Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2013 og hef frá útskrift unnið fjölbreytt störf, bæði innan LSH en þó mest innan öldrunargeirans. Einni hef ég unnið við heilsueflingu hjá Vinnuvernd ehf og við gerð útboða fyrir Rekstrarvörur.
Í dag vinn ég sem þjónustustjóri á Hrafnistu Sléttuvegi og held þar utan um starfsemi þjónustumiðstöðvar og dagdvalar.
Ég er með viðbótar diplóma í stjórnun i heilbrigðisþjónustu með áherslu á rekstur og mannauð og einnig er ég með viðbótar diplóma frá félagsráðgjafardeild í öldrunarþjónustu.
Ástríða mín liggur í öldrunargeiranum þar sem ég hef brennandi áhuga á að efla og þróa þjónustuþætti í þágu eldri borgara landsins. Þar liggja stórar áskoranir og mörg tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga að hafa áhrif. Einnig hef ég mikinn áhuga á kjaramálum hjúkrunarfræðinga og langar að leggja mitt að mörkum til þess að bæta kjör hjúkrunarfræðinga.
Ég hef reynslu af stjórnarsetu en ég er varaformaður Félags stjórnenda í öldrunarþjónustu og hef tekið þátt í skipulagningu ráðstefna fyrir félagsmenn.