Fara á efnissvæði
Frétt

Endurgreiðsla ofgreiddra félagsgjalda

Búið er að endurgreiða hjúkrunarfræðingum ofgreidd félagsgjöld vegna ársins 2023.

Á aðalfundi Fíh 2023 var samþykkt að hámarksiðgjald félagsgjalda fyrir árið 2023 væri 130.000 kr. og fær félagsfólk endurgreiðslu á greiðslum umfram þá fjárhæð.

Alls fengu 584 hjúkrunarfræðingar endurgreiðslu í ár og nam heildarfjárhæð hennar 17,2 milljónum króna.