Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir er nýflutt heim frá Kanada þar sem hún var í framhaldsnámi í stefnumótun.
Árið 2018 varð Elísabet fyrsti hjúkrunarfræðineminn til að setjast í embætti forseta Stúdentaráðs, þar sat hún ekki auðum höndum og vakti mikla athygli í baráttumálum stúdenta. Hún varð svo verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarþjónustu Rauða Krossins. Hlaut hún meðal annars viðurkenningu sem Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2020.
Í Rapportinu er rætt við Elísabetu um ferilinn til þessa, hvað hún hefur lært af reynslu sinni og hvert hugur hennar stefnir í framtíðinni.
„Ég er orðinn aðjúnkt við hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og er að kenna nokkra áfanga. Lokaverkefnið í náminu mínu sneri að heilbrigði jarðar, sem er risastóra regnhlífin yfir áhugasviðin mín,“ segir hún.
„Í náminu mínu tengdi ég þetta allt saman, skaðaminnkun, mannréttindi, stúdentapólitíkin, klíníska hjúkrunin sem ég hef svo mikinn áhuga á, kennsla, ég elska að kenna. Ég elska að hitta aðra hjúkrunarfræðinga sem eru að pæla í svipuðum hlutum, út úr því kemur heilbrigði jarðar sem heitir á ensku Planetary health.“
Þátturinn er rúmur klukkutími að lengd.