Fara á efnissvæði
Frétt

Frí rafræn námskeið hjá Akademías fram í febrúar

Hjúkrunarfræðingar hafa aðgang að fríum rafrænum námskeið Akademías fram í febrúar næstkomandi, fer því hver að verða síðastur að verða sér út um aðgang.

Um eru að ræða tugi fjölbreyttra námskeiða um allt frá heilsu til fjármála. Námskeiðin má nálgast í gegnum Orlofsvefinn, undir gjafabréf og kort og Akademías.

Með því að skrá þig inn á Orlofsvefinn með rafrænum skilríkjum getur þú látið senda til þín kóða sem gerir þér kleift að skrá þig að kostnaðarlausu hjá Akademías. Þá færðu tölvupóst um staðfestingu netfangs og vali á lykilorði, gott er að vista lykilorðið í tölvuna. Nánari leiðbeiningar má finna á Orlofsvefnum.