Fara á efnissvæði
Frétt

Hefur þú áhuga á að koma fram í auglýsingu?

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er nú að vinna að auglýsingaherferð í samstarfi við auglýsingastofuna Hér&Nú. Leitað er að hjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á að koma fram.

Í lok janúar fara fram upptökur á heilbrigðisstofnunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum á sjónvarpsauglýsingu ásamt ljósmyndatökum.

Tilgangur auglýsingaherferðarinnar er að efla ímynd hjúkrunarfræðinga í samfélaginu og hvetja einstaklinga til að gerast hjúkrunarfræðingar.

Ef þú ert hjúkrunarfræðingur sem verður á höfuðborgarsvæðinu eða nágrenni þess í lok janúar og langar að koma fram fyrir hönd stéttarinnar í auglýsingaherferðinni þá máttu gjarnan senda okkur tölvupóst fyrir lok dags miðvikudaginn 14. janúar.

Endilega segja hvaða daga þú kemst og láta mynd af þér fylgja með ásamt símanúmeri. Póstinn má senda á [email protected].