Á fundinum komu fram ólík sjónarmið um þátttöku Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í samstöðufundi um Þjóð gegn þjóðarmorði. Greinilegt var að hjúkrunarfræðingar voru sammála um að á Gaza eigi sér stað hörmungar sem beri að fordæma. Enginn hefur farið varhluta af þeim hryllingi og þjóðarmorði sem á sér stað þar.
Boðað var til félagsfundar í kjölfar undirskriftalista sem 159 hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir. Alls voru 139 skráðir á félagsfundinn.
Lögð var fyrir fundinn ályktun sem lýsti vonbrigðum með að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tók ekki þátt í samstöðufundinum 6. september.
Það voru 46 sem sögðu nei við ályktuninni og 38 sögðu já. Ályktuninni var því hafnað.
Fundurinn var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica og á Teams. Hlekkur á fundinn var aðgengilegur öllum hjúkrunarfræðingum á Mínum síðum og var einnig sendur í tölvupósti til allra sem skráðu sig á fundinn.
Eftir fundinn komu í ljós hnökrar við sendingu fundarhlekksins. Svo virðist sem að þau sem nota Gmail hafi ekki fengið póstinn fyrr en eftir fundinn. Þykir Fíh það mjög miður en málið er í frekari skoðun hjá upplýsingatæknifyrirtæki félagsins.





