigðisstéttir, kveða á um reglugerð um faglegar lágmarkskröfur til reksturs heilbrigðisþjónustu á einstökum sviðum.
Þau atriði sem Lýðræðisflokkurinn (X-L) mun leggja áherslu á er að heilbrigðisráðuneytið setji sem fyrst lágmarks viðmið um mönnun hjúkrunarfræðinga á heilbrigðisstofnunum í nánu samstarfi við stjórnendur þeirra stofnana þó svo gerð slíkra viðmiða séu ekki áskilin með beinum hætti í Lögum um heilbrigðisþjónustu. Við munum einnig láta framkvæma ítarlega könnun meðal hjúkrunarfræðinga á kjörum þeirra, vinnuálagi og aðbúnaði á vinnustöðum með það fyrir augum að geta með ýmsum hætti bætt kjör þeirra, starfsaðstöðu og ánægju í starfi. Við teljum að fjölga þurfi hjúkrunarnemum og auka valmöguleika þeirra. Lýðræðisflokkurinn hvetur til aukins einkareksturs í heilbrigðiskerfinu sem eykur mjög á starfsmöguleika hjúkrunarfræðinga á ýmsum sviðum.
Persónulega teljum við að grunnlaun/dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu of lág, en það er í hendi samninganefndar Hjúkrunarfélagsins að semja um það.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Lýðræðisflokkurinn telur að það eigi að aðlaga starfssvið hjúkrunarfræðinga í ljósi þróunar og framfara í læknisfræði og tækni og að þróun starfa hjúkrunarfræðinga hér á landi verði í samræmi við það sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum að því leyti sem það er raunhæft og hefur gefið góða raun. Slíkar breytingar þurfa að sjálfsögðu að vera gerðar í sátt og í samvinnu við aðrar klíniskar heilbrigðisstéttir.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Ísland er aðili að EES-samningnum en hornsteinar hans eru frjálst flæði vöru, fólks, fjármagns og þjónustu. Vegna ákvæða EES-samningsins geta íslensk stjórnvöld ekki staðið á móti eða hindrað innflutning á erlendu vinnuafli innan EES-svæðisins. Lýðræðisflokkurinn telur að það eigi að vera algjört skilyrði fyrir veitingu starfsleyfa klínískra heilbrigðisstétta hér á landi að viðkomandi umsækjandi fari á námskeið og geti talað íslensku áður en hann hefur störf. Þannig er það á hinum Norðurlöndunum.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Arnar Þór Jónsson:
„Hér erum við örfáar hræður í þessu landi þar sem er verið að bruðla með okkar peninga. Þegar talað er um að ríkið ætli að veita pening í hitt og þetta eru það okkar peningar. Þeir bruðla þannig að það er verið að byggja rándýrar skrifstofur Alþingis. Það væsti ekkert um þá í eldri byggingum, ég kom inn í þær og get borið vitni um það sem varaþingmaður. Landsbankinn er kominn í rándýrt húsnæði og Utanríkisráðuneytið þarf ekkert nema fínt og dýrt en á sama tíma liggur fólk á göngum Landspítalans. Ég get sjálfur borið vitni um það þar sem ég hef heimsótt náinn aðstandanda á sjúkrastofnun síðustu vikur og mánuði.
Forgangsröðunin er greinilega á hvolfi og brýnasta verkefnið er að taka til í ríkisrekstrinum og beina fjármunum þangað sem eldarnir loga heitast. Þetta fólk sem situr hér við hliðina á mér hefur svikið allt sem lofað hefur verið. Þau eru samt að tala um einstaklingsmiðaða þjónustu sem er til í kerfinu. Í Covid þar sem Alma Möller og Willum báru mikla ábyrgð var allri hefðbundinni læknisþjónustu hent út um gluggann og ein meðferð, eitt lyf átti að duga fyrir alla. Heilbrigðisvandi þjóðarinnar var aukinn gríðarlega, sálfræðilega, félagslega og fjárhagslega. Þetta var aðför að réttarríkinu sem Íslendingar hafa enn ekki haft hugrekki til að horfast í augu við en aðrar þjóðir eru byrjaðar að gera. Ég segi að við þurfum að losa okkur við þetta fólk og þess vegna erum við að bjóða fram Lýðræðisflokkinn. Við viljum hreinsa til á Alþingi og láta heilbrigðiskerfið ganga fyrir, það er mál númer eitt.“
Miðflokkurinn
Miðflokkurinn horfir á heilbrigðisþjónustuna með hagsmuni sjúklinga í huga. Lykilþáttur þess er að reka skilvirka og örugga þjónustu sem gagnast öllum landsmönnum.
Ekki þarf að hafa mörg orð um mikilvægi heilbrigðisstarfsmanna svo að unnt sé að veita þá þjónustu sem landsmenn eiga skilið. Því leggur Miðflokkurinn áherslu á að starfa í sem mestri samvinnu og samráði við heilbrigðisstarfsmenn og telur mikilvægt að hlusta á þarfir þeirra og óskir.
Miðflokkurinn leggur áherslu á að bæta starfsumhverfi og launakjör hjúkrunarfræðinga og stuðla að eðlilegri endurnýjun og starfsánægju þessarar mikilvægu heilbrigðisstéttar. Mikilvægt er að halda þeim hjúkrunarfræðingum sem þegar eru innan heilbrigðiskerfisins í starfi, draga úr brottfalli hjúkrunarfræðinga og helst fá þá til starfa sem þegar hafa hætt.
Íslenskur vinnumarkaður hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár og fólk af erlendum uppruna orðið fyrirferðarmeira innan flestra starfsstétta. Þar er heilbrigðiskerfið engin undantekning. Mikilvægt er að vinna þau mál með hagsmuni sjúklinga í huga.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Jón Ívar Einarsson:
„Ég er nýgræðingur í pólitík og ætla að byrja á því að gera mistök því ég vil hrósa Willum heilbrigðisráðherra. Ég tel að hann hafi staðið sig ótrúlega vel í starfi. Hann hefur tekið ákveðna nálgun á heilbrigðismál sem er praktísk nálgun sem byggir á því að leysa vandamál. Hann hefur ekki staðið fastur í pólitískum kreddum.
Forgangsmál að mínu mati er bætt aðgengi aldraðra. Við eldumst öll og mesti kostnaður í heilbrigðiskerfinu er öldrun og flóknustu vandamálin. Þetta fólk lendir oft inni á sjúkrahúsi sem kostar samfélagið mikið og aðbúnaður þess er oft til skammar. Það eru 30 ár síðan ég var í læknisfræði en þá lá eldra fólk og oft það yngra líka, á göngum spítalanna og það er þannig enn í dag. Það þarf að leysa þennan fráflæðisvanda svokallaða strax. Ég veit að Willum hefur verið að reyna það en betur má ef duga skal. Það þarf að byggja hjúkrunarheimili mun hraðar auk þess að bæta heimilisþjónustu fyrir aldraða svo fólk geti lifað sómasamlegu lífi heima hjá sér svo lengi sem unnt er. Þetta er mjög mikilvægt mál. Það þarf að eyða biðlistum en mjög margt eldra fólk er með vandamál sem tengjast liðverkjum og þarf að komast í liðskipti. Það hefur verið gert töluvert átak í þessum efnum en enn er langt í land að það sé fullleyst. Við vitum að lífsgæði fólks eru verulega skert þegar það fær ekki lausn sinna mála. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að leysa þau mál fljótt og vel. Lágmarksþjónusta eldra fólks, hafandi verið aðstandandi, er að það hafi sitt eigið herbergi og salerni á hjúkrunarheimilum.“
Samfylkingin
- Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Kosningaáherslur Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum byggja á Öruggum skrefum - útspili flokksins um heilbrigðismál sem er afrakstur yfir 40 funda með almenningi um land allt, með heilbrigðisstarfsfólki og notendum heilbrigðiskerfisins. Þar er að finna fimm forgangsverkefni. Samfylkingin telur að þegar umræddum markmiðum verði náð muni það hafa víðtæk jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið í heild sinni.
Mönnun heilbrigðiskerfisins er lykilatriði ef kerfið á að virka. Ef mönnun í heilbrigðiskerfinu er ekki viðunandi getur það leitt af sér vítahring versnandi starfsaðstæðna og þjónustu — sem stuðlar svo að enn verri mönnun. Um 25% hjúkrunarfræðinga á Íslandi hætta að starfa við fagið innan 5 ára frá útskrift. Við verðum að halda í fólkið okkar og skapa aðstæður þar sem fólk vinnur við það sem það hefur menntað sig til að gera. Bætt kjör og starfsumhverfi eru algjört grundvallarmál sem við munum leggja höfuðáherslu á.
Hjá Samfylkingunni er bæði vitneskja og skilningur á þeim áskorunum sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir vegna hás brottfalls menntaðra hjúkrunarfræðinga úr starfi . Ástæður þess eru ekki einhlítar en ljóst er að laun endurspegla ekki þá ábyrgð, álag og menntun sem krafist er í starfinu og margir yfirgefa stéttina vegna ófullnægjandi vinnuaðstæðna og álags. Innleiðing svokalllaðs „Virðismat starfa“ er mikilvægt skref til að stuðla að launajafnrétti, bættu starfsumhverfi og sterkari heilbrigðisþjónustu. Virðismat starfa hefur tvö meginmarkmið, þ.e.: sanngjörn launasetning sem byggð er á hlutlægum þáttum eins og ábyrgð, hæfni, álagi og vinnuumhverfi, og aukinni nýliðun og starfsánægja þar sem réttlát kjör laðar til sín nýtt starfsfólk og dregur úr starfsmannaveltu. Samkvæmt nýlegum rannsóknum og skýrslum, eru störf í hefðbundnum „kvennastéttum,“ eins og hjá hjúkrunarfræðingum sem sinna heilbrigðis- og umönnunarstörfum, oft vanmetin þegar kemur að launasetningu. Þetta kerfisbundna vanmat endurspeglar ekki þá hæfni, ábyrgð og álag sem fylgir þessum störfum, sem eru grunnstoðir samfélagsins. Samfylkingin mun leggja áherslu á innleiðingu á virðismati starfa enda er annars hættan sú að heilbrigðiskerfið lendi í enn alvarlegri mannekluvanda sem mun ógna stöðugleika og gæðum þjónustunnar.
Samfylkingin mun að auki beita sér fyrir því að kjör hjúkrunarfræðinga og tækifæri til að þróa sig í starfi verði með þeim hætti að laða ungt fólk í greinina og auka festu í starfi. Samfylkingin mun beita sér fyrir því að hraða uppbyggingu á nýjum Landspítala og hefja framkvæmdir við næstu áfanga. Samfylkingin hefur sett málefni eldra fólks á oddinn og mun beita sér fyrir því að byggðir verði upp innviðir um allt land til að tryggja að sjúklingar og aldraðir fái þjónustu á réttu þjónustustigi. Samfylkingin mun einnig beita sér fyrir því að styrkja menntun hjúkrunarfræðinga með því að styðja markvisst við hjúkrunarmenntun bæði við HÍ og HA og fjölga kennurum í hjúkrunarfræði með meistara og doktorspróf.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Samfylkingin leggur áherslu á öfluga teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu þar sem þekking og reynsla hvers fagmanns nýtist til fullnustu, almenningi til hagsbóta. Í ljósi reynslu annarra þjóða mun Samfylkingin beita sér fyrir því að fjölga meistara og doktorsmenntuðum hjúkrunarfræðingum á Íslandi bæði til að tryggja nauðsynlega nýliðun í faginu en einnig til að taka að sér ný og breitt verkefni í gegnum útvíkkað starfssvið.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
Á undanförnum árum hefur fjölgað mjög hratt hjúkrunarfræðingum af erlendu þjóðerni. Í ljósi tilmæla WHO um mikilvægi þess að hvert aðildarríki þess sé sjálfbært um að mennta hjúkrunarfræðinga til starfa í sínu heilbrigðiskerfi mun Samfylkingin ekki beita sér fyrir því að farið verði í markvissar aðgerðir til að laða til landsins hjúkrunarfræðinga frá öðrum löndum. Hins vegar mun Samfylkin styðja við aðgerðir til að taka vel á móti þeim erlendu hjúkrunarfræðingum sem hingað kjósa að koma. Þar sem hjúkrun er í eðli sínu samskiptafag mun Samfylkingin styðja við aðgerðir sem auðvelda erlendum hjúkrunarfræðingum og öðru heilbrigðisstarfsfólki að læra íslensku og öðlast þekkingu á íslensku heilbrigðiskerfi. Vísir er að markvissri móttöku erlendra hjúkrunarfræðinga t.d. á Landspítala en Samfylkin mun styðja við að komi verði á slíkri mótttöku á landsvísu.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Alma Möller:
„Uppbygging innviða. Greiða til baka þá skuld sem safnast hefur upp, hvort sem er í mönnun, húsnæði, tækni eða rafrænum kerfum. Brýnasta einstaka úrræðaefnið er brotakennd þjónusta við eldra fólk þar sem á hverjum tíma eru tugir ef ekki hundruð að bíða eftir hjúkrunarrými á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri með slæmum afleiðingum bæði hjá einstaklingum og kerfinu í heild. Það liggur mest á að byggja þau hjúkrunarrými sem vantar en samhliða þarf að byggja upp þjónustu sem gerir hinum aldraða kleift að vera heima eins lengi og unnt er. Heilsuefling er þar gríðarlega mikilvæg og ætti að hefjast strax í æsku. Heilsuefling eldri borgara er afar mikilvægt verkefni, að styðja við hvers kyns heimaþjónustu, dagdvöl, heimahjúkrun svo eitthvað sé nefnt. Það hefur mikið vantað upp á uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Spurt er hvernig á að framkvæma þetta en ég hygg að slík framkvæmdaáætlun sé í gangi nú þegar og auðvitað þarf þá að vinna eftir henni. Ég heyri að ríki og sveitarfélög benda á hvort annað en það er vissulega búið að taka skref til að ríkið taki meiri ábyrgð en það þarf klárlega að taka samtalið þar.
Við viljum að fólk fái fastan tengilið við heilbrigðiskerfið. Það vantar mikið upp á fjölda heimilislækna svo það er ekki raunhæft að öll fái heimilislækni strax þótt það sé markmið til lengri tíma. Með því að fara í úrbætur fyrir eldra fólk er hægt að auka lífsgæði þess og minnka þörf fyrir aðra þjónustu. Umönnun er sömuleiðis brýn, það vantar öldrunarlækna, öldrunarsálfræðinga og sérhæfingu á hjúkrunarheimilum.“
Vinstrihreyfingin grænt framboð
- Bætt vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks getur orðið til þess að fleiri sækja menntun á heilbrigðissviði. Eins þarf að bregðast við brotthvarfi heilbrigðisstarfsfólks úr starfi og leita leiða til að fá nýútskrifað fólk til starfa. Því er mikilvægt að skilgreina Það er skortur á hjúkrunarfræðingum og fjórði hver hjúkrunarfræðingur hefur yfirgefið fagið fimm árum eftir útskrift. Á undanförnum árum hafa verið gefnar út skýrslur sem fjalla um þennan skort og mikilvægi þess að bæta starfsumhverfi og minnka langvarandi vinnuálag á hjúkrunarfræðinga. Hvað ætlar framboð þitt að gera til að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og stuðla þannig að því að þeir haldist lengur í starfi?
Leiðrétta kynbundinn launamun. Endurmetum virði kvennastarfa með tilliti til ábyrgðar og mikilvægi fyrir samfélagið. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Við styðjum innleiðingu á virðismati starfa sem leið að launajafnrétti og bættum kjörum. Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. VG bindur miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun.
Skilgreina umfang og eðli verkefna í mönnunarlíkani og tryggja með því aukin gæði og öryggi allra. Leita leiða í samvinnu við fagaðila hvernig sé skynsamlegt að bregðast við brotthvarfi heilbrigðisstarfsfólks úr starfi. Það þarf að gera starfið meira aðlaðandi, það er fráhrindandi hvað er mikil krafa á að koma á aukavaktir. Skoða hvað veldur háu veikindahlutfalli og bregðast við því. Bætt vinnuaðstaða og kjör heilbrigðisstarfsfólks getur orðið til þess að fleiri sækja menntun á heilbrigðissviði. Eins þarf að bregðast við brotthvarfi heilbrigðisstarfsfólks úr starfi og leita leiða til að fá nýútskrifað fólk til starfa. Við viljum auðvelda læknum og heilbrigðisstarfsfólki að flytja heim eftir nám með niðurfellingu námslána.
- Víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun hefur reynst árangursríkt í mörgum löndum sem Ísland ber sig saman við. Rannsóknir hafa sýnt að þegar menntun og sérþekking hjúkrunarfræðinga er nýtt til fulls þá leiðir það til meiri skilvirkni og hagræðingu í rekstri án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar og öryggi skjólstæðinga. Hvað hyggst þitt framboð gera varðandi víkkað starfssvið sérfræðinga í hjúkrun?
Það þarf að gera þetta, víkka starfsvið sérfræðinga í hjúkrun. Styðja betur við framhaldsmenntun hjúkrunarfræðinga og koma því fyrir að framhaldsmenntunin nýtist í starfi. Það þarf að klára vinnuna við uppbyggingu viðbótarnáms fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja víkka starfssvið sitt sem samræmist þeim kröfum sem gerðar eru erlendis. Styðja við áframhaldandi vinnu í tengslum við t.d. leyfi til að ávísa lyfjum eins og: Reglugerð um heimildir hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra til að ávísa lyfjum frá 2020. Nýta betur og viðurkenna þekkingu hjúkrunarfræðinga til að útvíkka starfið. Þetta þarf að gera t.d. vegna læknaskorts og þá sérstaklega á landsbyggðinni. Veita hjúkrunarfræðingum heimild til að afgreiða fleiri verkefni.
- Hjúkrunarfræðingar hafa þann kost að geta starfað um allan heim og á Íslandi hefur þörfin fyrir hjúkrunarfræðinga aukist hratt eins og annars staðar. Hlutfall hjúkrunarfræðinga af erlendu þjóðerni sem starfa hér á landi hefur hækkað síðustu ár en skortur er á heildstæðum aðgerðum um móttöku og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi. Ef og þá hvaða kröfur eða aðgerðir hyggst framboð þitt innleiða til að tryggja farsæla móttöku og aðlögun fyrir hjúkrunarfræðinga sem flytjast hingað til lands til starfa?
VG leggur mjög mikið upp úr inngildingu. Vinna þarf að markvissri inngildingu í samfélaginu. Öllum innflytjendum þarf að vera tryggð íslenskukennsla þeim að kostnaðarlausu, á vinnutíma og án launataps. Mikilvægt er að auka fjölbreytni og aðgengi að slíkri kennslu og hækka framlög til hennar umtalsvert.
Einstaklingar skulu ekki líða fyrir tungumálakunnáttu sína og upplýsingar er varða atvinnu fólks og réttindi þeirra skulu vera á því tungumáli sem hentar. Vinnumarkaðurinn þarf að meta þá menntun og reynslu innflytjenda svo flest geti starfað við sitt fag, sjálfu sér og samfélaginu öllu til góða. Jafnframt er mikilvægt að tryggja að innflytjendur hafi sömu tækifæri til að bæta við sig menntun og aðrir.
Öflug upplýsingagjöf um íslenskt samfélag, réttindi, skyldur, félags- og heilbrigðisþjónustu, menntun og menningu, atvinnu og húsnæði eflir fólk til virkrar samfélagsþátttöku, veitir því öryggi, bætir réttindi þess og stöðu í samfélaginu og vinnur gegn einangrun og jaðarsetningu. Stjórnvöld skulu hafa frumkvæði að því að veita innflytjendum nauðsynlegar upplýsingar og tryggja starfsfólki fræðslu svo það geti sinnt hlutverki sínu við að miðla þeim. Mikilvægt er að auðvelt aðgengi sé að upplýsingum, þjónustu og ráðgjöf. Þeim, sem ekki skilja íslensku, skal standa til boða túlkun svo tryggja megi að þau fái fullnægjandi aðstoð og þjónustu.
Huga þarf sérstaklega að stöðu kvenna af erlendum uppruna en þær eru útsettari fyrir kerfisbundinni mismunun og ofbeldi. Vegna þessa skal sérstaklega gætt að réttindum þeirra í allri upplýsingagjöf, stefnumótun og aðgerðum sem og í allri opinberri þjónustu. Stórefla þarf rannsóknir og upplýsingasöfnun um líðan og stöðu innflytjenda sem hér setjast að til að geta stutt betur við þarfir þeirra og styðja við stefnumótunarvinnu í málefnum innflytjenda. Það þarf að passa upp á að þeim séu ekki greidd lægri laun, að þau fari inn í sömu kjarasamninga og aðrir hjúkrunarfræðingar. Allt fólk sem starfar á Íslandi á að njóta fullra réttinda á vinnumarkaði. Mansal, launaþjófnaður, félagsleg undirboð og önnur misnotkun á vinnuafli skal aldrei líðast. Styrkja þarf opinbert eftirlit og lagaumhverfi og tryggja að viðeigandi viðurlög séu við launastuldi eins og hverjum öðrum þjófnaði.
Það er einnig mjög mikilvægt að huga að inngildingu fjölskyldumeðlima þeirra sem hingað flytja til að starfa sem hjúkrunarfræðingar. Börn innflytjenda hafa sama rétt og önnur börn og tryggja þarf að þau geti staðið jafnöldrum sínum jafnfætis í námi. Ráðuneyti menntamála þarf, í samvinnu við sveitarfélögin, að stórauka þjónustu, stuðning og námsframboð fyrir þennan hóp og fjölskyldur þeirra. Börn með íslensku sem annað tungumál eiga að hafa aðgang að móðurmálskennslu sem og íslenskukennslu. Efla þarf ráðgjöf til kennara og fagfólks vegna slíkrar kennslu sem og kennaramenntun á sviði fjöltyngi og fjölmenningarlegra kennsluhátta. Mikilvægt er að bjóða upp á stuðning við nám og efla til muna samskipti skóla og foreldra. Börn innflytjenda verður að hafa sérstaklega í huga í námsefnisgerð sem á einnig að stórefla.
- Hvert er brýnasta forgangsmál þíns flokks í heilbrigðismálum og hvernig lítur áætlun flokksins út varðandi það mál? - Spurning á fundi breiðfylkingar heilbrigðisstarfsfólks 22. nóvember.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson:
„Það sem við leggjum á oddinn er að efla opinbera heilbrigðiskerfið sem við eigum öll að geta sótt þjónustu til. Nauðsynlegt er að efla heilsugæsluna um allt land og heilbrigðisþjónustu almennt. Við horfum til þess að koma á meira forvarnarbyggðu heilbrigðiskerfi þar sem við erum frekar að koma í veg fyrir að eitthvað „bili“ en að það þurfi að laga það. Þetta skiptir miklu máli vegna öldrunar þjóðarinnar. Þessi atriði ná bæði til líkama og sálar. Ég er að tala um aukna heilsueflingu og endurhæfingu.
Verkefni sem við Willum settum í gang, Gott að eldast, er einmitt þannig hugsað og ætlað til að umbylta þjónustu við eldra fólk svo það geti búið lengur heima hjá sér. Síðan er það geðheilbrigðisþjónustan. Við viljum efla geðheilbrigðisteymin og sálfræðiþjónustu inni á heilsugæslunni. Það er mjög áríðandi fyrir alla aldurshópa og ekki síst ungmenni. Efla bráðaþjónustu og gott aðgengi að fæðingarþjónustu á vel skilgreindum svæðum um allt land. Búa til starfsumhverfi þar sem starfsmenn eru ekki að sligast undan álagi. Vaktavinna er slítandi og hún er algeng á heilbrigðisstofnunum. Við þurfum að fjölga starfsmönnum, uppræta kynbundinn launamun og bæta launakjörin.“
Svör um forvarnir
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir - Félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum sendu út spurningar á framboðin um notkun nikótínpúða og fyrirkomulag áfengissölu. Hér fyrir neðan má sjá svör þeirra framboða sem svöruðu, flokkunum er raðað í stafrófsröð.
1. Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi?
Flokkur fólksins
Já
Framsóknarflokkurinn
Já
Miðflokkurinn
Já
Píratar
Já
Samfylkingin
Já
Sjálfstæðisflokkurinn
Já
Sósíalistaflokkurinn
Já
Vinstrihreyfingin grænt framboð
Já
Viðreisn
Já
2. Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum?
Flokkur fólksins
Nei
Framsóknarflokkurinn
Nei
Miðflokkurinn
Nei
Píratar
Já
Samfylkingin
Nei
Sjálfstæðisflokkurinn
Já
Sósíalistaflokkurinn
Nei
Vinstrihreyfingin grænt framboð
Nei
Viðreisn
Já
Ítarleg svör um forvarnir
1. Telur flokkur þinn rétt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna? Ef já, til hvaða aðgerða viltu að stjórnvöld grípi?
Flokkur fólksins Já. Við viljum efla forvarnir og setja strangari viðurlög við því að selja börnum nikótínpúða.
Framsóknarflokkurinn Framsókn leggur áherslu á að stemma stigu við aukinni notkun nikotínpúða meðal barna og ungmenna til vernda heilsu þeirra og koma í veg fyrir að þau þrói með sér fíkn. Framsókn telur að fella eigi rafrettur og aðrar nikótínvörur undir sömu lög og tóbaksvörur líkt og gert hefur verið í flestum Evrópulöndum. Þá er mikilvægt að ná til barna og ungmenna með fræðslu um skaðsemi nikotíns með það að markmiði að draga úr notkun.
Miðflokkurinn Forvarnir eru Miðflokknum hugleiknar og hér er freistandi að nefna baráttu Lárusar Guðmundssonar, frambjóðanda Miðflokksins og fyrrverandi atvinnumanns í knattspyrnu. Hann stóð að samstarfi við Landlæknisembættið fyrir áratug um átakið: „Fyrirmyndir nota ekki munntóbak.“ Þar voru fyrirmyndir þess tíma, í íþróttum og tónlist, notaðar í auglýsingar og veggspjöld með ungum börnum og minnt á að fyrirmyndir nota ekki munntóbak. Stöðugt steðja nýjar hættur að ungu fólki, hvort sem það eru fíkniefni, rafrettur (veip) eða munntóbaksnotkun. Það er skoðun Miðflokksins að yfirvöld verði að vera á varðbergi gegn nýjum vanabindandi efnum, sérstaklega ef þau beinast að ungu fólki.
Píratar Já. Píratar leggja áherslu á forvarnir og aðstoð fyrir fólk sem er að glíma við fíkn. Stjórnvöld þurfa að fjármagna forvarnarstarf í meira mæli og bjóða upp á aðgengileg úrræði fyrir batamiðaða aðstoð við fíkn.
Samfylkingin Það er lýðheilsumal að stemma stigu við notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna. Neysla nikótínpúða hefur vaxið hratt hér á landi og rannsóknir sýna að nú neytir allt að þriðjungur framhaldskólanema á aldrinum 16–18 ára púðanna. Mikilvægt er að takmarka aðgengi barna og ungmenna að nikótínpúðum með takmörkunum á markaðssetningu s.s. með því að draga úr sýnileika og aðgengi. Að mati Samfylkingarinnar er virkt forvarnarstarf og fræðsla um skaðsemi neyslu nikótínpúða þó áhrifaríkasta leiðin til að draga úr notkun nikótíns.
Sjálfstæðisflokkurinn Já, Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að stemma stigu við aukinni notkun nikótínpúða meðal barna og ungmenna. Flokkurinn leggur áherslu á vernd heilsu ungs fólks og vill koma í veg fyrir aðgengi þeirra að nikótínvörum.
Sjálfstæðisflokkurinn telur að markviss fræðsla og forvarnir séu lykilþáttur í því. Aukin fræðsla í skólum og samfélaginu öllu um skaðsemi nikótíns og að hvatt sé til heilbrigðs lífsstíls skiptir miklu máli sem og haldgóðar reglur sem koma í veg fyrir sölu nikótínpúða til einstaklinga undir lögbundnum aldri.
Sósíalistaflokkurinn Já. Með því að takmarka aðgengi barna og ungmenna að skaðlegum vörum.
Vinstrihreyfingin grænt framboð Já, það er mjög nauðsynlegt. Breytt neyslumynstur ungmenna á seinustu árum þar sem farið hefur saman neysla á tóbaki, rafrettum og nikótínpúðum hefur er mikið áhyggjuefni. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að neysla af nikótínvörum er skaðleg og sérstakt áhyggjuefni þar er að magn nikótíns sem verið er að neyta hefur aukist verulega.
Fyrsta skrefið var að sjálfsögðu að setja aldurstakmark á kaup og sölu þessara vara, en Svandís Svavarsdóttir lagði fram frumvarp um rafrettur í sinni tíð sem heilbrigðisráðherra, sem var svo fylgt eftir í fráfarandi ríkisstjórn með því að tengja slíkar takmarkanir við allar nikótínvörur.
En mikilvægt er að fylgja þessu eftir með skipulögðu forvarnarstarfi líkt og gert var með góðum árangri með tóbak á sínum tíma. Einnig þarf að takmarka markaðsetningu þessara vara, sérstaklega þegar þeim er augljóslega beint að ungu fólki og auka eftirlit með sölu og dreifingu.
Viðreisn Nikótín á ekkert erindi til barna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að framfylgja lögum og reglum sem banna að selja börnum slíkar vörur og beina auglýsingum að þeim.
2. Vill flokkur þinn að ÁTVR verði lagt niður og áfengið selt í almennum verslunum?
Flokkur fólksins Nei.
Framsóknarflokkurinn Framsókn vill viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins á áfengi, enda byggir það á lýðheilsu- og samfélagsrökum sem felast í að takmarka aðgengi og draga þannig úr skaða af völdum neyslu áfengis. Rannsóknir á sviði lýðheilsumála hafa sýnt að takmarkanir á aðgengi að áfengi eru meðal öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum og hefur verið staðfest að þær hafa áhrif til að draga úr neyslu áfengis.
Miðflokkurinn Þegar kemur að sölu áfengis þá má áfram minna á mikilvægi forvarna eins og Sigurður Páll Jónsson, fyrrverandi þingmaður flokksins, hefur verið óþreytandi að berjast fyrir. Miðflokkurinn telur að önnur brýnni verk kalli á en að ráðast í endurskipulagningu áfengissölu hér á landi. Ef til þess kæmi yrði það að vera í sátt og að vel athuguðu máli og þannig að æska landsins byði ekki skaða af. Við sjáum að breytingar hafa orðið með tilkomu póstverslunar en ekki verður séð að stefnubreyting eða breytt lagasetning hafi stuðlað að því. Einfaldlega hefur hið opinbera kosið að láta það afskiptalaust.
Píratar Píratar hafa ekki stutt það að leggja ÁTVR niður en á sama tíma leggjast Píratar ekki gegn almennri sölu með svipuðum takmörkunum og þekkjast í öðrum löndum sem selja áfengi í verslunum. Á sama tíma þarf einnig hnitmiðaðri fjármögnun á forvörnum og meðferð við fíkn.
Samfylkingin Samfylkingin hefur það ekki á stefnuskrá sinni að leggja niður ÁTVR og heimila sölu í almennum verslunum. Samfylkingin hefur stutt einkaleyfi ÁTVR á grundvelli lýðheilsusjónarmiða en studdi þó breytingar sem heimiluðu smærri framleiðendum smásölu á áfengi á framleiðslustað. Nauðsynlegt er að skera úr um lögmæti netverslunar með áfengi hér á landi og skýra heimildir einkaaðila til netsölu á áfengi.
Sjálfstæðisflokkurinn Já, Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi talað fyrir því að afnema ríkiseinokun á áfengissölu og leyfa sölu áfengis í almennum verslunum. Að mati Sjálfstæðisflokksins á ekki að skipta máli hver fer með sölu áfengis enda hefur aðgengi að áfengi aukist til muna á síðustu árum þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins á áfengi með fleiri útibúum ÁTVR og stórauknu vöruúrvali.
Þó leggur flokkurinn áherslu á að sala áfengis fari fram með ábyrgum hætti og reglum sé fylgt til að vernda lýðheilsu og koma í veg fyrir misnotkun, sérstaklega meðal ungs fólks.
Sósíalistaflokkurinn Nei.
Vinstrihreyfingin grænt framboð Vinstri græn hafa alla tíð staðið með ÁTVR. Við erum alfarið á móti sölu áfengis í almennum verslunum, hvort sem það eru matvöruverslanir eða netverslun. Við lítum svo á að ÁTVR leiki mikilvægt hlutverk í lýðheilsu landsmanna, ekki síst barna og ungmenna, og að takmarkanir á aðgengi að áfengi séu samfélaginu til góða. Og í raun að það sé engum í raun til ama að þurfa að fara í sérverslun eftir áfengi.
Viðreisn Við treystum fólki og viljum aukið frelsi í verslun með áfengi. Viðreisn telur að afnema eigi einkaleyfi ÁTVR til þess að selja áfengi í smásölu. Viðreisn telur að einkaaðilum sé mjög vel treystandi til þess að annast sölu áfengis og að fara að lögum og reglum sem um slíka sölu gilda, s.s. um lágmarksaldur þeirra sem mega kaup áfengi.