Fullt doktorsnám í hjúkrunarfræði við University of Minnesota er þriggja ára nám. Fyrir nemendur í fullu námi fellir University of Minnesota niður öll skólagjöld fyrstu tvö árin með því að bjóða uppá námsstyrki og námsstöður. Nemendur þurfa að vera búsettir í Bandaríkjunum á námstímanum.
Þegar fyrstu tveimur árunum er lokið, þar sem skólinn fellir niður öll skólagjöld, býðst doktorsnemum að sækja um hlutastörf við rannsóknir (research assistant, RA) eða sem aðstoðar kennari (teaching assistant, TA), reynsla sem er ekki síður lærdómsrík en námið sjálft.
Mikil þörf er á doktorsmenntuðum hjúkrunarfræðingum og eru áhugasamir því hvattir til að sækja um.
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2025-2026, sem hefst í ágúst 2025, er 1. desember 2024.
Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu hjúkrunarfræðideildar University of Minnesota eða með því að hafa samband við Karen McCray deildarstjóra nemendaþjónustu (Program Coordinator in the Office of Student and Career Advancement Services) gophernursing@umn.edu.
Áhugasömum er ráðlagt að hafa beint samband við University of Minnesota. Katrín Frímannsdóttir (kfrimannsdottir@hi.is) stefnu- og gæðastjóra Háskóla Íslands og Helga Bragadóttir deildarforseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands (helgabra@hi.is) leitast við að vera áhugasömum innan handar gerist þess þörf.
University of Minnesota er er samstarfsskóli Háskóla Íslands og er náið og gott samstarfs milli Háskóla Íslands og University of Minnesota hvað rannsóknir og nám í hjúkrunarfræði varðar.