Fara á efnissvæði
Frétt

Doktorsnám við University of Minnesota án skólagjalda

Fullt doktorsnám í hjúkrunarfræði við University of Minnesota er skipulagt sem þriggja ára nám. Íslenskir doktorsnemar í fullu námi greiða ekki skólagjöld og þurfa að vera búsettir í Bandaríkjunum á námstímanum.

Spennandi og vandað doktorsnám við University of Minnesota, sem hefur verið samstarfsskóli Háskóla Íslands til margra ára, er nú í boði fyrir hjúkrunarfræðinga á Íslandi án skólagjalda.

Fullt doktorsnám í hjúkrunarfræði við University of Minnesota er skipulagt sem þriggja ára nám. Íslenskir doktorsnemar í fullu námi greiða ekki skólagjöld og þurfa að vera búsettir í Bandaríkjunum á námstímanum.

Doktors stúdentum gefst kostur á að sækja um hlutastörf við rannsóknir (research assistantship (RA)) og/eða kennslu (teaching assistantship (TA)) sem er ekki síður lærdómsríkt en námið sjálft.

Mikil þörf er á doktorsmenntuðum hjúkrunarfræðingum og eru áhugasamir hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2024-2025 sem hefst í ágúst 2024, er 1. desember 2023.

Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu hjúkrunardeildar University of Minnesota eða með því að hafa samband við Karen McCray (gophernursing@umn.edu), Helgu Bragadóttur deildarforseta Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Háskóla Íslands (helgabra@hi.is) eða Katrínu Frímannsdóttur (kfrimannsdottir@hi.is) stefnu- og gæðastjóra Háskóla Íslands.